Feykir


Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 05.01.2000, Blaðsíða 8
5. janúar 2000,1. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! "-'i f 'í. Landsbanki íslands „ forystu tíl framtíðar Utibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Ungt en harðsnúið lið við fráslátt í Lambárbotnum á mánu- dag, en þá var lokið við að steypa undirstöður fyrir möstur nýju skíðalyftunnar. Afarróleg áramót Áramótin fóru rólega fram bæði í Skagafirði og Húna- vatnssýslum. Að sögn lög- reglunnar á Sauðárkróki og Blönduósi gátu þau varla þægilegri verið og ekki þurfti að hafa nein afskipti af fólki meðan nýtt árþús- und gekk í garð. Steinar Gunnarsson lög- regluþjónn á Sauðárkróki sagði að fremur fámennt hafi verið í bænum á nýársnótt, fólk farið seint á skemmtistað- ina og rólegheit yfir hlutunum. Sl. sunnudagskvöld átti sérsíð- an stað óhapp við Kirkjutorg. Ökumaður á leið norður Skag- firðingabraut náði ekki að beygja við torgið í glærahálku með þeim afleiðingum að bif- reið hans lenti á ljósastaur syðst á torginu og jafnaði hann við jörðu. Ökumann, sem var einn bílnum, sakaði ekki, og bfllinn skemmdist sáralítið. Nýja skíðasvæðið í gagnið um næstu mánaðamót „Þetta er frábær áfangi hjá okkur og mér sýnist að öllu ó- breyttu að það muni takast að opna svæðið og vígja nýju skíða- lyftuna, öðru hvoru megin við næstu mánaðamót’’, segir Viggó Jónsson formaður framkvæmda- nefndar vegna byggingar nýrrar skíðalyftu skíðadeildar Tinda- stóls, en hann hefur staðið í ströngu að undanfömu við að smala saman mannaskap. Síð- ustu undirstöðumar fyrir lyftuna voru steyptar í fyrradag og þar með má segja að skíðamenn séu komnir fyrir horn og það takist sem margir vom orðnir svartsýn- ir um að nýja skíðasvæðið kom- ist í gagnið í vetur. Eins og fram hefiir komið var gamla slíðalyftan á Laxárdals- heiði orðin ónýt eftir að hafa ver- ið á undanþágu til fjölda ára. Því lögðu skíðamenn allt kapp á að koma nýrri lyftu upp fyrir vetur- inn, en í haust var gengið frá samkomulagi við Sveitarfélagið Skagafjörð um uppbyggingu nýja skíðasvæðisins íTindastóli. Uppsetning skíðalyftunnar er í raun talsvert mannvirki. Undir endamöstrin hvort um sig þurfti um 20 rúmmetra af steypu, og 10 millimöstur em í lyftunni, og alls fóm í undirstöðumar 87 rúmmetar af steypu. Það sem menn höfðu mestar áhyggjur af, var hvemig tækist að koma steypunni í mótin, rúma kflómet- ers leið upp bratta hlíðina. Það var gert með því að mixa steypusíló framan á tönn snjó- troðara, sem hvert um sig tók um hálfan rúmmetra af steypu. Þetta tókst með ágætum, en það tók troðarana um 20 mínútur hver ferð með steypuna undir efsta mastrið, en styttri tíma eftir því sem neðar dró. Þrír troðarar vom notaðir við verkið, frá Tindastóli, Skíðafélagi Fljótamanna og Möfðahreppi á Skagaströnd. Framkvæmdir við skíðalyft- una hafa að miklu leyti verið unnar í sjálfboðavinnu. Símon Skarphéðinsson hefur annast vélavinnu, smiðir frá Friðriki Jónssyni sf. og Trésmiðjunni Borg hafa séð um frágang móta og steypuvinnu og Fjörður lánað tæki og mannskap ásamt Vinnu- vélum Skúla og Guðmundar. „Eg vil þakka öllum þeim sem veitt hafa þessu málefni lið og lagt hönd á plóg”, sagði Viggó Jónsson. gleðulega. NYJA QlD! Geir Haarde gestur á Þrettándagleðinni Geir H. Haarde fjármálaráð- herra verður gestur á Þrettánda- skemmtun Karlakórsins Heimis í Miðgarði nk. laugardagskvöld. „Við höfum leitast við það und- anfarin ár að fá alþingismenn í heimsókn til okkar til að vera með gamanmál. Það hefur tekist vel og fólk verið ánægt”, segir ÞorvaldurG. Óskarsson formað- ur Heimis, en það lætur nærri að þingmenn úr öllum stjómmála- flokkum hafi troðið upp hjá Heimi á Þrettándaskemmtun. Skemmtunin hefst kl. 21 og kynnir verður Hjálmar Jónsson alþingismaður. Heimismenn hafa verið duglegir að æfa ffá því í haust og m.a. eru fjögur ný lög komin á söngskrána, sem er mjög fjölbreytt, og fleiri lög eiga eftir að bætast við í vetur. Ein- söngvarar með kómum núna em Óskar Pétursson, Einar Halldórs- son og Sigfús Pétursson. Stjóm- andi er sem fyrr Stefán R. Gísla- son og undirleikari Thomas Higgerson. Að lokinni söng- skemmtuninni mun síðan hljóm- sveit Geirmundar leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Brúðkaup á nýársnótt Fyrstu brúðhjón ársins 2000 voru gefin saman í Hvamms- tangakirkju þegar klukkan var eina mínútu yfir miðnætti á nýársnótt. Brúðurin heitir Ema Friðriksdóttir og brúð- guniinn Bjarki Haraldsson. Það var séra Sigurður Grétar Sigurðsson sóknarprestur á Hvammstanga sem gaf þau saman. Ema er fædd á hlaupársdag og hefur því lifað fáa afmælis- daga, en hún er fædd í Vest- mannaeyjum, en flutti eftir gos með foreldrum sínum til Hvammstanga og hefur búið þar síðan. Bjarki er Austur-Húnvetn- ingur og frá Blönduósi, en Emu tókst að lokka hann til búsetu í Húnaþing vestra. Þau kynntust árið 1992 og hafa verið saman síðan og eiga saman myndar- strák sem heitir Sigurvin Dúi. Ema á dætumar Birgittu Maggý og Freydísi Jónu og dóttir Bjarka er Kolbrún Eva. -guðrjóh. Forstöðumaður ráðinn að Náttúrustofiinni Þorsteinn Sæmundsson jarð- fræðingur hefur verið ráðinn forstöðumaður Náttúmstofu Norðurlands vestra sem er að hefja starfsemi um þessar mundir. I>orsteinn mun að ein- hverju leyti hef ja störf í janú- ar en síðan koma norður til starfa í byrjun febrúamiánað- ar. Nokkrar tafir hafa orðið á því að Náttúrustofan hæfi starfsemi hér fyrir norðan. Stafa þær eink- um af því að endurbætur á hús- næðinu í Gamla bamaskólanum á Sauðárkróki sem henni er ætl- að, hafa tekið lengri tíma en í fyrstu var ætlað. Þorsteinn Sæ- mundsson hefur undanfarin ár starfað á Veðurstofu íslands. Hann er kvæntur og á þrjú böm. ÖÞ. BOKABUÐ BRYNJABS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.