Feykir


Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 5/2000 Hagyrðigaþáttur 289 Heilir og sælir lesendur góðir. Byrja skal á lagfæringum vegna síðasta þáttar, en inn í hann slæddust því miður nokkrar villur. Fyrri hluti vísu Jóns Péturssonar er réttur þannig. Þegar kýs sér maður mær munann frýs í kringum. í einni af vísum Rúnars Kristjáns- sonar er villa, réttur er síðari hlutinn þannig. Faldinn breiðir ævi á óláns neyðar glíma. í vísu Baldvins skálda mun þriðja hendingin eiga að vera þannig: „Ævi ferðafötin mín’'. Slæmt er að tapa effinu úr vísu Guðrúnar frá Oddsstöðum og sjá glöggir lesendur trúlega hvernig hún skal rétt vera. Þótt ég finni fyrir löngu fullin tæmd úr lífsins brunni. Það er Þorvaldur Þórarinsson frá Hjaltabakka sem mun hafa ort svo 18. febrúar 1962. Inni kalda á ég sæng úti líka skefúr. , ■ Stundum undir vetrarvæng vorið lengi sefur. Fjórða september 1969 mun Olli hafa ort þessa. Tískan hefur tök um skeið tíðum styttast pils á kroppi. Aður fyrr var lengri leið að lenda í hinu mikla stoppi. Stundum var þó staldrað við á stoppinu í gamla daga nú þarf víst ekki þessa bið það er líka önnur saga. Ævin styttist, lengist þó um leið líkt og pils á þessum fríðu kroppum. Ellin komin, æsku horfið skeið áning hætt á þessum gömlu stoppum. Til samferðamanns yrkir Þorvaldur. Illar nomir efldu seið við upphaf göngu þinnar. Snemma var þér vörðuð leið á vegi dyggðarinnar. Til Ragnheiðar yrkir Þorvaldur þessa fallegu vísu. Löngu þráir hjartað hlýju hana loksins nú ég finn. Dánar vonir vakna að nýju vina mín við barminn þinn. Það er Jón Sigurðsson frá Skíðs- holtum í Mýrasýslu sem er höfundur að næstu vísum. Munu þær vera ortar í tilefni af afmæli. Eitt er staðreynd, alveg skýr og í fullu gildi. Enginn tfmans framrás flýr hve feginn sem hann vildi. Hversu hátt sem hefst á flug hugsjón vísindanna, fær hún aldrci unnið hug á aldurdómi manna. Gott er að eiga góðan vin gefst ei auðna meiri. Vertu ætíð velkomin þó verði árin tleiri. Þá er næst að t ifja upp eina eftir Kolbein Kollaljarðarskáld. Sárast raun þá síst ég met silfur mitt að þrjóti þegar best mér lífið lét lék ég mér að grjóti. Annar þekktur hér áður lýrr, Hjálm- ar frá Hofi. minnir mig að ort hafi næstu. Fölsk em brjóst og falskar brár fölsk ert þú í svörum. Falskar tennur. falsað hár falskur roði á vörum. Um aðra strauma í tísku orti Bald- vin Jónatansson svo. Táldragandi tískan er tildrið má það sanna. Fljóðin ganga futðu ber fyrir sjónum manna. Næsta vísa gæti verið frá hemáms- ámnum svokölluðu. höfundur Hreiðar E. Geirdal. Ýmsir gátu ungfrúr séð eftir gleðileiki, ganga burt frá glaumnum með gin- og klaufaveiki. Jón Kristófer, sem kallaður var kadett, og Steinn Steinarr gerði á sinni tíð þjóðkunnan, mun hafa ort eftirfar- andi vísu til kunningja. Aldrei sést hann einn á ferð er það mjög að vonum, því að timburmannamergð mikil íylgir honum. Þessa kunnu vísu mun Jón kadett hafa ort er hann sé fallega stúlku leiða amerískan dáta við hótel í höfuðborg- inni að morgni dags. Ó leyf mér drottinn að deyja dapurt er mannlífið. Fósturlandsins Freyja er farinn í ásandið. Að síðustu þessi fallega vísa sem ort er um lífið í Herjólfsdal í Vest- mannaeyjum á góðri stundu. Höfund- ur er Guðmundur Guðni Guðmunds- son verkamaður í Reykjavík. Sækja Dalinn sveinn og víf seyðir stundargaman. Þar sem æska, ljós og líf leggja þræði saman. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson, Eiríksstöðum, 541 Blönduósi, sími 452 7154. Epson - deildin í körfubolta Tindastóll heldur sér enn í baráttu efstu liðanna Tveir sigrar hjá Tindastólsstelpunum Mikið fjör var í Síkinu á Sauðárkróki á sunnudag þegar ísfirðingar komu í heimsókn. Áhorfendur urðu vitni að einum albesta leik vetrarins, geysileg spenna og „axjori’ allan tímann, jafn leikur þar sem heimamönn- um tókst loksins að hrista gest- ina af sér á síðustu fjórum mín- útum leiksins og sigra 87:74. Með sigrinum haldaTindastóls- menn sér enn í hópi efstu liða en staða ísfirðinga er enn erfið. Leikurinn var kannski dæmigerður fyrir það hvað deildin er jöfn í ár og lítill getu- munur á liðunum. Tindastóls- menn vom þó með fmmkvæðið allan leikinn og gestunum tókst aldrei að komast yfir, en í tvígang í fýrri hálfleiknum náðu þeir að vinna upp gott forskot Tindastóls og jafna, en komust aldrei yfir í leiknum. Þeir vom drifnir áfram að góðum leik Bandaríkjamannsins Klifton Buss og skyttur þeirra vom líka drjúgar. Þannig skoraði Baldur Jónasson þrjár þriggja stiga körfur í röð í fyrri hálfleik og jafnaði í stöðunni 40:40. Tindastóll var einungis fjór- um stigum yfir í leikhléi og gestimir náðu að hanga á jDessu róli með mikilli baráttu, þar til um fjórar mínútur vom eftir að Tindastóll gerði út um leikinn og var Svavar Birgisson þá í miklum ham ásamt Bandaríkja- manninum Shavvn Mayers sem var geysisterkur í vöminni og náði að halda Bush í skefjum. Lokatölur urðu sem fyrr segir 87:74. Svavar Birgisson átti stórleik í liði Tindastóls bæði í vöm og sókn og nýting hans á sóknar- fæmnum var mjög góð. Mayers vann geysilega vel iyrir liðið og Valur Ingimundarson, sem nú lék með liðinu að nýju, átti góða innkomu, sem og hinn ungi Helgi Margeirsson. Þá léku þeir Láms Dagur, ísak og Kristinn Friðriksson einnig vel, þótt Kristinn skoraði óvenjulítið að þessu sinni. Hjá ísfirðingum var Klifton Bush sterkur og Baldur Jónas- son átti mjög góðan leik. Gangur leiksins: 6:0, 10:2, 15:8, 15:15, 26.17, 31:19, 40:31, 40:40 (48:44) 55:46, 60:55, 60:60, 68:60, 72:69, 84:69 (87:74) StigTindastóls: SvavarBirg- isson 23, Shawn Mayers 13, Láms Dagur Pálsson 12, Valur Ingimundarson 11, Helgi Freyr Margeirsson 7, Isak Einarsson 7, Kristinn Friðriksson 7, Sune Hendriksson 3, Flemming Stie 2 og Friðrik Hreinsson 2. Stiga- hæstir ísfirðinga vom Klifton Bush með 27 stig og Baldur Jónasson var með 15. Þriggja stiga körfur: Tinda- stóll 12/16, KFÍ 8/14. Víta- hittni: Tindastóll 9/11, KFI 11/17. Fráköst: Tindastóll 30, KFÍ31. K vennaflokkur Tindastóls í köifubolta bar tvívegis sigur- orð að Grindavíkurstúlkum |:>egar þær komu í heimsókn um helgina til keppni í 1. deild. Mcð sigrinum em Tindastóls- stúlkurnar komnar í fjórða sæti deildarinnar með átta stig. en sex lið em í deildinni. I fyrri leiknum, sem fram fór á laugardag, urðu lokatölur 58:40 og á sunnudag 67:50. Birna Eiríksdóttirátti stórleik í fyrri leik liðanna skoraði þá 23 stig. Bandaríska stúlkan Jill Wilson varmjög sterk íbáðum leikjunum og sú sem lagði gmnninn. Hún skoraði 11 stig í fyrri leiknum og 19 í þeim seinni. Jill tók fjölda frákasta og átti margar stoðsendingar. Efemía Sigurbjömsdóttir skor- aði 13 stig í fyrri leiknum, en í þeim seinni skoraði fyrrnefnd Bima 14 stig og Halldóra Andrésdóttir 8 stig. Tindastólsstúlkumar hafa sýnt miklar framfarir frá því í haust og liðið virðist á góðri leið. Þar em margir efnilegir leikmenn, s.s. Dúfa Dröfn Ás- bjömsdóttir, Sólborg Her- mundsdóttir, sem ekki lék með vegna veikinda að þessu sinni, og einnig hafa gengið til liðs við Tindastól tvær stúlkur frá Grindavík. Önnur jreirra, Aníta Sveinsdóttir, lék mjög vel í fyrri leiknum, hirti þá m.a. tíu fráköst. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir seðlinum með áskriftargjaldinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.