Feykir


Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Áburðarmálin hafa brunnið á bændum að undanfórnu og snarpar umræður urðu á fundi sem fulltrúar Áburðarverksmiðjunnar héldu í Hótel Varmahlíð sl. föstudag. Hér hefur Leifur Þórarinsson bóndi í Keldudal brugðið sér í ræðustól og á orðastað við Harald J. Haraldsson og þá fulltrúa Aburðarverks- miðjunnar. Meira um áburðarmálin á síðu 2. í dag. Skert þjónusta í útsölum ÁTVR út um landið Um næstu mánaðamót mun vöruteg- undum í flestum útsölum ATVR fækka stórlega í kjölfar breyttra reglna um innkaup og sölu áfengis og er þetta gert í skjóli hagræðingar hjá ÁTVR. Afengistegundum mun t.d. fækka um helming í útsölu ATVR á Sauðárkóki og segist Stefán Guð- mundsson útsölustjóri vera ákaflega ósátturmeðaðútsölunniségert ó- kleift að veita sem mesta og besta þjónstu eins og lagt hefur verið kapp á. Utsölustjórar víða um land munu vera mjögóanægðirmeð breyunguna. Með nýju reglunum eru það einungis verslanir ÁTVR í Heiðnlnu og Kringl- unni sem fá að selja allar tegundir áfeng- is í svokölluðum kjarnaflokk. Aðrar út- sölur eru allar skertar, mismikið eftir flokkun þeirra. Þannig fá útibúin á höf- uðborgarsvæðinu og í mesta þéttbýlinu, s.s. á Akureyri, að selja 400 tegundur. Útibúin á Akranesi, Borgarnesi, Egils- stöðum, Isafirði, Sauðárkróki og Vest- mannaeyjum fá að hámarki 280 söluteg- undir í kjarna. Að hámarki 170 tegundir fást á Siglufirði, Blönduósi, Húsavík, Dalvík, Neskaupstað, Höfn og Grinda- vík. Hámark kjamavöru í öðrum vínbúð- um eru 80 tegundir. Útsölustjórar óttast að þessi skerðing verði til þess að salan færist meir yfir til stóru útibúanna og t.d. muni ferðafólk beina viðskiptum sínum þangað í aukn- um mæli. Þáer vitað af óánægju sveitar- stjórnarmanna sem finnst að með þess- ari aðgerð sé enn gengið á hlut lands- byggðarinnar hvað þjónustu varðar, þar sem hér sé um vörutegund að ræða sem fólk vilji hafa val um, og þessi aðgerð komi til með að hafa áhrif á kaup á annarri þjónustu. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Fjölnet chf hefur mikil framtíðarplön Vill leggja ljósleiðara net um Sauðárkrók Félagið Fjölnet ehf. sem stofnað var í Skagafirði á liðnu ári, hefur á prjónunum að leggja ljósleiðaranet um Sauðárkrók og jafnvel út um héraðið. Netinu er ætlað að stórbæta og auka tölvusamband á svæðinu og auk þess flytja sjónvarpsmerki. Sem dæmi um aukna flutningsgetu með tílkomu þessa kerfis er áætlað að hraði í tölvusamskiptum verði fímmtánhundrauðfaldur á við venjulegt ISDN-samband. Þegar er farið að tengja fyrirtæki og stofhan- ir ljósleiðarasambandi. Sem komið er standa þrír aðilar að Fjölneti ehf. Það eru Element, At- vinnuþróunarfélagið Hringur og Fjár- vaki, en áætlað er að fleiri aðilum verði gefinn kostur á þátttöku í félag- inu. Langtímamarkmið Fjölnets er að tengja saman öll fyrirtæki, stofnanir og heimili á Sauðárkróki og áætlað er miðjan í ljósleiðaranetinu verði í hús- næði Elements þaðan sem kerfið er rek- ið. Páll Kolbeinsson framkvæmda- stjóri Elements segir að ef vel takist til og þessi áform verði að veruleika, muni þau hafa heilmikla þýðingu fyr- ir byggðarlagið. Samtenging fyrir- tækja og stofnana skapi ýmsa mögu- leika, svo sem samnýtingu hugbúnað- ar og vélbúnaðar og sjáist þess þegar merki. íbúarnir fái hagkvæmt, öflugt og stöðugt samband um víða veröld, tölvusamband, símasamband og að- gang að sjónvarpsmerkjum. Þetta skapi stóraukna möguleika fólks til aukinnar heimavinnu við tölvumar. Páll Kolbeinsson segir að Element sé með þátttöku sinni í Fjölneti, að taka þátt í samkeppninni. Markmiðið sé að koma upp tæknivæddu umhverfi sem gerir fyrirtækjum og fólki kleift að keppa á lands- og alþjóðamarkaði. Flýta sér um of á blótin Geysileg umferð var um þjóðveg eitt um helgina og mikið að gera hjá lögreglunni á Blönduósi í eftirliti. Þeir voru margir ökumennirnir sem gerðu sig seka um of hraðan akstur, 35 tals- ins, og að auki voru þrír teknir fyrir meinta ölvun við akstur. Að sögn lög- reglunnar virtist sem fólk væri einum of að flýta sér á þorrablótin og að ein- staka maður hafi byrjað gleðina of snemma. Þá hefur Blönduóslögreglan einnig þurft að ýta á eftir bifreiðaeigendum með að færa bíla sína til skoðunar. Þannig fengu 30 bílaeigendur sektar- miða um helgina fyrir að hafa dregið þetta úr hömlu og það er dýrt, því þeir þurfa að greiða átta þúsund krónur til viðbótar skoðunargjaldinu. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki var rólegt um helgina. Einn ökumaður var tekinn vegna meintrar ölvunar. En sömu sögu er að segja þar um seina- gang fólks að færa bifreiðir sínar til skoðunar. Þeir eru um þrjátíu sem hafa fengið sektarmiða vegna þessa. Æ& bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargala Ib 550 Sauíárkrókur Fax:453 6140 # Bílavidgerdir Hjólbarðaviðgerðir Réttingar jfc Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.