Feykir


Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 4/2000 Þorrablót hjá Skag- firðingum syðra Skagfirðingar sunnan heiða halda sitt árlega þorrablót í fé- lagsheimilinu Drangey Stakka- hlíð 17 nk. laugardag 29. janúar. Hefst blótið klukkan 19, en hús- ið verður opnað kl. 18,30. Miða- verð er kr. 2.500. Ágóði af skemmtuninni rennur í hússjóð Drangeyjar. Þeir sem standa að undirbún- ingi er Skagfirska söngsveitin, kórinn Drangey og Skagfirð- ingafélagið. Meðal annars verð- ur til skemmtunar söngur og hagyrðingaþáttur, en það er Sveinn Ingason sem sér um músíkina og leikur fyrir dansi fram eftir nóttu. Ný stjórn tók við fyrir 10 dögum í Skagfirsku söngsveit- inni og er Sigurbjörn Guðnason þar formaður. Ennfremur urðu stjórnarskipti í Skagfírðingafé- laginu sl. laugardag og er Sigmar Jónsson formaður. Öflun styrktarfélaga er ávallt mikið áhugamál söngsveitarinn- ar, og telja þeir nú á fimmta hundrað. Skagfírðingafélagið hefur 300 virka félaga, en ættu frekar að vera 2000, að mati Sig- mars nýkjörins formanns, en ný stjórn hefur sett sér það markmið að koma félagatölunni í 500 á ár- inu, þó svo að takmarkið sé þús- und á nýrri öld. Áburðarmál í brennidepli ,Já það er alveg ljóst að áburðarmálin hafa verið mjög í brennidepli hjá bændum undan- farið, enda samkeppniní áburð- arsölunni aldrei verið meiri en núna. Þetta er alveg ný staða fyr- ir bændur. Hingað til hafa þeir lítið þurft að hugsa fyrir þessu, látið kaupfélagið sitt um að panta áburðinn, en nú bregður svo við að áburðarverksmiðjan býðst til þess að flytja áburðinn beint til bænda. Svar kaupfélags- ins er þá að bjóða innfluttan á- burð á lægra verði, en hins vegar eru margar hliðar á þessu máli að mínu mati", sagði ágætur bóndi í spjalli við Feyki. Mikið hefur verið að gerast í kringum áburðarsölumálin að undanförnu og er undirrót þess Atvinnuþróunarfélac Skacafjarðar hf SAMKEPPNI UM VIÐSKIPTAAÆTLANIR HugmyndirÓSkast Ert þú með góða hugmynd í kollinum' Námskeið í gerð viðskiptaáætlana þér að kostnaðarlausu. Nýttu þér einstakt tækifæri - þér býðst án endurgjalds: • Nýtt og vandað leiðbeiningahefti ásamt tölvudisklingi • Síma- og tölvuþjónusta • Námskeið sem haldið verður ÍVarmahlíð 10. febrúar n.k. kl. 17:15 -22:15 (kvöldverður/kvöldkaffi). Vertu með - komdu hugmyndinni í framkvæmd! Skráðu þig strax á Netinu www.nsa.is eða hafðu samband í síma 510 1800, símbréf 510 1809 eða netfang metta@nsa.is og pantaðu gögn. Skilafrestur viðskiptaáætlunar er 10. apríl 2000 Frekari upplýsingar veita: 'IÐNPRÓUNARFÉLAG NORÐURLANDS VESTRA sími: 455 4300 ATVINNUPRÓUNARFÉLAGIÐ HRINGUR sími: 455 6090 m.a. sú að forráðamenn Áburð- arverksmiðjunnar óskuðu eftir því að milliliðir lækkuðu þjón- ustugjöldin. Samningar náðust ekki við allnokkra aðila, þar á meðal Kaupfélag Skagfirðinga og Sölufélag Austur-Húnvetn- inga, en SAH hafði ekki einung- is þjónstugjöld af áburði til bænda, heldur á síðasta ári einnig af þeim áburði sem dreift var á heiðarnar á Blöndusvæð- inu. Þegar ljóst var að Áburðar- verksmiðjan ætlaði að selja á- burðinn beint til bænda, svaraði Kaupfélag Skagfirðinga því þannig að bjóða upp á innfluttan danskan áburð, sem að sögn Vé- steins Vésteinssonar er mjög góður áburður og að auki mun ó- dýrari en innlendi áburðurinn. Þessi danski áburður var prófað- ur hjá fóðurverksmiðunni í Vall- hólma sumarið 1998 og reyndist þá vel. Þessi danski áburður hef- ur líka þá eiginleika að kadm- íummagn er innan þess hámarks sem reglur, er taka gildi á næsta hausti, segja til um. Þannig er hins vegar ekki með hollenska áburðinn sem SAH býður upp á í samvinnu við áburðarsöluna Isafold. Bæði Kaupfélag Skagfirð- inga og Áburðarverksmiðjan hafa gengist fyrir kynningar- fundum um áburðarmálin að undanförnu. Fjölmennt var á fundinum hjá KS þar sem gæði danska áburðarins voru kynnt. Þar leitaði m.a. inngöndu Har- aldur J. Haraldsson stjómarfor- maður og aðaleigandi Áburðar- verksmiðjunnar, en honum var vísað á dyr. Varmahlíðarfundurinn Áburðarverksmiðjan gekkst síðan fyrir fundi í Hótel Varma- hlíð sl. föstudag. Þar lýstu for- svarsmenn verksmiðjunnar eig- inleikum áburðarins frá verk- smiðjunni og þeirri fjölþættu framleiðslu sem þar fer fram, sem löguð hefur verið að ís- Ienskum aðstæðum í gegnum tíðina. Þeir Aburðarverksmiðju- menn töldu ýmsa óvissu varð- andi notkun innflutts áburðar, hvernig hann mundi henta ís- lenskum aðstæðum. T.d. væri spuming um uppleysanleika efh- anna, en bændur vissu upp á hár hvað þeir hefðu með innlendu framleiðslunni. Líflegar umræður áttu sér stað á fundinum, allsnarpar á köflum. Það var Leifur Þórarins- son frá Keldudal sem sté fyrstur í pontu. Hann gagnrýndi hvað fundarboðendur gerðu mikið úr þeirri óvissu sem væri varðandi innflutta áburðinn og taldi að þar væri verið að sverta hlutina um of fyrir bændum. Þá sendi Leif- ur til föðurhúsanna þá gagnrýni sem fram hefði komið á þau er- indi sem Kaupfélag Skagfirð- inga sendi út og taldi að af sann- gimi hefði verið fjallað um á- burðarmálin á KS-fundinum. Og það hefði verið alveg hárrétt að vísa Haraldi Haraldssyni frá fundinum, enda hann sam- keppnisaðili og því óeðlilegt að hann sæti fundinn. Margir fleiri létu skoðanir sínar í ljósi, m.a. Rögnvaldur 0- lafsson í Flugumýrarhvammi, Eymundur Þórarinsson í Saur- bæ, Þórarinn Magnússon á Frostastöðum og Guðmundur Valtýsson á Eiriksstöðum, og fékk sá síðasttaldi mikið klapp fyrir ræðu sína. Guðmundur velti upp ýmsum hlutum varð- andi áburðarmálin og landbún- aðarmálin yfirleitt, og skírskot- aði m.a. til innflutnings bæði á á- burði og landbúnaðarvörum, milliliðakostnaðar sem bændur hefðu lengi óskað eftir að fá af- numinn og byðist nú í fyrsta skipti, sérstöðu innlendrar fram- leiðslu og benti á hvað þessi mál sem um var fjallað væru tvíbent að mörgu leyti, þó svo að menn sæju það fyrir sér að geta sparað hundruði þúsunda í áburðar- kaupum. En Leifur í Keldudal taldi bændur þar á bæ geta spar- að a.m.k. 200 þúsund. Þeir Á- burðarverksmiðjumenn viður- kenndu á fundinum að þeirra á- burður væri dýrari í innkaupi en sá innflutti, en töldu að ýmislegt kæmi þar á móti og þegar upp væri staðið væri verðmunur sér- alítill eða enginn. Eymundur Þórarinsson í Saurbæ benti m.a. á að þægindi þess að hafa innlendu framleiðsl- una fælust m.a. í því að auðvelt væri að breyta áburðarpöntunum með skömmum fyrirvara, eins og bændur hefðu þurft að gera í stórum stil á liðnu vori vegna kals. Forsvarsmenn Aburðar- verksmiðjunnar þáðu því bæði hól og skammir á bændafundin- um, en hann sótti rúmlega 50 manns. Fram kom að þrátt fyrir að KS fengi ekki það 10% þjón- ustugjald sem þeir hefðu haft af áburðasölunni, rynnu samt enn meiri peningar inn í héraðið en áður, þar sem flutningsaðilinn Vörumiðlun fengi nú þær greiðslur sem Eimskip hafði fengið áður fyrir flutninginn, en samt þyrftu bændur ekki að greiða nema tæpar 500 krónur fyrir tonnið heim á hlað. Oháð fréttablað á Norðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Arnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.