Feykir


Feykir - 12.01.2000, Page 7

Feykir - 12.01.2000, Page 7
2/2000 FEYKIR 7 Hver er maöurinn? Starfsmenn Héraðsskjala- safns Skagfirðinga senda öll- um þeim sem hafa aðstoðað okkur við að þekkja ljósmynd- ir safnsins, okkar bestu kveðjur um gleðilegt nýtt ár. í síðasta myndaþætti sem birtist fyrir jólin þekktust tvær myndir. Mynd nr. 286 var af Valgerði Kristjánsdóttur á Stekkjarflötum og mynd nr. 288 var af Þorbirni Jóhanns- syni frá Kjartansstöðum á Langholti, sem síðast var bóndi á Hávarðarstöðum í Borgar- firði. Þeim sem höíðu samband vegna myndanna em færðar bestu þakkir. Nú em birtar fjórar myndir sem Bjami Haraldsson kaup- maður á Sauðárkróki færði safninu að gjöf. Þau sem kunna að þekkja myndimar em vin- samiegast beðin að hafa sam- band við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Mynd nr. 290. Mynd nr. 292. Mynd nr. 293. ✓ Okeypis smáar Til sölu! Til sölu MMC Lancer árg. ‘91. Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum, hiti í sætum, sport- legur, vel með farinn fjögurra dyra. Upplýsingar í síma 853 4751. Félagsvist! Félagsvist, þriggja kvölda keppni, hefst í Melsgili föstudaginn 21. janúar kl. 21. Verðlaun - Kaffiveitingar. Kvenfélagið. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skaga^örður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. 100 ára afmæli í tilefni 100 ára afmælis míns föstudaginn 14. janúar tek ég á móti ættingjum og vinum í sal Dvalarheimilis aldraðra Tindastóll úr leik í Bikarnum kl. 14,30 -17. Verið velkomin! Tindastólsmenn duttu út úr Bikarkeppni KKÍ í gærkveldi jjegar þeir töpuðu fyrir Grindvíkingum í hörkuleik í Síkinu 64:73. Gestimir byrjuð betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Munurinn var þó aldrei mikill og í' leikhléi var þriggja stiga munur 31:34. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn með því að skora tvær þriggja stiga körfur, en Stólunum tóks að svara og baráttan var mikil. Það var ekki fyrr en um miðjum seinni hálf- leik sem heimamönnum tókst loks að komast yfir í leiknum, í stöðunni 51:50, en gestimir náðu að svara og tókst síðan að gera út um leikinn með góðum lokakafla. Brenton Birmingarham átti mjög góðan leik í liði Grindvíkinga. Hjá Tindastóli var Shawn Mayers bestur og Sverrir Þór Sverrisson drjúgur, en í heild var liðið ekki að leika eins vel og jafnan í vetur. Stig Tindastóls: Shavvn Mayers 20, Svavar Birgisson 12, Sune Hendriksen 12, Kristinn Friðriksson 11, Helgi Margeirsson 6 og Friðrik Hreinsson 3. Stigahæstur Grind- víkinga var Brenton Birmingham með 25 stig. Tindastólsstúlkumar em einnig úr leik í Bikamum. Þær Happdrætti SÍBS fimmtíu ára SÍBS hefur nú rekið flokka- happdrætti sitt í 50 ár. Happdrættið er homsteinn allra framkvæmda á vegum SIBS. Fyrir ágóða happdrættisins hafa samtökin byggt endurhæfmgar- miðstöðina að Reykjalundi, Múlalund vinnustofu SÍBSþar sem fram fer starfshæfing. SIBS hefur tekið þátt í uppbyggingu HL-stöðva bæði í Reykjavík og á Akureyri. f samvinnu við aðra aðila rekur SÍBS Hlíðabæ, sem er dagvist fyrir alzheimer- sjúklinga og Múlabæ, sem er dagvist fyrir aldraða. Auk þess hefur SÍBS styrkt ýmsar rann- sóknir á sviði læknisfræði. Brýnasta verkefni Happ- drættis SÍBS nú er að ljúka fjármögnun endurhæfingar- miðstöðvar framtíðarinnar að Reykjalundi. Söfnunin Sigur lífsins, sem þjóðin tók þátt í af miklum höfðingsskap fyrir rúmu ári, lagði fram byrjunar- fjármagn til framkvæmdanna en nú verður Happdrætti SÍBS að ljúka þessu mikla verki sem unnið er fyrir lífið sjálft. Það tekst ekki nema með áfram- haldandi þátttöku þjóðarinnar í happdrættinu og nú er einmitt nýtt happdrættisár að byrja. töpuðu með miklum mun fyrir Keflvíkingum á Króknum á sunnudag. Hólmfríður Helgadóttir. v VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð Grænt framboð: Atvinna - umhverfi velferð Komið á fund með Jóni, Kolbrúnu og Steingrími á Kaffí Krók, Sauðárkróki, kl. 20,00 miðvikudaginn 12. janúar. í kvöld. Vinstri hreyfingin - grænt framboð. Skagaljörður Nýtt símanúmer Breyttur afgreiðshitími Skrifstofa Skagafjarðar hefur fengið nýtt símanúmer; 455 3000. Frá og með mánudeginum 17. janúar 2000,verður afgreiðsla aðalskrifstofu sveitarfélagsins opin alla virka daga frá klukkan 10.00 til 15.00 Símaskiptiborð verður opið alla virka daga frá klukkan 09.00 til 16.00 Sveitarstjóri.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.