Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 1
PEYKIM 19. janúar 2000, 3. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Fyrirtækið Marstál á Skagaströnd Góður árangur í þróun búnaðar fyrir rækjuvinnslur Á Skagaströnd er rekið fyr- irtækið Marstál íeigu bræðranna Vilhelms og Jóhanns Þórarins- sona. Þeir hafa á síðastliðnu ári náð góðum árangri í þróun og framleiðslu á svokölluðum rækjuskelsblásumm. Þessir blás- arar eru tæki í vinnslulínu í rækjuverksmiðjum og koma þar næst á eftir pillunarvélum og svokölluðum vöðlara. Hlutverk blásarans er að fjarlægja lausa skel sem fylgir rækjunni eftir pillun og blása henni og öðrum aðskotahlutum burtu. I gegnum blásarann er færiband sem flytur rækjuna áfram í vinnslulínunni. „Þetta hófst með því að við tókum upp gamlan blásara hérna í rækjuverksmiðjunni og endurbættum og settum í hann færiband. Úr þessu varð öflugt verkfæri sem við ákváðum að þróa frekar og gera tilraun til að smíða. Grunnhönnun á blásur- unum er þannig að þeir eru teiknaðir í tölvu þar sem einstak- ir hlutir þeirra eru síðan sýndir í stærð og lögun. Þessa hönnun sendum við í tölvupósti til fyrir- tækis í Reykjavík sem sníður efnið með leisitækni. Við fáum því allar plöturnar tilsniðnar, en annað efni verðum við að vinna frá grunni. Það er ekkert vanda- mál að framleiða tækin eftir að þau hafa verið fullhönnuð, helsta vandamálið er að það er vöntun á góðum suðumönnum á svæðinu", segir Vilhelm. „Allar stýringar á færibönd- um og blásaramóturum eru í Páll fær nýjan aðstoðarmann Aðstoðarmannaskipti hafa orðið hjá Páli Péturssyni félags- málaráðherra. Nýi aðstoðar- maðurinn, sem hóf störf í ráðu- neytinu í byrjun vikunnar, er Birkir Jón Jónsson 20 ára stúd- ent frá Siglufirði og nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Is- lands. Gunnar Bragi Sveinsson frá Sauðárkróki sem starfaði við hlið Páls fram að síðustu áramótum, hefur horfið til ann- arrastarfa. „Ég lauk mínum prófum fyrir áramótin og svo bauðst þetta starf skyndilega, þannig að ég lagði námið til hliðar í bili, enda sýnist mér að mörg spennandi verkefni bíði og þetta starf verði mér betri skóli en margt annað", segir Birkir. Gunnar Bragi réð sig til starfa hjá Islensku auglýsinga- stofunni og mun þar t.d. vinna að kynningarstarfi fyrirToyota. Sem kunnugt er var nokkur óvissa með áframhald ráðherra- tíðar Páls Péturssonar allt þar til Finnur Ingólfsson fór í Seðla- bankann og var það ein helsta ástæðan fyrir því að Gunnar Bragi söðlaði um. gegnum iðntölvur sem Víðir Ólafsson rafvirki hérna á staðn- um sér um uppsetningu á. Við höfum selt sex svona blásara innanlands og nú þegar eru farn- ir fjórir til Kanada. Við erum með pantanir á 5-6 blásurum sem eru í framleiðslu. Við fram- leiðum blásarana í þremur stærðum, 850, 1250 og 1600 kflóa, sem táknar það að 850 blásarinn afkastar 850 kg/klst. af pillaðri rækju. Það var orðin mikil þörf fyrir svona tæki sem réði við afkastaaukninguna sem varð í rækjuverksmiðjum. Við höfum m.a. selt blásara í Saltver í Keflavík, Strýtu á Akureyri og í verksmiðju Þormóðs ramma. Þessir blásarar hafa komið vel út og við höfum aðlagað hönnun þeirra að uppsetningu í hverri verksmiðju. Við höfum einnig tekið að okkur að endursmíða eldri rækjuskelsblásara. Við setj- um færibönd í þá í stað hristi- búnaðar og aðlögum þá nýjum þörfum", segir Vilhelm Þórar- insson. Það er alltaf bagalegt þegar holræsakerfið gefur sig og ekki síst í misjöfnum veðrum að vetrinum. Starfsmenn Höfða- hrepps á Skagaströnd þurftu að brjóta upp malbikið á Strandgötunni til að laga skólplögn sem fallið hafði saman við húsið Lækjarbakka. Myndin var tekin sl. föstudag og það er Karl Guðmundsson sem er ofan í skurðinum, Guðmundur Björnsson í gröfunni og Magnús Ólafsson verkstjóri á skurðbakkanum. Útsala á Hvammstanga í vor Hvammstangabúar sam- þykktu í kosningum fyrir nokkru að óska eftir því að sett yrði upp áfengisútsala á staðn- um. Afengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur nú auglýst eftir leiguhúsnæði á Hvammstanga og er áætlað að verslunin verði opnuð 7. júní nk. ÁTVR ætlar einnig að opna nýjar útsölur í Búðardal og á Hvolsvelli á þessu ári. Forsvarsmenn ÁTVR telja æskilega stærð húsæðis á Hvammstanga um 20 fermetra og unnt sé að loka því frá annarri starfsemi. Leitað er eftir rými samtengdu húsnæði, sem í er atvinnurekstur er getur átt samleið með rekstri vínbúðar, hvað snertir hreinlæti og um- hverfi. Húsnæðið verður að hljóta samþykki byggingarfulltrúa, vinnueftirlits, brunaeftirlits og heilbrigðiseftirlits. Samþykkis lögreglu á staðsetningu verslun- arinnar verður óskað og leyfis sveitarstjórnar til að reka versl- unina, en gögn er lýsa nánar óskum ÁTVR liggja frammi á skrifstofu Húnaþings vestra. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 •ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æfr bílaverkstæöi Simi 1453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir :Q Hjólbarðaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.