Feykir


Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 1
jCEYKim 2. febrúar 2000, 5. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI „Það verður veðjað á Skagafjörð" Fjárhagsáætlun Skagafjarðar afgreidd í gær Fjárhagsáætlun Sveitarfélags- ins Skagafjarðar var afgreidd á fundi sveitarstjórnar í gær, en þá fór fram önnur umræða um fjár- hagsáætlunina. Áætlunin gerir ráð fyrir að til verklegra fram- kvæmda verði varið um 200 milljónum, þar af fari um 100 milljónir í framkvæmdir við skólabyggingar, aðallega Ar- skóla á Sauðárkróki. Þá er gert ráð fyrir að 45 milljónum verði varið til gatnaframkvæmda. Fjár- hagsstaða sveitarfélagsins var nokkuð til umræðu á fundinum í gær en áætlunin gerir ráð fyrir af- borgunum langtímalána upp á 129 milljónir og nýjar lántökur verði 124milljónir. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar sagði að vissulega væri staða sveitarfélagins erfið og rakti hana að stórum hluta til sameiningarársins 1998,þegará- ætlanir fóru úr böndum. Greip Gísli í þessu sambandi til orða Elísabetar Bretadrottningar, þeg- ar mestu hremmingarnar gengu yfir bresku konungsfjölskylduna og drottningin sagði, að þetta hefði verið ár hinna miklu áfalla. Gísli taldi þó að fjárhagsáætlun síðasta árs hefði staðist í megin- atriðum, en Snorri Styrkársson lét að því leggja að þar hefði ver- ið keyrt verulega framúr. Gísli sagði að þrátt fyrir erf- iða stöðu mættu menn ekki falla niður íeintóma svartsýni. Ýmis- legt benti til að Skagafjörður væri einn þeirra staða í landinu sem stjórnvöld mundu veðja á sem lífvænlegan byggðakjarna í framtíðinni. Nefndi Gísli í því sambandi hugmyndir um bygg- ingu menningarhúsa á lands- byggðinni, en þar hafði Sauðár- krókur verið einn staðanna, og einnig hefði reynst ákaflega gott að leita til stjórnvalda varðandi Hestamiðstöð íslands og ýmiss önnur verkefni. Þessar viðtökur sýndu að stjórnvöld hefðu trú á Skagafirði, sagði Gísli. Herdís Á. Sæmundardóttir formaður Byggðaráðs nefndi margar framkvæmdir sem sveit- arfélagið hefði lagt í til aukinnar þjónustu fyrir íbúana. Vissulega bæri að fara varlega í stöðunni, en hins vegar væri nauðsynlegt að skapa þau skilyrði í sveitarfé- laginu að fólki þætti fýsilegt að setjast að og búa í Skagafirði. Minnihluti sveitarstjórnar, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styr- kársson fulltrúar Skagafjarðar- listans, sátu hjá og lögðu fram bókun, þar segir m.a.: „Niður- staða áætlunar sveitarsjóðs fyrir árið 2000 er halli af rekstri og framkvæmdum upp á tæpar 157 miljónir króna. Afgangur af rekstri er einungis áætlaður 31 milljón króna. Þrátt fyrir að ekk- ert væri framkvæmt f stdrverk- efni sveitarsjóðs, þ.e. byggingu Árskóla á Sauðárkróki, væri um 77 milljóna króna halli á rekstr- ar- og framkvæmdaáætlun sveit- arsjóðs." Fulltrúar Skagafjarðarlistans segja að skuldir sveitarsjóðs verði ekki greiddar niður á árinu 2000 samkvæmt þessari áætlun. Til greiðslu vaxta, verðbóta og afborgana skulda sé áætlað að verja 217 milljónum á árinu. „Þettagengurekki lengur",segja þau Ingibjörg og Snorri og með- al þess sem þau leggja til, er að dregið verði úr framkvæmdum og að selja eða losa eignir til að greiða niður skuldir sveitarfé- lagsins og ná þannig tökum á hrikalegum skuldum þess og mjög svo háum fjármagnskostn- aði. ^^^^ l'" Hk 4* ^ - w Sjálfsagt er umræðuefnið hjá þeim feðgum Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra og Jóni Ing- ólfssyni og frænda þeirra Sigurði Friðrikssyni á Bakkaflöt, eitthvað annað en „sprengi- lægðirnar" sem Magnús hefur verið bendlaður við að undaförnu. Myndina tók Pétur Ingi Björnsson í eitt hundrað ára afmæli ættmóðurinnar, Hólmfríðar Helgadóttur, á dögunum. Byggingaráform til umræðu í sveitarstjórn Skagafjarðar Á fundi sveitarstjórnar Sveit- arfélagsins Skagafjarðar í gær voru nokkuð til umræðu bygg- ingaráform sem á döfinni eru. Þar voru samþykktir bygg- ingarskilmálar fyrir íbúða- svæði aldraðra á Sauðárhæð- um og Byggingarfélaginu Bú- mönnum úthlutað fimm bygg- ingarlóðum. Þá var lögð fram fyrirspurn um lóðir fyrir 20 heilsárs oriofshús á svæði ofan Varmahlíðar. Skagafjarðardeild Búmanna sótti um lóðir fyrir fjögur parhús og eitt raðhús á byggingarsvæði fyrir aldraða á Sauðárhæðum. Samþykkt var að úthluta félag- inu lóðum nr. 1., 3., 7., 9., og 11 austan við efri götuna á þessu svæði. Þá var kynnt bréf frá Innex ehf, en þar mun vara í forsvari athafnamaður af höfuðborgar- svæðinu, Tryggvi Sveinbjörns- son sem m.a. er að byggja upp kjarna orlofshúsa á Hrísum í Eyjafirði. I erindinu er spurt um mögu- leika þess að Innex fái svæði í landi sveitarfélagsins fyrir ofan Varmahlíð til þess að byggja 20 heilsárs oriofshús fyrir ferðafólk. Samþykkt var að fela byggingar- fulltrúa og sveitarstjóra að ræða við fulltrúa Innex ehf. um málið. Stefán Guðmundsson for- maður skipulags- og tækni- nefndar fagnaði þessum bygg- ingaráformum og sagði að fleiri aðilar hefðu sýnt áhuga að byggja orlofshús í Skagafirði og ljóst væri að þetta svæði yrði mjög í skoðun á næstu missemm sem vænlegt orlofsdvalarsvæði. Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjórnar sagði að nú væri líklega að koma í ljós það sem margir hefðu spáð sem ávinningi Skagafjarðar við tilkomu Hval- fjarðargangna, að héraðið fengi aukið vægi sem orlofsdvalar- staður, og fólk sýndi því áhuga að eignast hér hús og lendur til afþreyingar og tómstunda. Nefndi Gísli svæðið við Varma- hlíð og einnig skipulagt svæði í landi Steinsstaða í Tungusveit sem vænlegt orlofssvæði, en í Steinsstaðalandi hefði einnig komið til tals að planta svoköll- uðum „Aldamótaskógi." Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jfX! bílaverkstæði sími: 453 5141 Sæmunáargata Ib 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerdir Hjólbardavidgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.