Feykir


Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 5/2000 Þegar ísbjörninn minnti á sig í Haganesvík Sjálfsagt hefur farið hrollur um fólk í síðustu viku þegar það fregnaðist að hafís væri kominn inn á firði vestur á Ströndum. Ekki er það út í hött að jafnan er talað um „landsins foma fjanda”þegar hafísinn ber á góma, því oft hefur hafískoman um tíðina haft í för með sér harðnandi lífsbar- áttu svo um munar. Siglingarleiðir hafa lokast sökum hafíss og aðdrætt- ir allir orðið erfiðir. Að auki hefur ekki verið ábætandi kuldinn sem ísn- um fylgdi, þar sem íslendingar þuiftu langt fram eftir öldum að þreyja þorrann og góuna í afar lélegum húsakynnum. Þá fylgdu ísnum oft ó- boðnir gestir, ísbimirnir, og ollu stundum mannskaða. Raunar er það svo að margir landsmenn hafa sjálfsagt litið á sögur af komum hvítabjarna sem hálfgerðar þjóðsögur, enda vom bjamarkomur yfirleitt svo strjálar að þær hafa nánast gleymst almenningi jafnóðum. Og þannig var það með ritara þessa pistils, að þó hann sé fæddur og uppalinn í þeirri sveit sem bjarnarkomur hafa verið hvað algengastar, það er í Fljótunum, þá fannst honum það svo fjarlægt að bimir hefðu komið þangað. En reyndar hafa þeir komið þar margoft, seinast svo sögur fara af um síðustu aldmót og á seinni hluta síðustu aldar komu mjög við sögu við ísbjarnadráp í Fljótunum feðgar í Hrútshúsum, sem var bær austan Miklavatns, þeir Jó- hann Jónsson og Jón Dagsson. Og þegar undirritaður byrjaði í blaða- mennsku vorið 1986 þá bauð honum ekki í grun að hann ætti eftir að upplifa sögulegan viðburð í sinni gömlu heima- sveit aðeins tæpum tveimur ámm seinna. Þegar ég vaknaði sunnudaginn 15. febrúar 1988 og hlustaði eins og vana- lega á útvarpsfréttirnar klukkan 10 um morguninn þá lagði ég heldur betur við hlustimar, því fréttaþulurinn sagði að fregnir hefðu borist þess efnis að ísbjöm hefði gengið á land í Haganesvík norður í Fljótum. A ýmsu öðru átti ég sem sagt von en þessu og ætlaði varla að trúa í fyrstu, en þar sem þetta var ekki á þeim degi sem um gabb gæti verið að ræða, þá fór ég fljótlega að velta því fyrir mér; að ég yrði að komast út í Fljót til að ná myndum af birninum og flytja fréttir af atburðinum, en ég var þessum tíma starf- andi blaðamaður hjá Degi á Akureyri, með skrifstofu á Sauðárkróki. Það hafði gert hret þarna á undan og því óvíst með færð, sérstaklega austan Héraðsvatna og út í Fljótin, en oft getur verið þungfært á þessum slóðum. I fréttainnskoti klukkan 11 var þetta stað- fest frekar með bjarnarkomuna í Haga- nesvík og því var ekki eftir neinu að bíða. Eg sló á þráðinn til Gísla Felixsonar hjá vegagarðinni sem tjáði mér að álitið væri þokkalegasta jeppafæri út í Fljótin, en til Siglufjarðar væri ófært. Til mótst við ísbjörninn Nú var næsta skref að hafa upp á góð- um jeppaeiganda sem tilbúinn væri að keyra blaðamanni út í Fljótin. Fljótlega kom í hugann sveitungi minn Stefán Logi Haraldsson. Jú Stefán Logi tók málaleitaninni vel. en sagði þó nokkra óvissu á ferðinni þar sem jeppinn væri ekki alltof vel dekkjaður. En við Stebbi komumst að samkomulagi um það að láta slag standa og halda í Fljótin. Sjálf- sagt væri að taka einhverja áhugasama fylgdarmenn með ef eitthvað þyrfti að moka. Þá var það næsta mál á dagskrá hvemig væri best að útbúa sig. Ég var farinn að sjá fyrir mér í huganum gömlu æskuslóðirnar þama út frá. Víkina snævi þakta og bangsa þar á vappi. Einhvern veginn yrði ég að komast í gott tæri við bangsa til að ná af honum góðum mynd- um. Það væri sjálfsagt nauðsynlegt að vera frekar léttklæddur en hitt við þetta verkefni og niðurstaðan var því f- þróttaklæðnaður og liprir hlaupaskór vom með í för. Það hafði skafið á veginn og strax í Hegranesinu og vom talsverðar driftir. Mér leið satt að segja svolítið einkenni- lega, því mér fannst óneitanlega að þama gæti ég verið að setja mig í talsverða lífs- hættu, en var samt ákveðinn í að gera mitt besta. Ferðin gekk greiðlega og þeg- ar við vomm í þann mund að fara fram hjá Hofsósi kom fréttainnskot í útvarpinu um að búið væri að fella björinn í Fljót- unum. Það var ekki laust við að mér létti talsvert, en samt gætti líka svolítilla von- brigða með það að verða ekki vitni að þessum atburði, sem í huga mínum þessa stundina var einn sá stærsti á öldinni. Ómar mættur á „Frúnni“ Þegar við ókum út Höfðaströndina sáum við flugvél á Höfðavatninu. Það var eins og okkur ferðafélagana hafði grunað að Omar Ragnarsson yrði ekki lengi að birtast á „Frúnni”. Það vom ein- hverjar mannaferðir þama við veginn og við stoppuðum og spurðum frétta. Þetta vom þá bændur af næstu bæjurn og sögðu þeir aö Ómar hefði lent í vandræð- um, það væri krapi á vatninu, og þeirætl- uðu að aðstoða hann við að ná vélinni upp úr því. Afram héldum við ferðinni út í Fljót og ókum beinustu leið niður í Víkina þar sem við áttum von á því að hitta fyrir bimina og banamenn hans. Ekki man ég alveg fyrir víst hverja við hittum þar, en fengum þar þær fregnir að Sigurbjöm Þorleifsson í Langhúsunt hefði fellt björinn, sern reyndar hefði verið húnn, og banginn væri þar heima. Ég man að þegar við snémm við hjá gamla hótelinu í Víkinni og í ljós kom hvernig bekkjagangurinn undir jeppan- um hans Stefáns Loga virkaði, þá hrós- aði maðureginlega happi í annað sinn að þetta hefði ekki verið fullorðinn bjöm sem enn væri lífs. En heim í Langhús vomm við samt komnir áður en löng stund leið og þar var talsverður mann- fjöldi samankominn. Hafist var handa Sigurbjöm Þorleifsson bjarnarbaninn ásamt bangsanuni. Mynd/Stefán Ped. við að mynda bangsann og hlustað á frá- sagnir heimafólks af viðburðinum. Safnað liði í Víkinni Jónas Hálfdánarson frá Melum við Hofsós hefur sem kunnugt er verið að safna saman ýmsu um ísbimi iyrirÖssur Skarphéðinsson sem sá síðamefndi ætlar að gefa út í bók mikilli um ísbimi. Með- al þess sem Jónas hefur viðað að sér er frásögn Jóns Korts Ólfssonar, Konna í Haganesi, af þessum viðburði 15. febrú- ar 1988. Konni segir svo frá: „Húnninn var undir bátsræfli sjávar- megin við veginn í Haganesvíkinni, rétt við bryggjuna. Dýrið lá þama undir bátn- um í skjóli. Það var Ómar á Laugalandi, sem sá dýrið fyrst. Fyrst sá hann sporin og þau lágu þarna handan yfir og beint yfir Miklavatn úr Hraunakrók. Víkin var full af ís. Það var safnað liði og fengum við Bjössa í Langhúsum með byssu. Þegar við komum svo á staðinn var bangsi hoifinn. Við röktum slóðina suður að gömlu húsunum í Haganesvíkinni og sáum þar að hann hafði farið í ruslahaug, sem í var mikið af [xirsklifur og hausum. Síðan gátum við rakið slóðina suður und- ir vörðuna (innsiglingarmerkið), þá hverfur hún. Það var eins og hann hefði þar farið út í sjóinn. Endanlega orðinn snarvitlaus? Ég var á snjósleða og þeir báðu mig að renna inn í fjárhúsin til Sigga á Mói út við Mósvíkina og aðvara hann. Þegar ég kom þangað var Siggi að gefa. Ég sagði honum að hann skyldi hafa hraðann á að gefa og loka svo öllum dymm og hafa sig heim, því það sé bjamdýr héma á sveimi. „Ertu nú endanlega orðinn snarvitlaus”, sagði Siggi. Ég sagðist vera búinn að aðvara hann og hann skyldi bara passa sig. Hann skyldi ekki fara að gana neitt meðfram fjömnum. En Siggi lét sér orð Konna ekki að kenningu verða, eins og kernur í ljós í framhaldinu í frásögn Konna. „Svo þegar hann er búinn að gefa fer hann að gá, og þá sér hann helvítis bjöm- inn maður. Þá hafði hann farið í Móskóg- arklaufina, skriðið þar upp í fjömna og lá þar á klöpp. Siggi kom svo til okkar á fleygiferð á dráttarvélinni og tjáði okkur hvar bangsi væri. Við vomm á tveimur snjósleðum og ég fór innfyrir hann og skildi Bjössa þar eftir og hann gekk beint fram á bakkann. Svo var annar sleði til taks á veginum, ef við þyrftum nú að flýja undan dýrinu. Þama var hann svo skotinn á klöppinni. Þetta var rosalegt færi, en skotið hjá Bjössa geigaði ekki. Sporin voru stór í snjónum og við gerð- um okkur enga grein tyrir hvort þetta var fullorðið dýr eða húnn. Þegar við vomm búnir að drepa dýrið og sáum að þetta var húnn, þá var lfldegt að móðirin væri einhvers staðar á næstu grösum og hana þurftum við þá að fmna. Við rökum líka slóðina austur yfir Mikla- vatnið og yfir í Hraunakrók og þar út allt. Þegar við komum dálítið út fyrir Heljar- tröð, þá sáum við einn jaka, sem er and- skoti einkennilegur. Við sáum svarta rák niður hann á einum stað, og það var gat fyrir ofan rákina. Þama hefur verið hýð- ið á þessum jaka. Það var ákveðið að skjóta í hýðið og vita hvað gerðist. Sig- tryggur frá Fyrirbarði sigtaði lengi áður en hann skaut og hitti í fyrra gatið, en ekkert gerðist. Ómar Ragnarsson kom svo þama daginn eftir. Þá leituðum við strandlengjuna alveg inn á Bakka. Við urðum aldrei varið við neitt annað dýr, en í slóðinni eftir bjamdýrið var ansi mikið af slóðum sem okkur sýndist vera eftir tófu”, sagði Konni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.