Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 3/2000 m #¦?" jM I 1 w\ ' 1 9L ^j y 1 % æ uði 1 1 --------------1 p ^1 1-1 P • ~-H Það hefur viðrað ágætlega til þess að sópa stéttina síðustu dagana. Þorvaldur Þorvaldsson, Búbbi í Vísi. Kornuppskeran í Skagafirði á liðnu sumri „Hefði sómt sér hvar sem bygg er ræktað í heiminum" segir Jónatan Hermannsson hjá Rala „Þegar fjallað er um korn- rækt norðanlands er ekki hægt að láta hjá líða að minnast á kornræktina í Skagafirði og þá einkum á flatlendinu innst í Vallhólmi. Það land tilheyrir þremur jörðum: Vindheimum, Syðra-Vallholti og Stokk- hólma, og er samfellt. Þar var í sumar að minnsta kosti 200 hektara akur og uppskeran svo góð að vel hefði sómt sér, hvar sem bygg er ræktað í heimin- um. Allur þessi akur var sáinn sexraðabygginu Arve og í til- rauninni á Vindheimum mæld- Cjg^^j) Heilbrigðisstofnunin ^gff^ Sauðárkroki Endurhæfingarlaug Eldri borgarar, gigtarsjúklingar og einstaklingar sem eru í sjúkraþjálfun hafa aðgang að lauginnialla virka daga kl. 14,00 - 16,00. Þeir sem hafa áhuga á vatnsleikfimi geta haft samband við sjúkraþjálfara, einnig ef óskir eru um annan tíma. Ekkert gjald verður tekið íyrst um sinn. Framkvæmdastjóri. MjjpMy Heilbrigðisstofnunin ^%ffj^ Sauðárkróki Eliirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stomiininni í janúar og febrúar: Læknar Sérgrein Edward Kiernan Haraldur Hauksson Arnbjörn Arnbjörnsson Shree Datye Jónas Franklín Tímabil 17/1 - 21/1 24/1 - 28/1 31/1 - 11/2 14/2 - 18/2 21/2 - 25/2 Tímapantanir í síma 455 4000. kvensjúkdómalæknir skurðlæknir bæklunarsérfræðingur skurðlæknir kvensjúkdómalæknir ist uppskeran 5,5 tonn af þurr- efni á hektara eða 6,5 tonn af korni með 85% þurrefni", seg- ir Jónatans Hermannsson til- raunastjóri á Korpu hjá Rann- sóknarstofu landbúnaðarins. Niðurstöður korntilrauna árið 1999 liggja fyrir. Jónatan segir að uppskeran á Norður- landi hafi verið mjög góð og sums staðar jafnvel slegið öll met, en uppskeran á Suður- landi var fremur lítil. Besta uppskeran bæði að þroska og magni var í Vindheimum í Skagafirði og næst kom til- raunin í Straumnesi í Aðaldal. I Miðgerði í Eyjafirði var upp- skera úr tilrauninni nokkru minni en á fyrrnefndu stöðun- um, en uppskera í akrinum góð svo og í Eyjafirði yfirleitt. Fjórða tilraunin var gerð á Sigríðarstöðum í Vesturhópi og gefur ekki miklar vonir um að þar sé fundin kornræktarsveit. Engin tilraun var austanlands í sumar, en geta má þess að á Egilsstöðum og víðar á Fljóts- dalshéraði fékkst bæði mikil og góð kornuppskera. Sunnan- lands og vestan varð komupp- skera í sumar með minnsta móti og voru það mikil við- brigði frá sumrinu áður. Víða var korn þar gisið í ökrum og auk þess þroskaðist kornið seint. Astæður eru sjálfsagt fleiri en ein, en nefna má klaka og bleytu við sáningu og auk þess kulda og votviðri um mánaðarskeið frá 20. maí til 20. júní. A þeim tíma á korn- ið að þétta sig með hliðarsprot- um, en á því varð víða mis- brestur. Ein tilraun var á Suð- urlandi, á Þorvaldseyri, og þar var uppskeran hin minnsta frá 1992. Sigurður á Torfalæk ráðinn tíl SAH Stjórn Sölufélags Austur-Hún- vetninga hefur ráðið í starf fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins sem Ólafur Haukur Magnússon lét af fyrir nokkru. I starfið var ráðinn einróma af stjómarmönnum Sig- urður Jóhannesson frá Torfalæk, úr hópi sex umsækjenda. Sigurður tekur við starfinu í vor en hann er að ljúka masters- námi í iðnrekstrarfræði í Dan- mörku. Sigurður er 33 ára að aldri og starfaði m.a. um þriggja ára skeið hjá fyrirtækinu Borgey á Homafírði. Svæðisútvarpið skýrði frá þessari ákvörðun stjómar SAH í kvöldfréttatíma sínum í gærkveldi. VÍS með laegsta tílboð til Sveitarfélagsins Skaga^aiðar Sveitarstjóm Skagafjarðar bauð nýlega út tryggingar fyrir sveitarfélagið Þrjú tilboð bámst, frá Sjóvá-Almennum, Trygging- armiðstöðinni og Vátryggingar- félagi íslands, sem reyndist vera með lægsta tilboðið. Samtals tilboðsfjárhæð VÍS var kr. 3.679.272. í tilboðinu felst afsláttur eftir samningstíma; 2 ár 4%, 4 ár 8% og 6 ár 14%. Auk þess ágóðahlutdeild af heildar- viðskiptum með tilliti til tjóna- reynslu. Tilboð Tryggingarmiðstöðv- arinnar var að upphæð kr. 3.839.142 og Sjóvá-Almennar buðu kr. 5.755.466. í tilboði Tryggingarmiðstöðvarinnar fólst: afsláttur eftir samningsU'ma; 2 ár 10%, 4 ár 20% og 6 ár 30%. Auk þess ágóðahlutdeild af heildar- viðskiptum með tilliti til tjóna- reynslu ef samið er til 6 ára. Hjá Sjóvá var afsláttur eftir samn- ingstíma, 10% eftur sex ár. Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Agústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.