Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 3
3/2000 FEYKIR 3 „Verður eldd skýrt á annan hátt en yfimáttúrulegir hlutir hafi gerst“ segir Hallböm sem fékk hvatningarverðlaun Invest Stjórn Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra ákvað á fundi sínum rétt fyrir jól að veita einu fyrirtæki sem skarað hefði frarn úr í lands- hlutanum, svokölluð hvatn- ingarverðlaun. Það var Kán- tríbær og Hallbjöm Hjartar- son sem hlutu þessa viður- kenningu og afhenti Guð- mundur Skarphéðinsson for- maður Invest viðurkenning- una við athöfn í Kántríbæ sl. fostudag. Guðmundur sagði í ávaipi sínu að Hallbjöm hefði með rekstri sínum á Skagaströnd sýnt kjark og áræði sem vakið hefði athygli allra landsmanna. „Lagði hann upp með viðskipa- hugmynd sem á sér enga hlið- stæðu í íslensku samfélagi og hefur mikla menningarlega sér- stöðu. Uppbygging Kántrýbæj- ar hefur tekist vel, aðsókn hefur verið mikil sl. tvö ár og útvarps- rekstur er í frekari þróun. Kán- tríhátíðin er orðin ein aðal úti- hátíð landsins. Á nýliðnu sumri er áætlað að á sjöunda þúsund manns hafi sótt hátíðina. I októ- ber sl. tók Kántríbær við rekstri Hótels Dagsbrúnar. Hallbjöm, ásamt fjölskyldu sinni, hefur með framkvæmdum sínum komið Skagaströnd á blað sem ferðamannastað, jafnframt því að styrkja stöðu svæðisins í heild er varðar ferðaþjónustu”, sagði Guðmundur Skarphéð- insson. Verðlaunagripurinn sem Hallbjöm fékk afhentan er gerður af listakonunni Brynju Baldursdóttur á Siglufirði. Listaverkið heitir „Jámbókin” og er myndræn túlkun á hinu foma rúnaletri. Guðmdur gat þess að Hallbjöm væri annar „kongurinn” sem fengi þetta listaverk, en Vigdís Finnboga- dóttirfærði Haraldi Noregskon- ungi það að gjöf í einni heim- sókn sinni til Noregs. Hallbjöm þakkaði þann heiður sem sér, Kántríbæ og fjölskyldu sinni væri sýndur með þessari viðurkenningu, og gat þess að hann einn ætti langt í frá heiðurinn af því hvernig Kántríbær heíði dafnað undan- farið. Þar ætti dóttir hans og tengdasonur drýgstan hlut. Ekki verður annað sagt en mikil og góð umskipti hati orð- ið hjá Kántríbæ og Hallbirni á rúmum tveimur ámm, eða frá því að Kántríbær brann svo að segja til kaldra kola í byrjun vetrar 1997. Þá lýsti Hallbjöm því þannig að það hefði verið eins og að horfa á bamið sitt brenna inni í eldinum, en hvað segir Hallbjöm nú þegar kannski mestu erfiðleikamir em að baki? ,,Ég get ekki svarað því öðm vísi en svo, að hér hafi gerst ótrúlegir hlutir. Mér finnst að það sem þetta er orðið í dag, sé ekki hægt að skýra á annan hátt en yfimáttúrulegir hlutir hafi gerst. Á þeirri stundu sem þú lýstir, hefði ég aldrei trúað á að ég ætti eftir að upplifa þá daga sem liðnir eru síðan og að hlut- imir hafi þróast á jafnöran og jákvæðan hátt.” Sýnist þér að Kántrfbær sé búinn að öðlast traustan sess? „Já ég tel að hann sé búinn að öðlast mjög fastan sess hjá landanum. Eg lít bara bjöHum augum á framtíðina og þessi viðurkenning styrkir mig í þeirri trú að ég sé á réttri braut”, sagði Hallbjöm að endingu. Hallbjörn á spjalli í hljóðstofu Kántríútvarpsins við stjómar- menn í Invest, þau Elínborgu Hilmarsdóttur á Hrauni og Olaf Oskarsson í Víðidalstungu. Ljósmynda- og sögu- sýning hjá sýslumanni Ljósmynda- og sögusýning SFR verður sett upp í húsnæði Sýslumanns, Suðurgötu 1, Sauð- árkróki, og mun hún standa þar ffá 24. janúar til 3. febrúar. Starfsmannafélag ríkisstofn- ana varð 60 ára í nóvember á síð- asta ári. í tilefni þess hefur félag- ið sett saman Ljósmynda- og sögusýningu SFR í samvinnu við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Sýningin er farandsýning og vill félagið á þann hátt láta sérstakan viðburð tengdan afmælisárinu ferðast um allt land, þ.e. að af- mælisdagskrá komi til félags- manna. í byrjun síðasta árs var strax farið að vinna að hugmyndinni. Leitað var eftir samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur til að koma verkinu í framkvæmd. Nokkur tími fór í að útfæra hug- myndir að útliti og innihaldi sýn- ingarinnar. Efni, og þá einkum ljósmyndir, voru af skomum skammti og fyrirsjánlegt að mik- il vinna færi í að hafa upp á því. Svo heppilega vildi til að Þoríeif- ur Óskarsson sagnfræðingur er að skrifa sögu félagsins og hefur hann gegnt lykilhlutverki í efnis- öflun vegna sýningarinnar. Lánatryggingasjóður kvenna auglýsir et’tir umsóknum Meginmarkmið Lánatryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni. Ábyrgðin er veitt á grundvelli mats á arðsemi viðskiptahugmyndarinnar. Uthlutun úr sjóðnum er tvisvar á ári, febrúar og júlí. Lánatryggingasjóður kvenna er tilraunaverkefni til þriggja ára. Að verkefhinu standa félagsmálaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið og Reykjavíkurborg. Vinnumálastofhun annast umsýslu sjóðsins. Skilyrði fyrir ábyrgðarveitingu eru m.a. eftirfarandi: • að verkefnið sé í eigu kvenna og stjómað af konum • að ábyrgð sé verkefhatengd þ.e. ábyrgðir em veittar vegna ákveðinna nýsköpunarverkefna, en ekki em veittar ábyrgðir vegna t.d. rekstrarlána til starfandi fýrirtækja • að verkefnið sé á byrjunarstigi • að minnsta lán sé 1,0 m.kr. og minnsta lánatrygging 0,5 m.kr. Ekki er um að ræða sérstök umsóknareyðublöð, en umsókn skulu fylgja: • Framkvæmda- og fjárhagsáætlun fyrir verkefnið • Ársreikningar og skattaskýrsla sl. tveggja ára Nánari upplýsingar em veittar f Vinnumálastofhun og á skrifstofu Byggðastofnunar. Umsóknarfrestur um lánatryggingu er til 25. febrúar 2000 og ber að skila umsóknum til Vinnumálastofnunar, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu eða til Byggðastofnunar í Reykjavík. Lánatryggingasjóður kvenna Byggðastofnun Kristján Pór Guðfmnsson Engjateigur 3 105 Reykjavík Sími 560-5400 Bréfsími 560-5499 Netfang kristjan@bygg.is Lánatryggingasjóður kvenna Vinnumálastofnun Margrét Kr. Gunnarsdóttir Hafnarhúsið, Tryggvagötu 101 Reykjavík Sími 511 2500 Bréfsími 511 2520 Netfang: margret.gunnarsdottir@vmst.stjr.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.