Feykir


Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 19.01.2000, Blaðsíða 8
Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra 19. janúar 2000,3. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hæstu ávöxtun íáratug! L "^ Landsbanki > íslands í forystu til iramttðar ÚtibúlS ó Sauðárkróki - S: 453 5353 11 j | I jjrji 1 1 liii/2 .i l 1 i Hf I iililfi,; /3r ^ ' 1(1 1 > w' 0M II 11 H~ FI '! t Hólahrossin í nýju innréttíngunni ásamt Agli Þórarinssyni kennara og Víkingi Gunnarssyni deildarstjóra við hrossaræktarbrautína, Halldóri Steinssyni frá KS á Eyri sem sá um útveg- un innréttinganna, Antoni Níelssyni kennara við Hrossaræktarbrautína, Skúla Skúlasyni skólameistara og Árnýju Elvu Helgadóttur fjármálastjóra Hólaskóla. Mynd/Valgeir Bj. Hólahrossin í nýjar innréttingar Nemendahesthúsin á Hólum fengu heldur bet- ur andlitslyftingu í byrjun ársins. Þar voru settar upp stíur fyrir 32 hesta. Stíurnar koma frá fyrir- tækinu Fremtiden í Danmörku og eru fluttar inn af KS Eyri. Hönnun þeirra var unnin í samsarfi þessara fyrirtækja og Hólaskóla. Nýju stíurnar eru sérstaklega öflugar og smekklegar auk þess sem uppsetning þeirra tók aðeins nokkra daga. Hestamenn eru velkomnir Heim að Hólum að líta á herlegheitin, segir í tilkynningu frá Hólum. Heimir á heimssýninguna Karlakórinn Heimir verður meðal íslensks listafólks sem kemur fram á séstökum ís- landsdegi 30. ágiíst nk. á Heimssýningunni í Hannover í Þýskalandi. Kórinn mun koma fram og syngja þrisvar sinnum þennan dag og er ennþá að minnsta kosti eini kórinn sem gengið hefur verið frá að syngi á þessum íslenska listadegi í Hannover. „Þetta er skemmti- legt tækifæri sem okkur gefst þama og mikil viðurkenning til kórsins", segir Þorvaldur G. Óskarsson formaður Heimis. Að sögn Þorvaldar var á síð- asta sumri auglýst eftir þeim sem áhuga hefðu að taka þátt í þessari Islandsdagskrá á Heimssýningunni. „Okkur fannst rétt að láta vita af því að við hefðum áhuga, en maður reiknaði svo sem ekkert með því að við yrðum þarna fyrir valinu. En þetta er mjög skemmtilegt og heldur okkur við efnið að gera vandaða og góða hluti", sagði Þorvaldur. Sem kunnugt er héldu Heimis- menn velheppnaða Þráttaánda- skemmtun um næstsíðustu helgi og þar voru frumflutt fjög- ur ný lög á söngskránni og fleiri munu bætast við í vetur. Og þessi þátttaka í Hannover þýðir að kórinn verður að halda við æfíngum næsta sumar. Það verður ekki annað sagt en Hemismenn séu að verða sigldir menn, en þeir hafa ferð- ast víða um heim og sungið og alltaf bætast fleiri staðir við. Kórinn fór síðast til Færeyja á liðnu vori. Menntamálaráðu- neytið veitir góðan styrk til Hannover-fararinnar, en Heim- ismenn þurfa einnig að leggja þar talsvert á móti. Að sögn Guðnýjar Helgadóttur hjá lista- og safhadeild menntamálaráðu- neytisins er ekki unnt á þessari stundu að skýra frá þátttöku annars listafólks í Islandsdegin- um, þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við ein- staka aðila. Fjaiviiuislufyrirtæki stofíiað á Tanganum Nýlega var stofnað á Hvammstanga félagið Forsvar og mun samnefnt fyrirtæki á þess vegum starfrækja alhliða viðskiptaþjónustu. Annars veg- ar bókhalds- og endurskoðun- arþjónustu og hins vegar fjar- vinnslu, símaþjónustu og aðra skylda starfsemi. Stofnendur eru nokkrir einstaklingar á Hvammstanga auk Húnaþings vestra og Hagfélagsins Fram- kvæmdastjóri er Karl Sigur- geirsson og stjórnarformaður Bjarni Þór Einarsson. Félagið hefur keypt bók- haldsstofu sem Haukur Frið- riksson starfrækti og einnig mun það yfirtaka rekstur bók- haldsstofunnar Döggva. Að sögn Karls Sigurgeirssonar er meiningin að ráða innan skamms vel menntaðan bók- haldsmann, auk þess sem í sigt- inu eru ýmiss verkefni er tengj- ast fjarvinnslu. „Við vonumst til að þessi starfsemi geti veitt nokkur störf. Fólk af svæðinu hefur haft sam- band við okkur og það er greini- lega áhugi fyrir því að takast á við verkefni sem vonandi koma til með að auka fjölbreytnina á vinnumarkaðnum hér. Fólk hef- ur greinilega væntingar til þess- arar starfsemi og við höfum ver- ið að kynna okkur gagnvart ná- grönnunum bæði í austursýsl- unni og á Ströndunum, enda höfum við fullan hug á að vinna með nágrönnum okkar", segir Karl Sigurgeirsson. Karl sagði ekki meininguna að fara af stað með neinum gassagangi. „Við ætlum að hafa frumkvæði að öflun fjarvinnslu- verkefna og munu þau m.a. ráð- ast af því fólki sem fæst til starfa", sagði Karl og aðspurður sagði hann menn ágætlega bjaitsýna þrátt fyrir fréttir um að seint gengi með verkefni fyrir fjarvinnslur víða um land. Þá verður Forsvar með formleg tengsl við KMPG End- urskoðun, sem er virt fyrirtæki á sviði endurskoðunar, áætlana- gerðar og lögfræðiþjónustu. Orri lqörínn í stjórn Byggðastofhunar Orri Hlöðversson fram- kvæmdastjóri Atvinnuþróunarfé- lagsins Hrings er einn stjórnar- manna í nýrri stjórn Byggða- stofnunar sem Valgerður Sverris- dóttir iðnaðarráðherra skipaði í gær. Orri er eini Norðlendingur- inn í stjórninni, en í síðustu stjóm Byggðastofhunar voru meðal annarra Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður og Sigbjöm Gunnarsson fyrrv. alþm. og sveitarstjóri í Mývatnssveit. Það er Kristinn H. Gunnars- son alþingismaður Vestfjörðum sem er stjórnarformaður. Auk hans og Orra eru í stjórninni: Einar Kr. Guðfinsson alþingis- maður Vestfjörðum, Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður Aust- urlandi, Guðjón Guðmundsson alþingismaður Vesturlandi, séra Karl Matthíasson varaþingmaður Vestfjörðum og séra Gunnlaugur Stefánson fyrrv. alþingismaður Austurlandi. I varastjóm eru m. a. Anna Kristín Gunnarsdóttir varaþingmaður Norðurlandi vestra, Orlygur Hnefill Jónsson varaþingmaður Norðurlandi eystra og Kristján Pálsson al- þingismaður Reykjanesi. GLEDUEGA. NYJA GLD! BOE^BDÐ BRYUJAES

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.