Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 7
3/2000 FEYKIR 7 Fundaröð „vinstri- grænna" byrjuð Á miðvikudag í síðustu viku hófst fundarröð Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs undir yfirskriftinni Græn framtíð: At- vinna - umhverfi - velferð. Um er að ræða opna almenna fundi þar sem sérstök áhersla verður lögð á sjálfbæra græna atvinnu- stefnu og nýtt endurreisnar- og umbótaskeið í velferðarmálum. Þetta er baráttumál sem Vinstri- hreyfingin - grænt framboð legg- ur áherslu á. Fyrsti fundurinn var haldinn sl. miðvikudag á Kaffi Krók á Sauðárkróki. Framsögumenn voru alþingismennirnir Jón Bjamason og Steingrímur J. Sig- fússon. Fundurinn var fjölsóttur og mikill hugur í fundarmönn- um. Steingrímur gerði grein fyr- ir stefnu og áherslum flokksins og þeirri nýju framtíðarsýn sem þar eru boðin. Jón Bjarnason ræddi um þinghaldið og helstu mál haust- þingsins. Sagði hann að þing- menn „vinstri grænna" styddu góð mál á þingi óháð hver flytti þau og beittu öflugri viðspyrnu gegn þeim málum sem til óheilla horfa og eru andstæð framtíðar- sýn flokksins. Byggðamál voru rædd og lögð áhersla á endur- heimt forgangsréttar íbúanna meðfram ströndum landsins til nýtingar fískimiðanna á grunn- slóð. Jón fjallaði sérstaklega um eflingu menntunar-, rannsókna og annars þekkingariðnaðar og hvatti til þess að sveitarfélög á svæðinu í samstarfi við Hóla- skóla, Fjölbrautaskóla Norður- lands vestra, rannsókna- og þró- unarstofnanir og iðnfyrirtæki stofnuðu til sérhæfðs tæknihá- skóla í Skagafírði. Að mati Jóns þarf að breyta hinu almenna menntakerfi í landinu þannig að ungt fólk geti stundað lengur nám í sinni heimabyggð, þó ekki væri nema til 17 eða 18 ára ald- urs og fjölskyldan búið lengur saman sem ein heild og hver stutt annan. Menntun og velferð fjöl- skyldulífsins verði að fara sam- an. í þessari kynningarferð um landið stefnir Vinstri hreyfingin grænt framboð að því að halda einn til tvo fundi í viku fram á vor, ýmist á miðvikudögum eða fimmtudögum, en hver fundur verður auglýstur sérstaklega. Næstu fundir verða í Vestmanna- eyjum 20. janúar og á Austur- landi 26. janúar og síðan verður haldið áfram í öllum kjördæm- um. (fréttatilkynning) Samstarf um sölu á áburði Sláturfélag Suðurlands og Aburðarverksmiðjan hafa gert með sér samkomulag um sölu áburðar frá Áburðarverksmiðj- unni. A síðasta árí annaðist SS sölu á áburði sem nemur um 15% af heildarsölu Áburðarverk- smiðjunnar. Samkomulagið felur í sér að viðskiptavinir SS geta hvort heldur sem er skilað áburð- arpöntunum beint til SS eða Aburðarverksmiðjunnar auk þess að geta greitt fyrir áburðinn með innleggi afurða. Samkomu- lagið var staðfest, mánudaginn 20. desember sl. af Bjarna Krist- jánssyni forstjóra Aburðarverk- smiðjunnar og Steinþóri Skúla- syni forstjóra SS. Með þessu samkomulagi vill SS tryggja gæði og hreinleika af- urða sinna þar sem ljóst er að er- lendur áburður er mjög misjafn að gæðum. Áburður Áburðar- verksmiðjunnar er hins vegar framleiddur úr úrvals hráefnum og með hreinni endurnýjanlegri orku. Hann er því eins vistvænn og framast er unnt. Með því að stuðla að notkun áburðar frá Aburðarverksmiðj- unni er SS einnig að tryggja að bændur í viðskiptum við SS nái hámarks árangri í framleiðslu landbúnaðarafurða. Áburðar- verksmiðjan hefur í 45 ár lagað áburð sinn að íslenskum aðstæð- um. Fjöldi tegunda auðveldar bændum að fá nákvæmlega þau næringarefni jarðvegs sem þeir þurfa og uppleysanleiki áburðar- ins er í samræmi við íslenska veðráttu. Vegna þessara eigin- leika gæti þurft tugum prósenta meira af erlendum áburði til þess að fá sömu uppskeru. Þá eru aðal áburðartegundir Aburðarverk- smiðjunnar einkoma sem þýðir að öll aðalnæringarefni gróðurs eru í einu og sama áburðarkorn- inu. Ætla má að nýting slíks ein- korna áburðar sé um 10-20% betri en fjölkorna áburðar eftir aðstæðum. Aburðarverksmiðjan og SS hafa einnig ákveðið að efla samvinnu sína við áburðar- framleiðsludeild Norsk Hydro um rannsóknir og þróun en Aburðarverksmiðjan hefur um árabil keypt hráefni frá Norsk Hydro. Sem liður í þessu verður til sölu áburður frá Norsk Hydro í takmörkuðu magni. (fréttatilk.) Kýr til sölu! Allar skýrslufærðar með lága frumutölu. Hluti af þeim eru nýlega bornar og fengnar. Aðrar komnar að burði. Nánari upplýsingar í síma 453 8057. Okeypis smáar Tilsölu! Til sölu notuð 12 kílóvatta hitabúba, ásamt fylgi- hlutum. Selst ódýrt. Halldór Hafstað í síma 453 6745. Til sölu tveggja sleða kerra. Upplýsingar í síma 453 8037. Til sölu Bens mótor 314. Upplýsingar í síma 453 8043. Nokkrar kefldar kvígur til sölu og einnig tvö til þrjú vindblesótt folöld. Upplýs- ingar í síma 896 3088. Félagsvist! Félagsvist, þriggja kvölda keppni, hefst í Melsgili föstudaginn21. janúarkl. 21. Verðlaun - Kaffíveitingar. Kvenfélagið. Hlutir óskast! Ódýrt sjónvarps- og myndbandstæki óskast. Hringiðísíma 867 2749. Húsnæði! íbúð til leigu. Upplýsingar í síma 453 6665 á kvöldin. Feykir sími 453 5757 fax 453 6703 t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför Hrólfs Jóhannessonar frá Kolgröf Börn, tengdabörn og barnabörn. cq h^Tr^ Laust starf við Hólaskóla Auglýst er staða svæðisumsjónarmanns við Hólaskóla. Starfið felst m.a. í eftirliti með fasteignum og búnaði staðarins auk ýmiss konar viðhaldi. Æskilegt er að viðkomandi hafi iðnmenntun og meirapróf. Umsóknir skulu verða skriflegar og þeim þarf að fylgja upplýsingar um menntun og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 31. janúar 2000. Frekari upplýsingar veitir Skúli Skúlason skólameistari í síma 453 6300. Hólaskóli, Hólum Hjaltadal, 551 Sauðárkrókur. www.holar.is Svæðisvinnumiðlun Norðurlandi vestra Óskar eftir að ráða starfsmann í 75% starf á Sauðárkróki. Ráðið verður í starfið fyrst til átta mánaða og umfang þess og reynsla metin að því loknu. Starfsmaðurinn verður staðsettur í Stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki. Um er að ræða starf við skráningu á atvinnuleysi, vinnumiðlun, ráðgjöf fyrir atvinnuleitendur og samskipti við fyrirtæki. Viðkomandi þarf að vera jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum. Æskilegt er að umsækjandi hafi góða þekkingu á vinnumarkaðinum og menntakerfinu. Gerð er krafa um háskólamenntun og/eða mikla reynslu af vinnumarkaðsmálum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsferil skal skila til: Svæðisvinnumiðlunar Norðurlands vestra Þverbraut 1, 540 Blönduósi. Umsóknarfrestur er tíl 27. janúar 2000. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Richardsson forstöðumaður í síma 455 4200.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.