Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 2/2000 Auglýsing Orlofsheimilissjóður Læknafélags . íslands auglýsir eftir tveimur sumarhúsum til leigu í tólf vikur í sumar frá 1. júní. Æskileg staðsetning er Skagafjörður, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Hérað. í samningnum þarf að fylgja ákveðin þjónusta. Læknafélag íslands Hlíðarsmára 8, Kópavogur. Að bjarga sér á flótta Gleðilegt nýtt ár, nýja öld eða þúsöld. Þið notið það sem hæfir af þessum kveðjum og kastið hinu sem óþarft er. Forsætisráðherra sagði í ára- mótaávarpinu að hér væri gott land, farsæl þjóð og björt fram- tíð ef við bara lærðum að þekkja meðalhófið. Ég nota ekki tilvitnunar- merki, man þetta ekki orðrétt, en þetta þótti mér vera í skjóðu Davíðs á gamlárskvöld. Síðan gerist það áður en jól- in eru liðin - að einhver héraðs- dómari - dæmir kvótakerfið til dauða og þegar Davíð kemur nú fram í kastljósið hefur ís- landssagan tekið 190 gráðu kúvendingu og nú blasir ekkert annað við en heimsendir og tímabært að rifja upp Gunnars- hólma þar sem stendur „hnípin þjóð í vanda”. Boðskapurinn í Kœru Skagfiröingar og aðrir velunnarar Hjartans þakkir fyrir ykkar ómetanlegan stuðning og hlýhug í veikindum okkar. Þetta kvöld í Miðgarði verður okkur öllum ógleymanlegt og þá sérstaklega þessi hlýja og gleði sem þar var ríkjandi. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilegt nýtt ár. Eyjólfur, María og börn Starrastöðum. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í janúar og febrúar: Tímabil 3/1 - 14/1 17/1-21/1 24/1 - 28/1 31/1 - 11/2 14/2 - 18/2 21/2 - 25/2 Læknar Hrafnkell Óskarsson Edward Kiernan Haraldur Hauksson Arnbjörn Arnbjörnsson Shree Datye Jónas Franklín Sérgrein skurðlæknir kvensjúkdómalæknir skurðlæknir bæklunarsérfræðingur skurðlæknir kvensj úkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4000. dag virðist mér vera sá að flýja land og fylgja Kolskeggi, en ekki snúa aftur eins og Gunnar og mæta örlögum sínum af karlmennsku. Gleymd er tilvitnunin sem GunnarThor. sótti í Einar Ben. og var góð brýning: „Vilji er allt sem þarf.” Hugmyndin um að bjarga sér á flótta er jafn gömul mann- kyni og hefur oft dugað vel, nú er hins vegar konrin spáný út- færsla á henni, frá okkar upp- risna félagsmálaráðherra sem sagt borga 100.000 krónur á hvem brottfluttan dreifbýling og bjarga þannig bágri stöðu margra sveitarfélaga. Eg vil koma með viðbótar- tillögu eða eins og það heitir á fagmáli, nánari úrvinnslu sem er þannig: Sveitarfélagið Skagafjörður flytur alla sína íbúa í burtu. - Til að einfalda reikninginn geri ég þá 4500, sem ríkissjóður borgar 450 leg. milljónirfyrirhópinn. 100 þús. á haus. - Við þurfum ekki að fara langt því Akrahreppur lof- aði um árið að borga 100 þús- und krónur á nýbura og ekki getum við verið lakari en koma- böm, svo þama em þá komnar aðrar450 milljónir. - Sfðan not- um við þessar 900 milljónir til að borga upp skuldirnar. Hér verður nefnilega enginn rekstr- arkostnaður þar sem við emm öll flutt í burtu - snjallt ekki satt!! Eftir eitt ár flytjum við svo allir til baka og Akrahreppur fær endurgreitt sitt framlag og menn setjast hér í blómlegt bú og alveg skuldlaus. - Þetta er ótrúlega einfalt eins og allar snjallar lausnir. En einhverra hluta vegna er sífellt í huga mér vísan „Yfir kaldan eyðisand.” Það er kannski af því að þúsaldarspá- in í þeirri vísu er heldur dapur- Glaumur. Geir sló í gegn á Þréttándagleðinni Það þykja líklega tíðindi að fólk þurfti ekki að standa á Þrettándagleði Karlakórsins Heimis í Miðgarði á laugar- dagskvöldið. Aðsókn var ekki jafngóð og mörg undanfarin ár, en Heimisfélagar þurfa þó varla að kvarta, því á skemmtunina og dansleikinn með Geimrundi á eftir komu um 400 manns. Gerður var góður rómur að söng Heimismanna, sem m.a. fluttu fjögur ný lög þetta kvöld. Þá þótti gestur kvöldsins standa sig vel, en það var Geir H. Haarde fjármálaráðherra og þingmaður. Geir var á léttu nót- unum og sagði gamansögur auk þess sem hann reyndi sig í sönglistinni og réðst þar ekki á garðinn þar sem hann var lægstur. Það var hvorki meira né minna en þjóðlagið rúss- neska Volga, Volga, sem hann söng ásamt bóndanum og bass- anum á Kúskerpi Einari Hall- dórssyni og veitti Einari ekkert af að taka vel á því til að þing- maðurinn stæli nú ekki senunni í söngnum. C* F 'EYKIR Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Skrifstofa: Ægisstíg 10. Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, Ágústsson og Stefán Ámason. 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og feykir @ kmkur. Ls. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.