Feykir


Feykir - 12.01.2000, Side 4

Feykir - 12.01.2000, Side 4
4FEYKIR 4/2000 „Mjög sáttur að forsjónin hafi holað mér hér niður“ Segir Frímann Þorsteinsson bóndi á Syðri - Brekkum sem var sendur í Skagaíjörðinn í fóstur sjö ára gamall „Ég er mjög sáttur með að forsjónin skuli hafa holað mér niður hér í Skagafírðinum. Mín kynni af Skagfirðingum eru þau að þetta er öndvegisfólk, skemmtilegt og gaman að sækja það heim. Ég á fjölda vina hér, sérstaklega góða ná- granna, því þegar maður er svona einn eins og ég, þá þarf maður oft að leita til þeirra, maður getur ekki allt einn. Hérna lenti ég hjá alveg yndælisfólki sem gerði allt fyrir mig sem það gat. Ég hef reyndar oft velt því fyrir mér af- hverju fólkið var að taka við sex ára bami, því vitaskuld var ekki nokkurt gagn af mér. Hér var fjöldi fólks í heimili fyrst þegar ég kom hingað, en svo var fólk að hverfa burtu smám saman og nú er ég einn eftir, hef búið hér einn á annan tug ára. En ég á marga kunningja og vini og hef nóg fyrir stafni”, sagði Frímann Þorsteinsson bóndi á Syðri-Brekk- um í Blönduhlíð þegar blaðamaður Feykis heimsótti hann í síðustu viku. „Það var stundum frekar þröngt í gamla bæn- um en það er orðið rúmt á mér núna”, sagði Frímann þeg- ar við gengum upp stigann í tveggja hæða húsinu á Syðri- Brekkum. „Hér var gott samlyndi alltaf, tíminn fór ekkert í það að rífast og þvarga. Þetta var samhent fólk sem átti marga góða kunn- ingja og það kom kannski til af því að móðir þeirra var búin að vera ljósmóðir héma í um 50 ár og var sérstaklega farsæl í starfi. Hún þekkti t.d. ákaflega vel til í Hegranesinu, þar voru stórar fjölskyldur: í Eyhildarholti; bömin hans Gísla og Guðrúnar, Þórarinn og Ólöf á Ríp og þeirra börn, og úti í Asi líka hjá Jóni Sigurjónssyni og Lovísu. Þetta fólk hélt kunningsskap við fólk- ið hérna og eru ennþá eftir tengsl þama á milli. Eins og vanalega í viðtölum berst talið fyrst að uppmnanum, og þó Frímann hafi búið mest- alla ævina í Skagafirði, lítur hann ekki á sig sem Skagfirð- ing. Hann fæddist á Akureyri 17. október 1933 og var þar í foreldrahúsum fyrstu árin. Þau vom sjö systkinin og þeirra þekktastur er líklega Jón Þor- steinsson sem um tíma var þing- maður Alþýðuflokksins hér á Norðurlandi vestra. Foreldrar Frímanns voru Guðrún Guð- mundsdóttir úr Bolungarvík og Þorsteinn Jónsson, en Þorsteinn og systkinin sem bjuggu á Syðri-Brekkum voru bræðra- böm. Þetta vom systkini Her- manns Jónassonar fyrrum ráð- herra og hafði Frímann því eðli- lega nokkuð að þeim litríka manni að segja og þó kannski sérstaklega syni hans Stein- grími, en hann var í sveit á Syðri-Brekkum [regar Frímann kom þangað, og þó hann væri fimm ámm eldri vom þeir leik- bræður í nokkur sumur. Þegar Bretinn koni „Mér eru mjög minnisstæð þessi fyrstu ár ævinnar. A Akur- eyri bjuggum við í risíbúð á Bankastræti 88, sem var beint á móti innri hlutanum af Hótel KEA. Þægindin þar vom ekki mikil. Við vomm verkamanna- fjölskylda og ég býst við að jjetta hafí verið fátækt heimili, jx5 engin vændræði, en jjctta lagaðist allt saman {Degar Breta- vinnan byrjaði. Ég sótti snemma í dýrin og sveitalífið. Það voru mjólkur- póstamir sem vöktu áhuga minn. Þeir fóru um bæinn á far- artækjum sem hestar voru spenntir fyrir, kermm á sumrin og sleðum eftir að snjór var kominn á vetuma. Ég fékk að fara með þeim um bæinn og hlaupa inn í húsin ineð mjólkur- flöskumar. Þessir menn bjuggu á býlum rétt við bæinn og ég fórog heimsótti Sigurð Stefáns- son á Höfða. Hjá Sigurði og systkinum hans vom kýr, hæn- „Það endaði með því að Bjöm var svo ákveðinn í meiningu sinni að þeir prófuðu jjetta í bænum, hvor færi með hvom.“ Skagfirðingamir á Hólaskóla. Efri röð frá vinstri: Birgir Hartmannsson, Guðmundur Hart- mannsson, Sigurður Haraldsson og Frímann Þorsteinsson. Fremri röð: Ragnar Guðmundsson, Guðmann Tobíasson, Ólafur Gíslason og Jóhannes Steinþórsson. ur. kanínur og hestar allt undir sama þaki og innangengt frá í- búðarhúsinu. Þama var ég einu sinni veðurtepptur yfir nótt og það var munur að þurfa ekki einu sinni að fara út til að skoða dýrin. Eitt af því sem fangaði hug- ann á jressum fyrstu ámm var hemámið. Ég man alltaf eftir jæim degi jrcgar ég sá Bretann íyrst. Þá varég staddur í Hafnar- strætinu sem þá var eina gatan sem lá inn í bæinn, en nú er komin ný gata niður við sjóinn (Drottningarbrautin). Svo þegar ég átti eftir tvær eða þrjár hús- lengdir heim þá sáum við jressa vígalegu menn með hjálma og byssur í j^essum gulbrúnu göll- um. Þá vom þeir að taka póst- húsið og símstöðina. Þeir tóku líka Bamaskólann og Mennta- skólann og settu þar verði. Svo settu þeir vörð á brygguna, pínulítið varðskýli eins og tvær líkkistur upp á endann. Á klöpp- unum við íþróttavöllinn var komið upp sandpokavígi og öðru á Tangabryggjunni, sem ekki var viðamikil bryggja á þá daga. Þar var líka stór byssa og ljóskastari svo að þeir gætu lýst yfir fjörðinn til að fylgjast með umferð báta. Þar sem kirkju- garðurinn er settu joeir upp eina fallbyssuna og svo byggðu |>cir bragga þama skammt frá okkur, þar sem gömul dráttarbraut var niður við sjóinn og svolítið óbyggt svæði. Þar kynnst mað- ur Bretunum strax, því krakkar em forvitnir. Á neðstu hæðinni í húsinu okkar settu jreir upp mötuneyti fyrir yfirmenn. Þama vom kokkar sem elduðu ofan í mann- skapinn og við gerðum okkur far um að staldra við á leiðinni framhjá og gá hvort jreir kæmu ekki fram úr eldhúsinu. Þá gáfu joeir okkur oftast súkkulaði, sem ekki var mikið á glámbekk á þessum tírna. Þeir þurftu að fá þveigna hvíta stóra borðdúka sem þeir notuðu í mötuneytinu. Mamma tók það að sér og jregar jreir komu með dúkana þá brást það aldrei að eitthvað gott var vafið inn í þá, og svo borguðu jxúr auðvitað fyrir þvottinn. Það var t.d. niðursoðið kjöt, sem maður sér nú aldrei hér, ávextir, súkkulaði og ýmislegt dót. Svo þegar fram liðu stundir, fluttu þeir burtu og fóm upp fyrir Glerá. en þeir héldu samskipt- unum áfram og eftir að ég var kominn hingað vestur þvoði mamma fyrir þá. Það var alltaf eitthvað vafið inn í dúkana og þetta var náttúrlega yfirmanna- mötuneyti og þar hefur það besta verið. Níu heimagangar Ég var sendur hingað í sveit sex ára gamall og vissi náttúr- lega ekkert hvað það var að fara hingað, því hér var frændfólk mitt, pabbi og fólkið sem bjó héma vom bræðraböm. Pabbi joekkti fólkið eitthvað, en kannski meira af afspurn en annað. Ég var sendur hingað með rútu, þessari sígildu sem gengur héma á milli, en hún var svolítið öðm vísi þá en þær em í dag. Þetta var þriggja tíma ferð á jjessum tíma og mér var búið að hlakka [ressi lifandi skelfing til að fara í svona langan bíltúr. Ég var settur út á Miklabæ hjá séra Lámsi og Guðrúnu. Það var símstöð bæði þar og á Syðri- Brekkum svo að það var sími á milli bæjanna. Svo féll ferð lík- lega daginn eftir, með mjólkur- bílnum sem kom utan úr Blönduhlíðinni héðan frá Ytri- Brekkum. Frændi minn Sigurð- ur Jónasson kom með bílnum og sá um að grípa mig með. Þá var héma gamall bær og ég gerði að gamni mínu að telja fólkið, þá var 13 manns héma með mér. Það var einn strákur hér, sem var leikfélagi minn og frændi minn Steingrímur Her- mannsson. Þó hann væri fimm ámm eldri en ég þá áttum við ágæta samleið. Það var þríbýli héma og margt af fólkinu er nú farið yfir móðuna miklu, en eldra fólkið var allt fætt fyrir aldamót. Ég var hjá Bimi ffænda mín- um Jónassyni og Sigríði systir. hans, þau bjuggu saman; hún

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.