Feykir


Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 4/2000 „Á ókunnum stöðum ætti það að vera regla að halda sig í slóðinni sem foringinn velur“ „Snjósleðamennskan er ákaflega skemmtileg, sérstaklega á góðum og björtum dögum þegar komið er upp á fjöll og útsýnið verður stór- kostlegt. Þá er oft eins og maður bókstaflega andi að sér umhverfmu og þessi ólýsanlega frelsistilfinning grípur, það er þessi stemmning sem elur í manni bakteríuna. Það er langt síðan ég fékk hana en telst nú samt ekki til þessara forföllnustu áhugamanna. Eg dingla svona með hinum stundum. En þetta byrjaði 1977, þá keyptum við tveir fé- lagar sleða saman, sem við reyndar notuðum ekki mjög mikið, en ég fór þó í nokkrar ferðir og það varð nóg tU þess að það kviknaði í mér bakterían sem ég hef aldrei losnað við síðan. Við áttum þennan sleða ekki lengi, seldum hann fljótlega, og síðan var ég sleðalaus í ein fimmtán ár, en áhuginn blundaði samt alltaf í mér og það var sér- staklega ein ferð sem mér fannst lifa lengi í endurminningunni. Það var þegar við vorum að undirbúa förina með skálann upp á Túngna- hryggsjökul. Þetta var alveg stórkostleg ferð upp á jökulinn, upp í Hólamannsskarð og Héðinsskarð. Og ég var í tengslum við þessa menn sem voru í sleðamennskunni, þannig að maður hélt þessu við. Það var svo ekki fyrr en ‘94 sem ég fékk mér sleða aftur og er búinn að vera í þessu síðan”, segir Hjalti Pálsson safnvörður á Sauðárkróki sem er mikill snjósleðaáhugamaður, en hefur þó engu á síður kynnst dekkri hliðum þessa sports. „Ég fer samt ekkert að óróast fyrr en svona í febrúar. Ég er ekki spenntur fyrir sleðaferðum núna í svartasta skammdeg- inu. Það eru mars, apríl og maí sem eru sleðamánuðirnir venjulega”, segir Hjalti þegar hann er spurður um ástundunina. -En hvaða hópur er þetta sem hann ferð- ast með? „Þetta er hópur sem við höfum stund- um kallað gufubaðsgengið, hópur sem hefur haldið saman í gufubaði í 20 ár eða lengur. Það vill nú svo til að þetta eru alltsaman sleðamenn eða hafa verið. Þá er gjaman spjallað um áhugamálið og lagt á ráðin. Þegar famar em dagsferðir, eða skemmri, þá fara menn mest hér í vesturfjöllin, því að ferðafélag Skagfirð- inga á þar tvo skála, Trölla í Tröllabotn- um og á Þúfnavöllum fram á Víðidal. Þarna koma sleðamenn afarmikið og menn fara mikið um þetta svæði. Og svo höfum við stundum farið lengri ferðir. Til dæmis höfum við þrisvar sinnum farið í stóra túra til Vestfjarða. í eitt skiptið fómm við alveg norður í Horn á Hom- bjargsvita. Þá var nú Ólafur Jónsson, sem þekktari er undir nafninu Óli kommi, þar ennþá vitavörður og það var mjög eftir- minnilegt að koma til hans. Við komum þama niður í vfldna og tókum þar til nestis okkar. Svo fómm við í vitann og Óli bauð okkur inn í kaffi og tók okkur hið besta. Og þar sá maður greinilega hvemig húsbóndinn varþenkj- andi því á besta veggnum í stofunni var tveggja fermetra rauður fáni með hamr- inum og siggðinni og stórar myndir af helstu hetjum og stórmennum byltingar- sögunnar. Hætturnar leynast víða - En þetta hafa nú ekki alltsaman ver- ið daits á rósum þessi sleðaævintýri. Mér skilst að þú hafir kynnst þar dökku hlið- Hjalti Pálsson ásamt Bimi Svavarssyni við Breiðaskarð nyrst á Hornströndum. Það sést ofan í Homvík. Hjalti Pálsson ásamt Maríu dóttur sinni upp við Langjökul, en hún var á sleðanum hjá honum þegar seinna óhappið varð, í Fljótunum um páskana í fyrra. unum líka? „Já ég er búinn að fá svo sem svolítið að vita af því. Það er auðvitað staðreynd að sleðamennskan er að vissu leyti hættu- leg. Hættumar geta alls staðar leynst. Ég býst við að ég sé ekki talinn sá glanna- fengnasti í sportinu, en er nú samt búinn að Ienda í tveimur óhöppum og öðru dá- lítið slæmu. I bæði skiptin gerðist þetta vegna þess að ég fór út úr slóð. Það ætti að vera regla þegar menn ferðast á ókunnum stöðum að halda sig í slóðinni sem foringinn velur. Ef ég segi frá þessum óhöppum mín- um, þá var fyrra óhappið í ferð sem við fórum upp frá Öxnadalsheiði, en stund- um förum við þaðan og upp úr Kald- baksdal upp á Nýjabæjarfjall og þar fram. í þetta skiptiö vorum við að fara fram í Hveravelli á mót vélsleðamanna sem þar var haldið. Við fórum fram Nýjabæjítrfjall og þetta var nú eftirminni- leg ferð, því fjallið er óskaplegt veðravíti. Það stendur svo hátt og sjaldan er gott verður þama, en við komumst í sæmi- legu veðri fram fjallið í jjetta skiptið. Daginn eftir var lagt af stað heim og gerðum við þá lykkju á leið okkar suður fýrir Hofsjökul. Það var hríðarjagandi og sæmilega gott færi í keyrslunni, en skyggni frekar slæmt. Við keyrum þama langar leiðir fyrir austan Hofsjökul. Það hefði teygst nokkuð á hópnum, sökum [)ess að foringjarnir fóm geyst. Ég var fremstur af þeim sem á eftir komu og þar sem færi var gott leyfði ég mér að keyra aðeins utan slóðar og fékk þannig mýkri færi. Svo veit ég bara ekki til fyrr en ég sé opinn pytt fyrir framan mig og skiptir engum togum að sleðinn styngst ofan í hann og ég flaug eina 6-8 metra fram fyr- ir sleðann og kom niður á bakið. Hjálm- urinn flaug af mér, hafði ekki verið nógu vel spenntur. Ég man að ég varð hissa á því að ég skyldi standa upp strax og meiddi mig ekki neitt nema rnarði mig aðeins. Sleðinn skemmdist tiltölulega lít- ið og var ökufær á eftir, en þetta var ekki nema svona tæplega þriggja metra djúp skonsa. Þetta var það sem ég kalla afæta af á, þar sem ekki frýs eða kemur snjó- þekja yfir. Siglt eftir GSP-tækjuni Þetta fór sem sagt alltsaman vel og við héldum áfram og komum í Laugar- fell. Veðrið var orðið vont þegar við komum þangað og versnaði enn meðan við vorum í skálanum. Og það gerði svo hart veður að það fuku rúður af sleðum þarna. Svo lægði veðrið og við lögðum af stað norður á Nýjabæjarfjall, en við vorum ekki langt komnir þegar brast á aftur aftaka veður og sáust engin skil lofts ög jarðar, þannig að það var bara siglt eft- ir GPS-tækinu. Þeir voru tveir eða þrír með þessi tæki og höfðu punkta og bám sig saman áður en lagt var upp. Svo var keyrt af stað og silast áfram í halarófu. Og þetta er eitt iðandi kóf, en leiðin er ömgg ef farið er eftir punktunum. Því miðurgleymdist einn punkturinn og það hafði sínar afleiðingar. Ég man að ég var þriðji í röðinni og allt í einu sá ég að þeir tveir sem vom á undan mér hurfu sjónum mínum, en mér tókst að stoppa. Þá höfðu þeir keyrt fram af og ofan í gil. Það var sjálfsagt um 10-15 metra fall en það vildi svo heppilega til að þeir komu niður í snjódyngju og seinni sleðinn slapp við það að lenda ofan á þeim fyrri, þannig að egin slys urðu og báðir fengu mjúka lendinu. Þeir komust að sjálfsdáðum upp úr gilinu, en kófið var svo mikið að þar sem við voium að vappa á gilbanuinum, þá sáum við ekkert til þeirra þarna niðri og einn okkar gekk aðeins of langt og hrapaði niður. Hapn sá ekki skilin milli lofts og jarðar. Við drógum hann upp á kaðli. Svo var haldið áfram norður eftir og veðrið hamaði aftur, en punktamir þeirra urðu til þess að við gátum fundið skálann Bergland sem Akureyringamireiga. Þeg- ar við komum þar þá var svo vitlaust veður að við sáuin okkur þann kost vænstan að setjast að. Það áttu sumir fullt í fangi með að hafa sig inn í húsið því það var hált að því og hvassviðrið óskap- legt. Einn okkar datt meira að segja og'

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.