Feykir


Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 5
4/2000 FEYKIR5 ] Aðalforinginn og aldursforsetinn í „gufubaðsgenginu" Sigurþór Hjörleifsson í Messuholti: meiddi sig. Ekki leið á löngu þar til eig- endur skálans birtust, þannig að það var orðið yfirfullt í skálnum. En við gistum þarna um nóttina og komum svo ekki heim fyrr én daginn eftir." 1 Farið í austurfjöllin Og svo var það seinna atvikið sem var sýnu verra? „Það var um páskana í fyrra í þeirri einmuna veðurblíðu sem þá var. Það kom fjarskalega góður dagur, föstudagur- inn langi. Ég smalaði saman mönnum og við ákváðum að fara hérna í austurfjöllin. Við vorum þónokkuð margir sem komu saman og við fórum út í Hofsós og það- an var lagt upp. Það var farið upp Ljóts- staðadal og síðan út á fjallið þar, út á Gusthnjúk upp af Höfðaströndinni, en þaðan er ákaflega fallegt útsýni yfir fjörð- inn og eyjarnar. Síðan fórum við niður í Hrolleifsdal og upp úr honum, upp á fjallgarðinn aftur og yfir í Tungudal í Stíflu og síðan út Stífluvatn og niður í Fljót. Á Ketilási höfðum við smá ráð- stefnu um ferðatilhögun og ákveðið var að reyna að fara út í Héðinsfjörð. Það var farið upp á Holtsdal og á Ólafsfjarðardal upp í Sandskarð, en færið var svo þungt upp brattann að það höfðu sig ekki nema tveir sleðar upp í Skarðið. Þannig að sýnilegt var að hópurinn kæmist ekki og ákveðið var að snúa við og fara leiðina úr Stíflu upp á Hákamba. Það var heitt í veðri, glaðasólskin og logn og skyggni eins og best getur orðið. Við höfðum los- að um hjálmana og fötin í hitanum, en reyslunni ríkari frá fyrra óhappinu þá hafði ég vanið mig á að spenna vel á mig hjálminn og benti Maríu dóttur minni að gera það líka, en hún var með í för og sat aftan við mig á sleðanum. A skætingsferð utan slóðar Menn keyra svo niður Holtsdalinn og þegar við komum niður af dalnum og leiðin lá ofan við Holtsásinn, þá er ég með þeim síðustu í hópnum. Mér kemur þá til hugar að það sé ekki nema sjálfsagt að stytta sér aðeins leið og þetta hafi ver- ið óþarfa krókur þarna út fyrir og best að renna sér beint niður að Helgustöðum. Það er allt rennislétt af snjó þannig að ég keyri svona skætingsferð og finnst í öllu óhætt. Svo þegar ég kom niður í dalbotn- inn, þá fann ég að ég fór upp á smáhæð, þá hægði ég á mér af varúðarsemi, en sem ég er kominn þarna upp þá skiptir það engum togum að ég sé allt í einu opna ána fyrir framan mig. Þá stendur þetta þannig af sér að áin er opin svona á 30 metra kafla og þeir sögðu mér það seinna Fljótamenn að svoleiðis sé það yf- irleitt á þessum stað. Og það voru bara sekúndubrot til að bregðast við og ég get ekkert gert. Svo skiptir það engum togum að sleðinn dúndrar þarna fram af og við með. Ég man að ég heyrði þennan þunga dink þegar sleðinn lendir ofan í ánni og ég ranka við mér þar sem ég ligg með höfuðið niðri í mölinni í ánni og hand- leggurinn liggur mjög einkennilega út í loftið og svaraði engum boðum þegar ég reyndi að hreyfa hann. Það líður svona hálf mínúta sem ég er að átta mig, en ég missti aldrei meðvit- und. Svo stóð ég upp og ég hélt að hand- leggurinn hefði brotað, því þetta var alltsaman tilfinningarlaust. En þegar ég er nýstaðinn upp, þá heyrist smellur og hann smellur í liðinn. Þá andaði ég léttar en var vitaskuld hálfvankaður, enda lent ég á hausnum ofan í grjótið. Búinn að fá ákveðinn skóla Það er auðvitað ekki minnsti vafi á því að hjálmurinn bjargaði lífi mínu. Nú það var svo heppilegt með dóttir mína að hún slapp algjörlega ósködduð, en marðist aðeins í andlitinu. En ef ég hefði ekki passað mig að spenna hjálminn á hana áðuren við lögðum af stað af dalnum, þá er ekki að vita hvernig farið hefði, og sjálfsagt hefur hún einnig haft skjól af mér. Svo komu félagarnir þarna að. Þeir stumruðu yfir okkur og svo var farið með okkur niður í Helgustaði. Það var kallað á lækni strax frá Siglufirði. Eg sagði fé- lögum mínum að halda áfram sinni ferð. Þeir fóru svo áfram, upp á Hákamba, og svo kom einn og sótti okkur um kvöldið og þetta fór allt betur en á horfðist." En þú ert búinn að eiga lengi í þessu? „Já já og í sjálfu sér bíð ég þess aldrei bætur. Það virðist vera skaddaður axlar- vöðvi og ég fór í aðgerð eftir þetta, en það er útlit fyrir að handleggurinn verði aldrei til neinna átaka, verði alltaf hálf- ónýtur. Þetta sýnir manni að það leynast alltaf hætturnar í þessari sleðamennsku, en ég er svo sem ekkert hættur þessu. Menn hætta svo sem ekki að keyra bíl þó þeir lendi í árekstri og ég segi sem svo að maður viti aldrei hvar óhöppin leynast og geti allstaðar lent í slysi, jafnvel dottið inni hjá sér heima og brotnað eða eitt- hvað. Þetta kennir manni bara að reyna að fara gætilega og ég tel mig vera búinn að fá ákveðinn skóla í því. - En eru aðstæður góðar hér í ná- grenninu til að stunda þetta sport? „ Vélsleðamenn í Skagafirði eru mjög vel settir. Vesturfjöllin eru ákaflega þægi- legt og gott svæði. Austurfjallgarðurinn er náttúrlega að sumu leyti miklu skemmtilegra svæði, og hrikalegra en jafnframt hættulegra. Og þangað eiga menn ekki að fara nema í góðu veðri, því þar er hættulegt að fara um ef skyggni er slæmt. Þannig að við höfum hérna bæði gott og þægilegt svæði og annað hérna rétt hjá sem býður upp á miklu stórbrotn- ara landslag." HEIMILISLINA B UNAÐARBA NKANS „Frá og með deginum í dag þurfum við ekki að borga dráttarvexti" ?mm FJARMAL HEIMILANNA RAÐGJOF OG AÆRANAGERÐ GREIÐSLUJÖFNUN GREIÐSLUÞJÓNUSTA SPARIÞJÓNUSTA VERÐBREFAÞJONUSTA VERÐBRÉFAVARSLA FJÁRMÖGNUNARLEIÐIR FJÁRMÁLANÁMSKEIÐ HEIMILISBÓKHALD Útgjöldum ársins er dreift í jafnar mánaðargreiðslur - reikningarnir greiddir á réttum tíma Aunninn lánsréttur með reglubundnum sparnaði gefur möguleika á hagstæðari lánum. SKIPULAGSBOK Félagar fá handhæga skipulagsbók og möppu fyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. BUNAÐARBANKI ÍSLANDS HF Sauðárkróki, Hofsósi, Varmahlíð HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn á fjármálum einstaklinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.