Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 1/2000 Hagyrðingaþáttur 287 Heilir og sælir lesendur góðir. Bestu þakkir fyrir samstarfið á liðnu ári. Mikið gengur nú á í landsmálapóli- tíkinni þegar þessi þáttur er skrifaður síðustu daga ársins, liðna. Mesta um- ræðu vekur ráðabmgg iðnaðarráðherr- ans um tryggt húsaskjól í Seðlabankan- um um næstu framtíð. Fyrsta vísan að þessu sinni er tengd Finni og álverinu, en tekið skal fram að hún er gerð fyrir jólin, þó ég hefi ekki haft möguleika á að birta hana fyrr. Höfundurer Hjörtur J. Guðmundsson á Skagaströnd. Finnur hrópar alla á aldrei skal ég hrökkva. Alver vill ég æstur fá og Eyjabökkum sökkva. Um einkavinavæðingu stjómar- flokkanna yrkir Hjörtur svo. Margir eru íhalds, gallar um það mætti lengi rabba. Þjóðarinnar eigur allar á að gefa vinum Dabba. Um það heimslögregluvald sem Bandaríkjamenn taka sér gjarnan yrkir Hjörtur. Kaninn áfram kúgar heim með kjarnavopnum sínum. En fyrr mun hann þó farga þeim en fylgja réttum línum. Um vemdun íslenskrar tungu yrkir Hjörtur. Málið okkar, ekki við eflum neitt með slangri. Við ættum því að gefa grið og gleyma notkun rangri. Að lokum þessi fallega vísa eftir Hjört. Sólin geislum sínum krýnd sest í haf við ókunn lönd. Drottins miskunn mér er sýnd að mega búa á Skagaströnd. Fyrir skömmu átti Jón Gissurarson í Víðimýrarseli erindi til undirritaðs. Um það leyti er hann lagði af stað varð til þessi vísa. Hér ég óðar skelli á skeið skálda fáki glöðum. Feikna verður falleg reið fram að Eiríksstöðum. Eitt sinn að loknu hagyrðingamóti orti Jón. Allt er sviðið orðið hljótt andans niður flúinn. Nú er liðið langt á nótt ljóðakliður búinn. Ein vísa kemur hér enn eftir Jón. Sólar glætu sinnið fær sút og leiða hrekur. Morgunstundin mild og kær mínar kenndir vekur. Það er Dagbjartur Dagbjartsson á Refsstöðum sem yrkir svo. Auð og völd menn dýrka og dá sem drottinn sumum gefur. En hamingjan er það að þrá það sem maður hefur. Einhverju sinni fréttist eftir Dag- bjarti að hann hefði ætlað kvöld eitt að setja saman vísnaþátt íýrir blaðið Borg- fírðing. Þurfti hann áður að hringja í bónda í Húnaþingi og konu í Borgar- firði. Voru þau að mati Dagbjarts bæði rallhálf og drógust samtölin á langinn, svo lítið varð úr skrifum. Þegar Þórdís Sigurbjömsdóttir á Hrísum spurði þessi tíðindi orti hún svo í orðastað Dagbjarts. Ei til skrifta fékk ég frið fjandans bölvuð meið var. Að þurfa að bulla bittur við beggja megin heiðar. Önnur vísa kemur hér eftir Þórdísi og er gaman að fá viðurkenningu á því að framsóknarmenn noti sér öðrum fremur jressar góðu guðs gjafir. Halda á börum hrafnaþing háðir öli og svönnum. Er það dágóð útskýring á framsóknarmönnum. Það mun hafa verið Sveinbjörn al- herjargoði sem orti svo. Orðabraut mun ennþá greið einnig gönuskeiðin. Fetar hugur fram á leið fær er ljóðaheiðin. Um ákveðna gestakomu mun Sveinbjöm hafa ort eítirfarandi vísu. Efni það sem um var spurt ekki verður kannað. Samt er víst hann bar á burt bæði frjálst og annað. Það mun hafa verið Benedikt Ingi- marsson sem orti svo. Fjalladrottning móðir mín mér er sama um élin. Ég síðar veit að sólin skín og signir jarðarhvelin. Þar sem nú er hafið síðasta ár þess- arar aldar og undirtitaður býst við að reyna að tína saman efni í nokkra þætti í viðbót, kannski komast svo langt að klára 13. árið íþessu starfí ( 1. aprfl nk.) langar mig til að biðja lesendur eins og stundum áður að vera nú duglega að hafa samband, annað hvort í gegnum sínta eða skrifa bréfkom og senda mér sitt af hverju til að moða úr. Einnig eru leiðréttingar vel þegnar. Að lokum þessi vísa sem Dagbjart- ur á Refsstöðum sendi undirrituðum umjólaleytið. Eftir haustsins at og puð aftur hækkar sólin. Vona bara að góður guð gleðji þig umjólin. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Hvað hafa þau að segja við upphaf nýs árþúsunds? Jafnan er fólki gjamt að líta um öxl við áramót. Feykir hafði tal af nokkmm góðborgurum kjördæmisins og lagði fyrir þá nokkrar spumingar nti í byrjun nýs árþúsunds. Spumingam- ar voru eftirfarandi: 1. Hvað er þér minnisstæðast frá síðasta ári? 2. Ef þú settir þig í spor spámanns, hvað gæturðu þá nefnt í sambandi við þetta nýbyrjaða ár? 3. Strengdir þú áramótaheit að þessu sinni? Björn Þ. Sigurðsson verkamaður Hvammstanga: I. Það kemur bara ekkert í hugann, enda hefur maður ver- ið að draga saman seglin. er meira að segja hættur að verka hákarl hvað þá annað. 2. Ég held ég geti ekki sagt neitt um það, ég er lítill spá- maður. 3. Já, ég gerði það og hét því að verða orðinn hrosslaus eftir aldamótin. Ég átti nefnilega tvö hross og lét þau. Guðbjörg Ingimundar- dóttir félagsmálastjóri: 1. Flutningur á málefnum fatlaðra yfír til sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra. Mála- flokkurinn hefur þyngst og margfaldast og hefur gert aukn- ar kröftur til míns starfs. 2. Meiri bjartsýni meðal Skagfirðinga á nýju ári. 3. Nei, ég stend yfirleitt ekki við svona áramótaheit og er bara hætt því. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður Sauðárkróki: 1. Minnistæðast hjá mér er - að ég dreif mig í að gefa út minn 10 disk. Ég er mjög sáttur við það að hann seldist í 3700 eintökum fyrirjólin og lenti þar í 10. sæti. Ég get ekki annað en verið sáttur við það, ætli séu ekki gefnir út á annað hundrað titlar íslenskra platna. Ég þakka fólki fyrir góðar móttökur á disknum. 2. Ég vona að Skagafjörður rísi áfram atvinnulega séð. Það verði til fleiri ný fýrirtæki og verði svo lífvænlegt hérna að fólk þurfí ekki að flytja héðan. 3. Nei það hef ég aldrei gerti. Ég hvorki reyki eða drekk og hef því ekki þurft á átaki að halda hvað það varðar. Helgi Gunnarsson bygg- ingarmeistari Skagaströnd: 1. Ferðin til Aruba sem er land fyrir sunnan Kúbu, ein svokallaðra hollensku Antileyj- ar. Þessi ferð verður lengi í minnum höfð, mjög sérstakt og ánægjulegt ferðalag. 2. Ég þykist sjá það fýrir að Jxtkkalegt ástand verði atvinnu- lega séð og vona bara að mér og mínum gangi vel. 3. Nei það gerði ég ekki. Jensína Lýðsdóttir skrif- stofustúlku Skagaströnd: 1. Það gekk bara allt vel og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.