Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 5
3/2000 FEYKIR5 Undir Borginni Oítast eru tvær veislur taldar betri en ein Þá er árið 2000 gengið í garð og hvað segir það okkur ? Frá náttúrulegu sjónarmiði hefurekkert gerst, sjórinn er eins með öldur sínar og fjöllin gnæfa sem fyrr í bláu veldi sínu, jörðin er græn og hvít eftir árs- tíðum og allt við það sama. Hvað veldur því þá að milljónir manna virðast telja að óskaplega mikilvæg kaflaskil hafi átt sér stað ? Jú, skýringin er í sjálfu sér ósköp einföld, menn eru að tala um nýja öld og nýtt árþúsund! Allt það sára, blóðidrifna og bölvaða við síðustu öld,já,allt síðasta árþúsund á nú að heyra sög- unni til, menn ætla að byrja upp á nýtt með betri tíð og blóm í haga! Alltaf er ljúft og gott að heyra hvað menn eru já- kvæðir og góðir í sér, þó það sýni sig reyndar aðallega í byrjun nýrra tíma og við örvun stórra væntinga .Og auðvitað er mannfólkið alltaf til með að grípa lifandi tilbreytingu þegar hún býðst fyrir magnaðan tilverkn- að fjölmiðla og annarra góðgerðarafla þjóðfélagsins. Svo er himinninn málaður í öllum regnbogans litum á áramótum og mörg hundruð milljónir brenna upp fyrir ánægju hins dýra augnabliks. En ekkert hefur í raun breyst, það er aðeins skeikul hugsun mannsins sem orsakar þennan hamagang og þessi gleðilæti. Reikningskúnst er ástæðan og dæmið er vafasamt í meira lagi og svarið við því engan veginn á hreinu. Samkvæmt aldagömlum skilningi á forsendum tíma- talsins er enn eitt ár í aldamótin nú og þeir sem eru þegar búnir að halda upp á aldamót með glæstum hætti munu vafalaust flestir gera það aftur að ári. Oftast eru tvær veislur taldar betri en ein og sölu- menn viðskiptalífsins munu þegar hafa gert sér grein fyrir þeim góðu möguleikum sem á því eru að selja aldamótin tvisvar. Fæðing Krists hefur sennilega átt sér stað 4 til 6 árum fyrir árið 1 svo árþúsundamót eru þegar vel í þátíð með tilliti til þeirrar staðreyndar. Skin og skúrir í körfuboltanum Tindastólsmenn hafa átt misjöfnu gengi að fagna í körfuboltanum síðustu vikuna. Þeir náðu mjög góð- um leik gegn KR-ingum í Vesturbænum sl. fimmtu- dagskvöld, sigruðu með 86:80 eftir að hafa leitt all- an leikinn. í þessum leik fór Shawn Mayers fyrir Tindastólsliðinu og Kristinn Friðriksson átti einnig mjög góðan leik. Það leit ágætlega út framan af í frestaða leiknum á móti Haukum sem fram fór í fyrrakvöld. Tinda- stólsmenn voru sex stigum yfir í leikhléi, en Grind- víkingarnir voru hittnari og ákveðnari í seinni hálf- leiknum. Þeir náðu að snúa taflinu sér í vil og sigra með tólf stiga mun, 99:87. Tindastóll missti við tapið af möguleikanum að komast upp að hlið efstu liðanna Njarðvíkinga og Grindvíkinga, en er nú í þriðja til fimmta sætinu ásamt Haukum og KR-ingum. Auglýsing í Feyki ber árangur Menn hafa einfaldlega sett punkt á tiltekinn stað og dansa svo í kringum hann eins og Israelsmenn forðum í kringum gullkálfinn sem þeir bjuggu til. Á komandi öld munu menn vafalítið halda uppteknum hætti, þeir munu efna til styrjalda og einræði auðsins mun sennilega fara hamförum um heiminn í enn rfk- ari mæli en hingað til. Andstæða allsnægta og alls- leysis mun verða enn meira áberandi. Tækniaðallinn mun byggja sér enn hærri stall í mannfélaginu og njóta tilbeiðslu vísindatrúarlýðsins. Fyrirlitningin á gildi mannslífa mun vaxa samfara því sem okkur mun fjölga á þessari jörð okkar. Auðgildi mun drottna yfir manngildi, guðleysi mun ná æ sterkari tökum á þjóðum heimsins og lífshættimir munu taka æ meira mið af almætti Mammons. Sú framvinda verður tná- lega óstöðvandi og enginn mannlegur máttur mun geta risið þar í gegn. Það sem á að verða mun fram koma. Gífurlegar náttúruhamfarir munu að öllum líkind- um verða á komandi árum og í þeim munu ríki sem standa hátt í dag hníga að velli og sundrast. Þar á meðal tel ég ríki sem senn hefur fyllt blóðbikar sinn svo út úr flóir. Hræðileg eyðilegging er þar yfirvof- andi innan fárra ára. Heimur án Guðs er ekki heimur sem á sér framtíð. Það munu margir sjá og skilja inn- an tíðar. Hér er máluð dökk mynd sem varar við vænting- um um betri tíð. Það er sannfæring mín að svona muni mál þróast uns endalokin ríða yfir. Það er ekki hægt að spá fyrir um heill og hamingju þegar öll teikn á himni raunveruleikans benda á gagn- stæða þróun. Sjálfsblekking mannkynsins mun engu breyta um fyrirsjáanlega niðurstöðu. Hringrás þróun- arinnar fer enn einu sinni að lokast og nýtt upphaf er í hendi þess sem öllu ræður. Við mannfólkið erum sandkorn á strönd eilífðarinnar . Meðan Náð Guðs varir í lífí okkar erum við líka neistar frá hinni Eilífu Uppsprettu. Sá sem treystir Skapara sínum þarf ekki að óttast neitt, jafnvel þó framtíðin sé dökk. Hann felur sig á hönd hinum allsvaldandi Guði og gengur veginn óhræddur. Það er ekki að ástæðulausu að miðvers Heilagrar Ritningar hljóðar þannig: „- Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönn- um". Eina varanlega skjólið í váþrunginni veröld er sem fyrr hjá Guði vors lands. Ritað á Nýársdag árið 2000 eftir áætlaðri fæðingu Krists. Rúnar Krístjánsson. Bændur í Skagafirði athugið! Fundur um áburðarmál Áburðarverksmiðjan hf. heldur almennan fund um áburðarmál að Hótel Varmahlíð, föstudaginn 21. janúar kl. 14.00. Allir velkomnir. ABURÐARVERKSMIÐJAN HF. Gufunesi -128 Reykjavik - Simi 580 3200 - Fax 580 3209 www.aburdur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.