Feykir


Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 26.01.2000, Blaðsíða 6
6FEYKIR 4/2000 ✓ Okeypis smáar Til sölu! Til sölu vetrardekk 225- 75-15, Uni royal rally. Upplýsingar í síma 453 7947 eða 453 7447. Til sölu holdablendings kvíga, sem á að bera í febr- úar. Heppileg til mjólkur- gjafar fyrir kálfa. Á sama stað til sölu mjólkurtankur. Upplýsingar í síma 453 8184. Félagsvist! Félagsvist, spilað verður í annað sinn í Melsgili föstudaginn 28. janúarkl. 21. Verðlaun - Kaffiveitingar. Kvenfélagið. Hver er niaðuriiin? Þau mistök urðu í mynda- þætti 24. nóvember 1999 að Elín Pétursdóttir húsfreyja í Hvammi í Svartárdal var rang- lega sögð Pálmadóttir. Er beðist velvirðingar á þeim mistökum. Nokkur viðbrögð urðu við síðasta myndaþætti og er mynd nr. 292 líklega af Alberti Sölvasyni. Þeim sem höfðu samband eru færðar bestu þakkir. Nú eru enn birtar fjórar myndir allar komnar frá Bjama Haraldssyni kaupmanni á Sauðárkróki færði safninu að gjöf. Þau sem kunna að þekkja myndirnar eru vinsamlegast beðin að hafa samband við Héraðsskjalasafn Skagfirðinga í síma 453 6640. Körfiiboltinn - Epson-deildin íþróttahúsið Sauðárkróki sunnudagskvöld kl. 20 TindastóU - KFÍ Komið og sjáið spennandi leik og hvetjiðTindastóls menn til sigurs! Heiibrigðisstofnunin Sauðárkróki Eftirtaldir sérfræðingar verða með móttöku í stofnuninni í janúar og febrúar: Tímabil 24/1 - 28/1 31/1 - 11/2 14/2 - 18/2 21/2 - 25/2 Læknar Haraldur Hauksson Arnbjörn Arnbjörnsson Shree Datye Jónas Franklín Tímapantanir í síma 455 4000. Sérgrein skurðlæknir bæklunarsérfræðingur skurðlæknir kvensj úkdómalæknir Skagafjörður Ferðaþjónustan á Steinsstöðum Auglýst er eftir rekstraraðila að ferðaþjónustunni á Steinsstöðum. Sá sem annast reksturinn sér um alla þætti hans, bókanir einstaklinga og hópa, rekstur sundlaugar og félagsheimilis, ræsting og umhirða svæðisins. Ferðaþjónustan er starfrækt frá 1. júní - 25. ágúst. Sá sem tekur viö rekstrinum þarf þó að hefjast handa strax við móttöku bókana og skipulagningu starfsins. Áhugasamir hafi samband við Ómar Braga Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa fyrir 4. febrúar nk. en hann gefur einnig nánari upplýsingar. Mynd nr. 294. Mynd nr. 295. Mynd nr. 292. Mynd nr. 293. TindastóU í 1. deild Tindastóll sigraði í sínum riðli í 2. deild fslandsmótsins í innan- hússknattspymu sem sem ffamfór um helgina í Reykjavík og leikur því í 1. deild á næsta ári. Tinda- stóll tapaði ekki leik á mótinu. Gerði jafntefli við Eyja-liðið Smástund í fyrsta leik 4:4, en sigraði síðan Völsung 4:3 og Magna 5:3. Af framgöngu annarra liða af Norðvesturlandi í íslandsmótinu í innanhússknattspymu er það að frétta að Hvöt, sem leikur í I. deild, hélt sæti sínu í deildinni, sigraði þar í einum leik af þfemur. KS skorti eitt mark upp á að vinna sig upp úr 3. deild. Kor- mákur hélt sæti sínu í deildinni með því að gera eitt jafntefli og vinna einn leik, en Neisti á Hofs- ósi féll í fjórðu deild. Liðið náði einungis einu stig, í jafntefli gegn Fáskrúðsfirðingum, en tapaði tveimur leikjum. Brýning í byrjun árs! Ekki þarfég þjóð minni að lýsa, þjóð mín er sem heimsins besta vísa, ort í gegnum aldir Ijóss og skugga upp til lífs við kalda norðurglugga. Hennar kjarni rétt í stuðlum stendur, styrkur er hannfyrir sál og hendur. Þar er iífsem leitarfram með krafti, líf sem þó er bundið kvótans hafti. Á að lama lífsins rétt hjá flestum, iagatryggja stöðufulla afbrestum. Aia hér upp greifa á auðlindþjóðar, auka stöðugt virkni heiftarglóðar ? Nei og aftur nei við skulum segja, nú má síst við ranglœtinu þegja. Þjóðin öll skai flagga frelsisveifum forðast það að kyssa rass á greifum! Rúnar Kristjánsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.