Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 3/2000 Kýrnar í sátt og samlyndi í nýja íjósinu á Bessastöðum Jóhann í mjaltabásnum, þar sem átta kýr eru mjólkaðar í einu við mjög góð vinnuskilyrði. Mjaltir taka nú þrisvar sinnum skemmri tíma en áður. laginu var maður að beygja sig um 10 sinnum fyrir hverri kú yfir daginn, og fyrir þá sem eru með 30 kýr, þá er það 300 sinn- um á dag, þannig að þetta skipt- ir miklu máli hvað vinnuálag snertir og verður til bættrar heislu.” - Þannig að svona fullkomin hjarðfjós koma þá væntanlega til með að lengja starfsævi bóndans? „Já alveg hiklaust, það getur sjálfsagt munað talsvert mörg- um árum, og eins og þú sérð þá virðist þetta ganga ágætlega. Kýmar nota básana og þó að flórinn sé ekki þurr, þá eru þær tiltölulega hreinar og básamir þrifalegir. Við lögðum líka mik- ið upp úr því að vera með gott loftræstikerfi og það á eftir að nýtast enn betur þegar við emm búin að fjölga í fjósinu.” - Hvað tekur fjósið margar kýr og hvenær verðið þið búin Útlagður kostnaður er um 12 milljónir króna, en eigin vinna ásamt vinnuframlagi nágranna og vina og vandamanna er hægt að meta á um þrjár milljónir króna. Já við reiknum með að þurfa að þrefalda mjólkurkvót- ann frá því sem hann er núna.“ Því miður var Guðný ekki heima við þegar blaðamaður Feykis kom í heimsókn á föstu- daginn. Hún þurfti að skreppa á Hvammstanga til útréttinga, en það var einmitt verið að undir- búa „opin dag” á Bessastöðum á laugardaginn, þar sem gestum og gangandi bauðst að koma og skoða hjarðfjósið. Það var einmitt í boðbréfi þessu sem hugmyndin kom að uppsetn- ingu þessa pistils, en það voru þær Iðunn, Pikkólína og hinar kusumar sem buðu, en fóru þess góðfúslega á leit við gesti að þeir kæmu ekki með riðuveiki, gamaveiki, fjárkláða, júgur- Guðný Bjömdóttir bóndi og ráðunautur á Bessasstöðum flytur fyrirlestur um nautgriparækt á ráðstefnunni landbúnaður til framtíðar á Hvammstanga á Iiðnu sumri. að fylla það? „Það tekur um 35 kýr og ég spái því að við verðum búin að fullnýta það eftir þrjú ár. Við fáum það mikið að kvígukálfum í uppeldi að það á alveg að ganga upp.” - En þú þarft væntanlega að bæta við mjólkurkvótann og eru það ekki kostnaðarsamt til viðbótar við ijósbygginguna? „Við höfum svo sem sloppið sæmilega varðandi bygginguna. bólgu, salmonellu eða aðra þrá- láta sjúkdóma eða sjúkdóms- valda með sér. Guðný sagði að margir hefðu komið og skoðað fjósið, ótrúlega margir miðað við hvassviðrið sem þá var um dag- inn. Fólki hefði litist mjög vel á aðstöðuna og kýmar tóku gest- unum fegnandi. Það hljóp í þær galsi og þær brugðu á leik eins og á vori væri, enda það kannski í takt við hitastig dagsins. Kýmar eru mjög spakar á básunum og hafa vanist flórunum og sköfukerfinu. Allar innrétt- ingar og sköfubúnaður var fengin hjá Vélavali í Vamiahlíð. Þær Iðunn, Pikkólína og kó vom fljótar að laga sig að sköfu- kerfinu og strax og þær heyra að tékkamir sem knýja sköfumar fara af stað, þá færa þær sig upp á básinn til að vera ekki fyrir. Þær vom Iíka fljótar að komast á bragðið með skipulag varð- andi notkun á fóðurbætisbásn- Núna rétt fyrir jólin, á Þorláksmessudag, urðu talsverð umskipti í lífi kúnna á Bessastöðum á Heggstaðanesi í Húnaþingi vestra. Þá fengu þær að flytja í nýja fjósið, sem byrjað var að byggja á liðnu vori og var síðan reist nú í haust, eða reyndar eftir að vetur gekk í garð. Þetta er hjarðfjós og nú hafa þær Iðunn, Pikkólína og hinar kusumar félagsskap hver af annarri, en margir sérfræð- ingar vilja meina að félagslyndi sé kúnum eðlislægt eins og fleiri dýrategundum. Það eru ein 20 ár síðan að hjarðfjós fóru að ryðja sér til rúms víða í Evrópu og eru orðin allsráðandi þar að sögn Jóhanns Magnússonar bónda á Bessastöðum, en það er reyndar húsfreyjan þar á bæ sem ekkert síður telst fyrir búina á Bessastöðum, Guðný Bjömsdóttir, en bæði em þau með kantidatspróf í búfræði frá Hvanneyri. Að sögn Jóhanns gekk vel að koma kúnum í fjósið. Þau vom þrjú við mjaldmar fyrsta daginn, en fljótlega vöndust kýmar að- stæðum og þegar blaðamaður Feykis leit í heimsókn nú fyrir helgina vom kýmar hinar spök- ustu og greinilega í mjög góðu andlegu ásigkomulagi, þannig að ekki vottaði fyrir minnstu styggð. A básunum þeirra Iðunnar, Pikkólínu og hinna eru mottur, 10 sentimetra þykkar og em þær með gúmmíspænis-fyllingu, sem líkir eftir mjúkleika hagans, þannig að það fer vel um þær á básunum. Flóramirem tveggja og þriggja metra breiðir og um þá fara fjórum sinnum á sólar- hring sköfur sem hreinsa allan skít út í enda hússins, þar sem hann fer niður í þró og þar er annað sköfukerfi sem færir hús- dýraáburðinn í haughúsið undir fjárhúsunum, sem em rétt við hliðina. En helsti spamaður þeirra Bessastaðabænda við fjósbygginguna var að nýta þetta gamla haughús. um og fara þangað orðið á viss- um tímum þannig að til árekstra kemur ekki. í fjósinu er mjaltabás þar sem hægt er að mjólka átta kýr í einu. Ekki þarf orðið að reka kýrnar inn í mjaltabásinn. Þær koma þangað sjálviljugar og mjaltatækin em þannig búin að þau nudda spenana og næstu svæði á júgrinu í byrjun mjalta og að mati Jóhanns bónda verða kýmar við þetta nokkuð jafn- gjafmildar á mjólkina, og treg- mjólka kýr em mun þjálli en áður. En hverjir em helstu kost- imir við hjarðfjósið? „Það er vinnuspamaðurinn og vinnuaðstaðan sent er miklu betri en í hefðbundnum fjósum. Það tekur okkur tuttugu mínútur að mjólka þessar sextán kýr sem em í fjósinu núna, en tók klukkutíma áður. Þá er hæð tækjarýmis í mjaltabásnum miðuð við það að maður þurfi aldrei að beygja sig og vinni öll verk í þægilegustu hæð, í stað þess að með gamla fyrirkomu- Kýrnar eru með örmerki í ól um hálsinn og tölvustýrður búnaðurinn skammtar þeini það sem þeim ber í fóðurbætis- básnum, svo enginn fær meira á kostnað annarrar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.