Feykir


Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 02.02.2000, Blaðsíða 7
5/2000 FEYKIR 7 Undir Borginni Hefíir hún viljann sem til þarf? Það er kunnara en frá þurfi að segja, að kvennabarátta hef- ur mjög sett svip sinn á þjóð - lífið hin síðari ár. Stundum er þó afskaplega vandséð hvað konur vilja gera á hinu póli - tíska sviði og virðist ráð þeirra þar hafa verið mjög reikult svo ekki sé meira sagt. Sumar þeirra hafa sýnilega aðhyllst stefnu sem miðað hef- ur að því að skapa sem mest frelsi frá ábyrgð, aðrar hafa horft stíft til vinstri og enn aðr- ar til hægri. Sumar hafa viljað eiga sig sjálfar. í stuttu máli sagt, konurnar sem ætluðu að siðbæta pólitíkina okkar hegða sér nákvæmlega eins og karl- amir þegar út í þá tík er komið og breyta hvorki einu né neinu til hins betra. Pólitíkin er í rauninni þannig að hún er hættuleg heil- brigðri dómgreind yfir höfuð og gildir það jafnt um konur sem karla, því er pólitískt um- hverfismat ekki málefni kyn- aðgreiningar á nokkum hátt. Viðhorf beggja kynja geta því verið jafn áhrifagjöm gagnvart spillingarþáttum ef því er að skipta. Siðbót í málefnum skapast því ekki af kynferði heldur miklu heldur af hrein- leika hjartans og helgun hugar- farsins í því að þjóna sannleika og réttlæti svo þjóðfélagið njóti góðs af. Hin raunverulega forsenda kvennabaráttu hefur að miklu leyti snúist um framagimi hjá konum og þá einkum háskóla- menntuðum konum sem em ó- ánægðar vegna skorts á svig - rúmi í karlaveldi kerfisins. Grasrótin í kvennahreyfing- unni hefur í raun aldrei haft mikið að segja, hún er aðeins til þess að hægt sé að segja að eitthvað sé undir fótum. Nú hefur svokölluð vinstri sambræðsla komið eins og sér- stök happasending til Kvenna - listans, því hefði hann átt að þreyta skeiðið einn í síðustu kosningum er nánast sjálfgefið að hann hefði þurrkast út. Þjóðin ereinfaldlega orðin leið á málflutningi sem gengur að mestu út á stöðuga frasa. Eitt af því sem komið hefur upp á borðið í tengslum við hina sér- kennilegu kvennabaráttu und- anfarinna ára er hugtakið “ já- kvæð mismunun !!! “ í sjálfu sér er þama um að ræða hálf skelfilegt hugtak sem felur í sér vissa þverstæðu. Það vísartil þess að með lögum séu sett upp tímabundin forréttindi til handa konum svo að hraða megi ferli jafnréttis í þjóðfélag- inu. Þar sem gmnntónn kven- frelsisbaráttunnar hefur ætíð verið í orði kveðnu jafnrétti, er erfitt að meðtaka það að bless- aðar konumar vilji með lög- festu misrétti ná fram baráttu - málum sínum. En ef slik vinnubrögð verða viðurkennd til frambúðar sem skref í rétta átt. vil ég endilega benda á annað mál þar sem viðhafa mætti „jákvæða mismunun “ og það án kynbundinnar að- greiningar. Það mætti nefni- lega setja í lög, að þar sem hagsmunir landsbyggðarinnar og höfúðborgarinnar rækjust á, þar giltu sjálfkrafa hagsmunir landsbyggðarinnar. Það gæti verið eins og var með guðslög og landslög hér á öldum áður. Slík lagasetning væri gott framlag til byggðamála. Það mætti t.d. láta þetta gilda í einn áratug til reynslu, svona fyrsta kastið. Síðustu árin hefur eng- in raunhæf byggðastefna verið rekin af hálfu ríkisins og af- leiðingamar em vægast sagt hörmulegar. Sveitimar tæmast ef ekkert verður að gert og síðan hefst fólksflóttinn í enn stærri stíl frá sjávarþorpunum og hefur hann þó einnig víða verið slæmur þar að undanfömu. Og hvert er fólkið að flýja? Til suðvesturhomsins er ferð- inni yfirleitt heitið, því þar er hið margrómaða góðæri að finna. Það hefur nefnilega ver- ið í gangi óformleg „jákvæð mismunun “ til margra ára fyr- ir höfuðborgina. Ef þeir sem með völdin fara em svo sinnu- litlir um þjóðlegan velfamað, að þeir geti ekki mótað hald- bæra byggðastefnu, gætu þeir kannski lagt til lagasetningu sem þjónaði til tilbreytingar hagsmunum hinna dreifðu byggða í einhver ár, svona til reynslu. Það gæti þá orðið fróðlegt að sjá hvort fólk úti á landi teldi ekki öryggi sitt aukast við að fá svo viður- kennda réttarstöðu í kerfinu. Þessu er hér með komið á framfæri til hugsandi áhrifa- manna í pólitík sem jákvæðir em gagnvart hagsmunum landsbyggðar og þjóðlegrar heildar. Þegar á allt er litið, er það ekki heldur höfuðborginni til hagsbóta að allir flytjist þangað - stór hluti íbúa hennar á rætur sínar úti á landi og vill að jafnvægi og samræmi ríki í byggðum landsins og það er í alla staði réttmæt og þjóðleg hugsun. Þeirri óheillaþróun sem verið hefur í gangi undan- farin ár verður að linna og snúa þarf gangverkinu inn á brautir heildrænnar hagsældar. Það verður ekki gert nema með skeleggu framtaki landsstjóm- arinnar og spumingin er hefur hún viljann sem til þarf ? Rúnar Krist jánsson. ✓ Okeypis smáar Til sölu! Til sölu ritsafn Gunnars Gunnarssonar, 14 bækur. Upplýsingar í síma 453 7325 . Til sölu kefldar kvígur. Burðartfmi mars-apríl. Upp- lýsingar í síma 453 8043. Félagsvist! Félagsvist, þriðja og síðasta spilakvöldið verður í Melsgili föstudaginn 4. febrúar kl. 21. Verðlaun - Kaffiveitingar. Kvenfélagið. Þverá I, Blönduhlíð, Skagafirði er til sölu! íbúðarhús 150 fermetra, tvær hæðir, tvær íbúðir - 60 fermetra bílskúr, húsið tekið í notkun 1985. Hesthús fyrir 20 hesta í stíum. Eldra hús fyrir 10 hesta. Hlaða 170 fermetra, fjós 160 fermetra, geymsla 100 femetra, tún 40 hektara. Veiðiréttur. Jörðin er án kvóta. Upplýsingar í síma 453 8241 og 854 7431 eða á staðnum. «ISK Atvinna Fiskiðjan Skagfirðingur hf. óskar eftir fólki til starfa við skreiðarverkun FISK. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Helgason í síma 455 4419 il Skagafjörður Námskeið fyrir starfandi listafólk Á vegum menningarmáladeildar Akureyrarbæjar verður haldið námskeið fyrir starfandi listafólk dagana 18.-19. febrúar nk. Námskeiðið hefst um hádegi á föstudag og lýkur um hádegi á laugardag. Námskeiðið fer fram í Brekkuskóla. Meginviðfangsefni námskeiðsins verður fjármögnun og markaðssetning hugverka og túlkunar listamanna. Meðal fyrirlesara verður Sonja Wiik, framkv. stjóri NIFCA, sem er norræn stofnun fyrir nútímalist. Einnig verða átta innlendir fyrirlesarar. Námskeiðið er ætlað fólki úr öllum listgreinum, eins og myndlist, leiklist, tónlist, ritlist, dansi o.s.frv. Námskeiðsgjald er kr. 12.500,- Innifalið er öll þátttaka í dagskrá námskeiðsins og einnig kaffiveitingar báða dagana auk kvöldverðar á föstudagskvöldið. Upplýsingar gefur Ómar Bragi Stefánsson, menningar-, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaflörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.