Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 7
1/2000 FEYKIR 7 Jóna frá Berghyl 100 ára Jóna Kristín Guðmundsdótt- ir frá Berghyl í Fljótum fagn- aði 100 ára afmæli sínu mið- vikudaginn 29. desember sl., með fjölskyldu og vinum á Dvalarheimilinu á Sauðár- kóki, þar sem hún hefur alið manninn mörg síðustu ár. Jóna Kristín fæddist í Minni-Brekku í Fljótum. Maður hennar var Guð- mundur Benediktsson frá sama bæ og Iést hann árið 1970. Þrátt fyrir háan aldur lék af- mælisbarnið á als oddi og fór með kveðskap og gamanmál, en Jóna er merkilega ern enn- þá og var hún býsna fljót að koma fyrir sig fólki sem hana heimsótti, þótt hún hefði ekki séð það sumt í mörg ár. Jóna frá Berghyl er ein af örfáum núlifandi Islendingum sem lifir á þremur árþúsundum og ekki er ólíklegt að líf henn- ar spanni yfir þrjár aldir að lok- um. Þessvegna orðaði Axel Þorsteinsson frá Litlu-Brekku þetta svona í lítilli vísu sem hann sendi afmælisbarninu. var mjög skemmtilegt síðasta ár, þó ég muni ekki eftir neinu sérstöku. 2. Eg vona að það verði snjólétt í vetur og gott veður. 3. Nei ég gerði það ekki, set yfirleitt ekki áramótaheit. Pálmi Rögnvaldsson bankamaður Hofsósi: 1. Sá merki atburður að ég varð fimmtugur. 2. Ég ímynda mér að lands- byggðin fari að rétta sinn hlut og fólksflóttinn hætti. 3. Já, að borða ennþá meira hangikjöt frá Halla í Enni á ár- inu. Það fær hiklaust fimm stjörnur að jafnmörgum mögu- legum. Pálmi Runólfsson fyrrv. bóndi Sauðárkróki: 1. Það er tvímælalaust þátt- taka mín í söngför Karlakórsins Heimis til Færeyja og heim- sókn mín og konu minnar til dóttur okkar í Svíaríki. Jóna Kristín Guðmundsdóttir frá Berghyl á 100 ára af- mælisdaginn ásamt dætrum sínum þremur: Unni, Guð- rúnu Ólöfu og Ingibjörgu Guðmundsdætrum. Ævi falda engin sér örlög tjaldast svona lOOfaldarþakkirþér þriggja alda kona. Jón Árnason harmonikku- leikari og bóndi á Syðri-A í Ólafsfirði er eini tengdasonur Jónu sem eftir er á lífi. Hann sendi henni þessa vísu á af- mælisdaginn. Eðlisgóða aldna fljóð enn með brosið heiða. Geymin lífs á gamlan sjóð gegnum öld nam skeiða. 1. Það skemmtilegasta sem ég gerði á síðasta ári, var þegar ég heimsótti börnin mín tvö og bamabömin sex til Danmerkur. 2. Ég er t.d. handviss um að kjarasamningarnir verði mjög erfiðir, annað væri óeðlilegt. 3. Nei það hef ég aldrei gert. Eg læt bara nægja að reyna að standa mig á sem flestum svið- um. Okeypis smaar Til sölu! Til sölu kefld kvíga. Upplýsingar í síma 452 7162. Til sölu þrjár kvígur, burðartími seinnipart febrúar. Upplýsingar í síma 453 8184. Til sölu MMC Lancer árg. '91. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, hiti í sætum, sport- legur, vel með farinn fjögurra dyra. Upplýsingar í síma 853 4751. Húsnæði! Óska eftir lítilli og ódýrri bíður niðri í bæ á Króknum. Upplýsingar í síma 453 5514. Viltu losa þig við einhver kíló á þessari öld? Hringdu núna í síma 889 0384 Epson-deildin körfubolti Tindastóll - Haukar fimmtudagskvöld kl. 20. Nú mæta allir! Hjartans þakkir til allra sem glöddu mig á 100 ára afmœlinu 29. desember síðastliðinn. Þakka heimsóknir og gjafir: Öllum þeim sem gera mér gott afgœsku sinni þægðarlaunin þíð þaufinni þúsundföld í eilífðinni. ss. Gæfanfylgi ykkur öllum. Jóna Guðmundsdóttir frá Berghyl. 2. Ég held að stjórnmála- ástandið fari batnandi á árinu og aflabrögð verði vel sæmileg 3. Eg gerði það nú ekki núna þó manni detti ýmislegt í hug. Konan minnti mig hins vegar á það að í byrjun síðasta árs strengdi ég þess heit að verða 79 ára á árinu eða liggja dauður ella. ^^C-^M \k . * • r 2k ^B »' "'^B Njáll Þórðarson frjótækn- ir Blönduósi: w Skagafjörður Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi fyrir Kvosina, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi Skagafirði Með vísan til gr. 6.2.3 í skipulagsreglugerð auglýsir Sveitarfélagið Skagafjörður tillögu að deiliskipulagi fyrir Kvosina, Sandinn, Brekkuna og Bakkann á Hofsósi. Skipulagssvæðið afmarkast af sjó og Nafavegi/Hafharbraut að vestan, Norðurbraut að norðan og austan og að sunnan af mörkum deiliskipulagssvæðis frá maí 1982. Svæðið er hafnarsvæði að hluta en það er líka byggt íbúðar-, frístunda- og verslunarhúsum. í tillögunni er gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi á skipulagssvæðinu, hverfisvernd skv. gr. 4.22 í skipulagsreglugerð, nýbyggingum á Brekkunni og á gömlum hússtæðum á Sandinum og í Brekkunni. Tillagan, uppdrættir, greinargerð með skilmálum, ásamt bæjar- og húsakönnun á skipulagssvæðinu mun liggja frammi almenningi til sýnis á skrifstofu þjónustufulltrúa sveitarfélagsins á Hofsósi og skrifstofu sveitarfélagsins Skagafjarðar við Faxatorg á Sauðárkróki næstu sex vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, til 18. febrúar nk. Þeir sem óska geta kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Athugasemdum við tillöguna skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Skagafjarðar, skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar við Faxatorg á Sauðárkróki eigi síðar en kl. 16,00 föstudaginn 18. febrúar 2000. Þeir sem ekki gera athugasemd við tillöguna teljast samþykkir henni. Skipulags- og byggingarfulltrúi Skagafjarðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.