Feykir


Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 12.01.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 2/2000 Byggðir á íslandi - aðgerðir í byggðamálum Helstu atriði úr skýrslu Þróunarsviðs Byggðastofnunar „Aðal orsakir fólksflutninga af landsbyggðinni til höfuðborg- arsvæðisins eru breyttir hættir í landbúnaði og fiskveiðum, fá- breytt atvinnulíf, aukinn hluti þekkingar í framleiðslu og breytt gildismat fólks", segir m.a. í inngangi skýrslu um „Byggðir á Islandi, aðgerðir í byggðamálum", sem Þróunar- svið Byggðastofhunar sendi frá sér fyrir skömmu. I skýrslunni er m.a. fjallað sérstaklega um ástand í þeim tveimur grein- um sem tílgreindar eru í álykt- un Alþingis um stefnu í byggðamálum, þ.e. sauðfjár- rækt og sjávarútvegi, sem þyngst vega í afkomu á jaðar- svæðum. I skýrslunni eru einnig tillögur um breytingar á starfsumhverfi þessara at- vinnugreina. „Fólksflutningur frá lands- byggðinni til höfuðborgarsvæð- isins er alvarlegt vandamál hér- lendis. Fólksflutningur var mjög mikill um miðbik aldarinnar en síðan dró úr honum um sinn. Jafnvægi hélst um nokkurt skeið en á síðasta áratugi hafa flutning- arnir til höfuðborgarsvæðisins aukist á ný. Ibúum hefur fækkað víðast hvar á landsbyggðinni. Jafnframt því hefur störfum fækkað, einkum í landbúnaði og fiskvinnslu. Sá aldurshópur sem flytur mest milli landsvæða er fólk á þrítugsaldri, þ.e. vaxtar- broddurinn íhverju sveitarfélagi, sem gerir þessa hluti enn alvar- legri. Brottflutningur af lands- byggðinni hefur verið mestur á Vestfjörðum og í Dalasýslu, um 20% átímabilinu 1988-1998. Þar næst koma Húnavatnssýsla, suð- urfirðir Austfjarða og Vestur- Skaftafellssýsla með um 12% brottflutning. Utan þéttbýlis á þessum svæðum liggur við al- gjörum byggðaflótta. Fækkun ársverka fylgir nokkurn veginn sama ferli. Árs- verkum fækkar mest í Dalasýslu, Húnavatnssýslu, Vestfjörðum, suðurfjörðum Austfjarða og Vestur-Skaftafellssýslu, eða milli 20 og 30%, og víða annars stað- armilli 10og20%. Þegar frá eru teknar byggðirn- ar utan Reykjavíkur austur til Þjórsárog vesturtil Snæfellsness auk Eyjafjarðarsvæðisins má segja að ástandið í byggðamálum sé uggvænlegt. Einna alvarlegast er ástandið á svæðum sem mörg hver eru landfræðilega afskekkt og/eða hafa hátt hlutfall ársverka í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar er þó ekki einhlítt samband á milli. Meðaltekjur á íbúa eru lág- ar á sumum þessum svæðum en þó ekki öllum. I heild má segja að breyttar samgöngur, atvinnu- hættir og félagslegir þættir hafi rýrt stöðu þessara svæða í samfé- lagi nútímans. Ljóst er að markaðsöflin hafa áhrif á búsetu og spyrja má hvort við eigum að láta þau ráða því hvað verður um byggðir sem ekki hafa sama atvinnugrundvöll og áður. Ymis rök mæla gegn því. í þessum byggðum liggja oft miklar fjárfestingar í húsnæði og þjónustukerfi og oft þjóna þau enn einhverjum tilgangi í at- vinnulífi þjóðarinnar, þótt at- vinna, verslun og þjónusta standi þar höllum fæti. Jafnframt er ljóst að ríkisvaldið hefur áhrif á bú- setuþróun með opinberum af- skiptum sem oftar en ekki verða til þess að styðja við þéttbýli sem stendur styrkast fyrir. Greining byggða í þessari skýrslu er stuðst við eftirfarandi þætti við greiningu byggðanna: Þéttleiki byggðar, fólksfækkun, fækkun ársverka, fjölbreytni atvinnulífs og frávik meðaltekna frá landsmeðaltali. Fjarlægð frá þéttbýlum svæðum er hins vegar ekki notuð hér þar sem um þann þátt eru skiptar skoðanir. Niðurstöður greiningarinnar sýna að það eru einkum tvenns- konar byggðir sem eiga við vanda að stríða, sauðfjárræktar- svæði og sjávarútvegsbyggðir. I þessum byggðarlögum er at- vinnulíf einhæft, aðrir möguleik- ar til atvinnusóknar takmarkaðir og brottflutningur hefur verið mikill, jafnvel þar sem tekjur eru háar. Staða búsetunnar er hvað erf- iðust á norð-vestanverðu landinu í byggðarlögum í Dölum og á vestanverðu Norðurlandi þar sem afkomu byggist að miklu leyti á sauðfjárrækt, svo sem í Húnaþingi vestra, og á Vestfjörð- um þar sem afkoma byggist að miklu leyti á sjávarútvegi. Ýmsar byggðir á Norðaustur- og Austurlandi standa veikt, einkum Norður-Hérað þar sem afkoma byggist að miklu leyti á sauðfjárrækt og suðurfirðir Aust- fjarða sem eru sjávarútvegs- svæði. A Suðurlandi er búseta veik- ust í austanverðri Rangárvalla- sýslu og í Vestur-Skaftafellssýslu sem eru landbúnaðarhéruð. Staða búsetu er sterkust á Suðvestur- landi sem m.a. má skýra af ná- lægð við höfuðborgarsvæðið. Aðtreysta tekjugrund- völl sauðfjárbænda Tekjugrundvöllur sauðfjár- bænda er óviðunandi, en hagnað- ur fyrir laun eiganda á sérhæfð- um sauðfjárbúum var að meðal- tali 824 þús. kr. árið 1998. Ein megin ástæða slakrar afkomu í sauðfjárrækt eru mjög smáar og óhagkvæmar framleiðslueining- ar, en auk þess vekur athygli mikill breytileiki í afkomu á milli einstakra framleiðenda og sem lesa má úr niðurstöðum búreikn- inga. Stefán Ólafsson og Karl Sig- urðsson segja í ritgerð sinni „Fá- tækt": „Loks er athyglisvert í hve miklum mæli þeir sem starfa í landbúnaði eru undir fátæktar- mörkum (26%), en það endur- speglar án efa erfiða stöðu sumra búgreina, auk þess sem bændur eru oft sjálfstætt starfandi og illa búnir undir minnkandi atvinnu við grein sína". (Heimild: Fátækt 26/1997 - Félagsvísindastofnun H.Í.) Heildaraukning skulda tíma- bilið 1991 til 1998 er 18% og skuldir sem hlutfall af búgreina- tekjum voru 102% íárslok 1991 samanborið við 134% í árslok 1998aðmeðaltali. Veltufjárhlut- fall lækkaði verulegaeða úr0,90 á árinu 1991 í 0,51 árið 1998 (Heimild: Hagþjónusta landbún- aðarins) Sauðfjárrækt í sam- ræmi við umhverfisvernd Sauðfjárrækt er víðast stund- uð í góðu samræmi við umhverf- isvemd, þ.e. hið náttúrulega um- hverfi, en félagslegt umhverfi þeirra sveita þar sem sauðfjár- rækt er grunnatvinnugrein er við að bresta, m.a. vegna lágra tekna 113113 og mikils brottflutnings fólks. Sá mikli samdráttur sem orðið hefur í sauðfjárbúskap síð- ustu ár undirstrikar mikilvægi þess, að ef stjórnvöld telja nauð- synlegt að gerbreyta rekstrarum- hverfi og forsendum heillar at- vinnugreinar verði samhliða að greina þau svæði sem eru háðust viðkomandi atvinnugrein og gera þar raunhæfar áætlanir um fram- tíðarsýn. Raunar er farið að vinna að slíkum verkefnum nú, bæði í Dalasýslu og Vestur Skaftafells- sýslu, og segja má að átaksverk- efni í skógrækt á Héraði og víðar séu dæmi um slík vinnubrögð. Sauðfjárrækt og byggðaþróun Með vísan til þeirra ákvarð- ana sem fyrir liggja m.a. í álykt- unum Alþingis og gildis sauð- fjárbúskapar til viðhalds byggð- ar, leggur Byggðastofnun til að brugðist verði við með það grundvallarmarkmið í huga að afkoma þeirra sem sauðfjárrækt stunda verði bætt. Mikilvægt er að sauðfjárrækt þróist að þeim aðstæðum að hana megi stunda sem fullt starf er skili viðunandi afkomu og að forsendur framleiðslunnar og af- komunnar séu sem tryggastar til langs tíma. Því er mjög mikil- vægt að þær ráðstafanir sem gripið verður til nú séu sem skýrastar og til a.m.k. jafnlengd- ar sauðfjársamningi. Ekki eru gerðar tillögur um tilfærslur á ráðstöfun núverandi bein- greiðslna milli sauðfjárbænda eftir búsetu enda afkoma þeirra þannig að slíkt telst ekki réttlæt- anlegt. Hafa verður í huga að sauðfjárrækt er aukabúgrein hjá mörgum framleiðendum og oft- lega sem slík forsenda búsetu viðkomandi og því erfitt að gera tillögur um kerfisbundnar skerð- ingar hjá þeim. Tillögur um mismunandi stuðning ríkisins á grundvelli stöðu einstakra byggðasvæða eru vissulega mögulegar. Ekkert í skuldbindandi alþjóðlegum samningum eða í lögum um Byggðastofnun kemur í veg fyr- ir að tekið sé á málum á grund- velli endurskipulagningar í land- búnaði eða svæðisbundinna að- gerða. Sérstakur stuðningur við jað- arsvæði dreifbýlisins, þ.e. svæði sem byggja tilveru og afkomu sína sérstaklega á sauðfjárrækt (atvinnulíf einhæft /hlutfall sauð- fjárræktar af heildarársverkum) og flokkast að sem stærstum hluta í atvinnuþróunarsvæði 1, samkvæmt skilgreiningu Byggða- stofnunar á hverjum tíma er kost- ur sem skoða verður mjög ítar- lega með það að markmiði að bæta búsetuþætti og auka svig- rúm til stækkunar sauðfjárbúa. Þessi leið hefur fengið ítarlega umfjöllun við undirbúning til- lagna og hefur niðurstaðan orðið sú að miða aðgerðir í sauðfjár- ræktinni við að bæta kjör sauð- fjárbænda almennt séð og leitast þannig við að styrkja greinina í heild. Meðal þeirra aðgerða sem Byggðastofnun leggur sérstak- lega til í því markmiði að bæta kjör sauðfjárbænda eru: Opnað verði fyrir frjálst fram- sal á greiðslumarki á milli fram- leiðenda. Ekki er lagt til að hefja á ný uppkaup ríkisins á fram- leiðslurétti sem færi síðan til end- urúthlutunar, slík leið er ósam- rýmanleg frjálsri sölu fram- leiðsluréttar. Framleiðslutenging beingreiðslna mun leiða til fram- leiðsluaukningar sem kæmi fram í enn hærra útflutningshlutfalli en nú er. Frjálst framsal greiðslu- marks mun skapa svigrúm til nauðsynlegrar hagræðingar inn- an greinarinnar og færa fram- leiðsluna á færri hendur. Hafið verði markaðsátak til 8 ára, m.a. í samstarfi við sölufyrir- tæki í sjávarútvegi og útflutn- ingsráð. Varið verði til verkefn- isins 200 millj. kr. eða 25 millj. kr. á ári. Fjármögnun verði þannig að þeim 130 millj. kr. sem hafa ekki verið greiddar til Byggðastofnunar samkvæmt bú- vörusamningi frá 1991 auk 70 millj. kr. frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins verði varið til þessa verkefnis. Framtíð og framþróun sauðfjárræktarinnar byggist á að árangri verði náð í útflutningi dilkakjöts. Með þessu markaðsátaki verði látið á það reyna hvort nothæfir markaðir finnast fyrir dilkakjöt. Mark- aðsátakið verði unnið á grund- velli ályktunar Alþingis um markaðs- og söluátak á íslensku dilkakjöti erlendis. Lokaorð I þessari skýrslu er leitast við að greina styrk byggðarlaga, benda á sértækar aðgerðir til lausnar vanda hinna verst stöddu og almennar aðgerðir til að styrkja búsetu á landsbyggðinni allri. Þar með er ekki sagt að fundin sé endanleg lausn á byggðavandanum. Fremur má fullyrða að engin endanleg lausn sé til þar sem forsendur byggða- mynsturs eru háðar örum breyt- ingum og þessar forsendur ráða því hvaða lausnir koma að gagni hverju sinni. Jafnframt því sem viðteknar leiðir verða úreltar opnast nýjar leiðir og sífellt verð- ur að endurmeta forsendur og leita eftir nýjum lausnum. Því er nauðsynlegt að staða byggðanna sé endurmetin og greining á styrk þeirra fari fram með jöfnu millibili. Jafnframt því þurfa stöðugar rannsóknir að fara fram á forsendum búsetu og leið- um til að bregðast við aðsteðj- andi vanda hverju sinni. Fram- kvæma verður rannsóknir hér- lendis jafnframt því sem fy lgst er með rannsóknum og þróun þess- ara mála í nágrannalöndunum og niðurstöður metnar með hliðsjón af íslenskum aðstæðum. Einung- is með stöðugri endurskoðun byggðastefnunnar er unnt að bregðast við hugsanlegri bú- seturöskun komandi ára, snúa núverandi þróun við og uppfylla það markmið Byggðastofnunar að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar í landinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.