Feykir


Feykir - 26.01.2000, Qupperneq 3

Feykir - 26.01.2000, Qupperneq 3
4/2000 FEYKIR 3 „Skiptir miklu máli að börn njóti tónlistarlegs uppeldis“ segir Elínborg Sigurgeirsdóttir skólastjórl Tónlistarskóla Nememdagarðar teknir í notkun á Hólum Það var í byrjun maímánaðar að liafist var handa við bygg- ingu nýrra neniendagarða. Það var síðan í lok ársins, nánar til- tekið þann 22. desember sem Bjöm Svavarsson og Hinrik Jóhannesson yfirmenn Tré- smiðjunnar Ýr aflientu Skúla Skúlasyni, skólameistara, lyklana að nýju nemendagörð- unum. Framkvæmdir gengu sam- kvæmt áætlun og var fram- kvæmdum utanhúss að fullu lok- iðíbyrjunoktóber. Húsiðer250 fm. á tveim hæðum með þremur íbúðum, tvær á efri hæð hússins og ein á þeirri neðri. Ibúðimar eru bjartar og rúmgóðar og bún- ar öllum nauðsynlegum heimilis- tækjum. Með tilkomu nýja húss- ins bætist við rými fyrir 10 manns en fyrir eru 7 orlofshús sem nýtt em fyrir nemendur á vetuma og ferðamenn yfir sum- artímann. Nýja húsið gerir Hóla- skóla frekar kleift að taka við íjölskyldufólki til náms, en fram til þessa hafa möguleikar til þess verið takmarkaðir. Draumur organistans rættist V. - Hún. en 115 nemendur stunda nám við skólann „Mig dreymir” er sönglaga- hefti eftirGuðmund St. Sigurðs- son en þar er að finna 16 lög af ýmsum toga, létt veraldleg lög og einnig trúarleg, skrifuð fyrir blandaðan kór og einsöng með píanóundirleik. Meðal laga í heftinu er lagið: „Trúföst í byggðum”, við texta Rúnars Kristjánssonar en lagið fékk verðlaun Tónmenntasjóðs þjóð- kirkjunnar á liðnu ári. Verkið var ffumflutt af 70 manna kór á Kristnitökuhátíð Húnavatns- prófatsdæmis á Blönduósi í júlí síðastliðnum. Textahöfundar em: Valdimar Lámsson leikari, Rúnar Kristjánsson Skaga- strönd, Ingi S. Gunnlaugsson Akranesi, Jónína Hallgrímsdótt- ir Hvammstanga og Stefán frá Hvítadal. Margir kunnir hljóm- listarmenn hafa komið að út- setningu laganna, þeirra á með- Guðmundur St. Sigurðsson ásamt börnum sínum Andra Páli og Fanneyju Dögg. Mynd/GJ. al Magnús Ingimarsson, Jón organisti og kórstjóri við Víði- Hlöðver Askelssson og fleiri. dalstungukirkju um árabil. Guðmundur hefur starfað sem GJ. „Mér finnst skipta miklu máli að böm njóti tónlistar í upp- eldi, bæði í leikskóla og grunnskóla. Við leggjum mikla áherslu á það hér og í grunnskólunum er bömum kennt á blokktlautu. Það er mikilvægt að allir fái ákveðinn gmnn í tónlistarfræðslunni, þannig að allir fái tækifæri á því að kynnast tónlistinni og ég hugsa að það auðveldi mörgum að velja sér tóm- stundir þegar fram í sækir”, segir Elínborg Sigurgeirs- dóttir skólastjóri Tónlistar- skóla Vestur - Húnvetninga, en mikil gróska hefur jengi verið í starfsemi skólans. I vet- ur er hún líklega meiri en nokkru sinni áður. Það em 115 nemendur sem stunda nám við skólann, sem er mjög hátt hlutfall íbúa á svæðinu. Unnið er stöðugt að eflingu skólans og á dögunum var t.d. haldin skemmtun þar sem ágóðinn rann til hljóðfærasjóðs skól- ans. Tónlistarskóli Vestur -Hún- Daníel Geir Sigurðsson leikur á harmonikku. vetninga var stofnaður 15. júní 1968. Aðalhvatamaður að stofnun hans var Steingrímur Sigfússon lagaskáld frá Kol- beinum í Bæjarhreppi, en hann hafði þá um árabil staðið að kórþjálfun í V.-Hún. Fyrsti skólastjóri var Eyjólfur Ólafs- son. Elínborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt skólanum síðustu 10 árin og hafði þar áður gengt skólastjórastarfinu með hléum, fyrst veturinn 1973-’74 og síð- an tímabilið ‘77-’81. Auk Elínborgar starfa sex kennarar við skólann. Systum- ar Ingibjörg og Ólöf Pálsdóttir frá Ytra-Bjargi, Guðmundur Hólmar Jónsson ffá Syðsta-Ósi, Pálína Skúladóttir kennari við Reykjaskóla og pólsku hjónin Marta Marek Michalska og Jan Michalski, sem komu til Hvammstanga á liðnu hausti. „Við erum að reyna að auka við hljóðfærakost skólans. Það var nú um áramótin sem við eignuðumst fyrstu strengja- hljóðfærin, fiðlur og selló. Fjáröflunarskemmtunin, sem við héldum 15. janúar, tókst mjög vel. Þátttakan var mjög góð, fjöldi áheyrenda, kórar sungu og mikill söngur og hljóðfæraleikur. Fjárhagslegur grunnur undir rekstri skólans byggist á fram- lagi sveitasjóðs, síðan kemur til gjafafé frá fyrirtækjum og ein- staklingum sem styðja við Elínborg Sigurgeirsdóttir og Sigurður Oddsson leika saman á fjáröflun artónleikunum. Myndir B jarni Þór. starfsemi skólans, ásamt ýms- um fjáröflunum. Má þar nefna t.d. útvarpsupptöku sem gerð var í hitteðfyrra og útvarpað var á nýársdag í fyrra, fyrir það fengum við 50.000 krónur. Skólinn eignaðist blásturs- hljóðfæri þegar fyrsta mót skólalúðrasveita var haldið hjá okkur 1984. Þá var skólinn bú- inn að byggja upp nokkum hljóðfærakost, en það þarf að halda honum við, enda lánum við nemendum hljóðfæri til að byrja með, þeiin er þess óska, meðan þeir eru að ákveða sig hvort joeir ætli að stunda við- komandi nám meira en einn vetur. Tónlistaráhuginn hér á svæðinu er mjög mikill. í tón- listarskólanum er reynt að bjóða upp á mikla fjölbreytni, við reynum að gefa bæði ungu fólki og fullorðnum kost á að læra á sem flest hljóðfæri. Við emm með píanó, slagverk, klassískan gítar, raf gítar, raf bassa, blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri og söng fyrir utan bóklegar greinar.” Em einhver hljóðfæri áber- andi vinsælli en önnur? „Gítarinn er nú alltaf vinsæll hjá ungum drengum. Það em þessar lyrirmyndir sem þeir sjá í sjónvarpinu og fjölmiðlunum og það er mjög vaxandi að drengir séu í tónlistarskólanum. Hjá stúlkunum hefur píanó- námið alltaf verið vinsælt og er það enn. En allt byggist þetta eins og annað nám á vinnu, og í tónlist- inni fer hún mikið fram á heim- ili nemandans. Þannig að fram- tíð nemandans getur ráðist af aðstæðum hans heima fyrir. Það er því mjög mikilvægt að foreldrar ýti undir ástundum bama sinna við námið. Sérstak- lega er þetta nauðsyn með unga nemendur sem hafa ekki nægj- anlegan þroska til að skipu- leggja sinn tíma með tilliti til námsins “, sagði Elínborg, en hún hefur síðstu árin verið að auka við menntun sína í tónlist og kennslu og sótt nám til Reykjavíkur. Hún stefnir að því að ljúka áttunda stigi í píanó- leik í vor.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.