Feykir


Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 1
T7EYKHL 16. febrúar 2000, 7. tölublað 20. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Fiskiðjan Skagfirðingur hf Hagnaðurinn 345 milljónir í fyrra Hagnaður Fiskiðjunnar Skagfirðings á síðasta alman- aksári var 345,8 milljónir fyrir skatta, en að teknu tilliti til skatta og óreglulegra tekna 344,8 milljónir., Jákvæð rekstr- arniðurstaða byggir á góðu starfsfólki FISK til sjós og lands, ásamt því að ytri skilyrði voru fyrirtækinu á margan hátt hagstæð m.a. vegna hás afurða- verðs og vel gekk að afla þeirra veiðiheimilda í þorski sem FISK hefur yfir að ráða", segir Jón E. Friðriksson framkvæmdastjóri. Vegna samstæðureiknings við stærsta eiganda Fiskiðjunn- ar Skagfirðings, Kaupfélags Skagfirðinga, staðfesti stjórn FISK á fundi sínum 10. febrúar rekstrarniðurstöðu almanaksár- ins 1999, en rekstrarár FISK er kvótaárið og fyrir það tímabil var hagnaðurinn 185 milljónir. Rekstur FISK gekk vel á síð- asta ári. Rekstrartekur voru 2.422 milljónir, hækkuðu um 7,31 % milli ára, en rekstrargjöld án afskrifta og fjármagnskostn- aðar voru 1.699 milljónir króna og hækkuðu um 0,59%. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 723 milljón- ir eða 29;86%. Veltufé frá rekstri var 627 milljónir eða 25,9% af tekjum, en var 428 árið áður, veltufjárhlutfall er 1,59, en var 1,22 og eiginfjár- hlutfall hefur einnig batnað. Var 0,35 á síðasta ári en 0,23 árið áður. Nettóskuldir FISK eru 1.340 milljónir króna og niður- staða efnahagsreiknings 3.035 milljónir. Stefnt að skógrækt á Steinsstöðum Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að athuga möguleika þess að hefja skóg- rækt í landi Steinsstaða í Tungusveit. Við umræður um fjárhagsáætlun á síðasta fundi sveitarstjórnar var vikið að þeim hugmyndum að planta svokölluðum aldamótaskógi að Steinsstöðum og í dag, mið- vikudag, verða þessar hug- myndir væntanlega viðraðar á fundi umhverfis- og tækni- nefndar með fulltrúum Skóg- ræktarfélags Skagfirðiga. Stefán Guðmundsson for- maður umhverfis- og tækni- nefndar segir að Steinsstaðir séu mjög vel fallnir til skóg- ræktar. f landi jarðarinnar, sem er í eigu sveitarfélagsins, er mikill jarðhiti, fjölbreytt lands- lag og veðurfar ákjósanlegt til skógræktar. Samkvæmt skipu- lagi er m.a. áformað að þarna verði sumarbústaðabyggð og í athugun að leggja hitaveitu á svæðið. Vegur hefur verið lagð- ur um svæðið og fyrstu húsin eru risin. Þessir ungu menn við Austurgötuna á Hofsósi voru ekkert að víla fyrir sér þó hann bristi á með norðan stórhríð um helgina. Þeir hófust handa strax er upp birtí og grófu innan stærsta skaflinn við götuna og hlóðu við hann varnarvirki. Ekki var svo verra að svolítið framhald varð á veðrinu á mánudag og frí gefið í skólanum. Þá var hægt að klára mannvirkið. Fyrir framan er Friðrik Pálmi Pálmason, en aftar frá vinstri talið Jóel Þór Arnason, bræðurnir Jóhannes Veigar Jóhannesson og Birgir Ingvar Jóhannesson og Guðmundur Alfreð Hjartarson. Húnvetnskir sauðfjárbændur vilja samræmt átak gegn kláða Á fundi sauðfjárbænda í Húnavatnssýslum í Víðihlíð nýlega var samþykkt að fara fram á það við héraðsdýra- lækni og yfirdýralækni, með fulltingi landbúnaðarráðu- neytisins og fjárveitinga- valdsins, að farið yrði í skipu- lagðar aðgerðir til útrýmingar fjárkláðamaurs í sauðfé á Norðurlandi vestra, allt frá Víðidal og austur í Skaga- fjörð. „Með samstilltu átaki virðist hafa tekist að uppræta fjárkláða á Vestfjörðum og horfa fundar- menn til þess að svipuðum að- gerðum megi beita hér með full- nægjandi árangri. Nauðsynlegt er að átak til útrýmingar fjár- kláðamaurs á þessu svæði fari fram næsta vetur", segir einnig í ályktun fundarins. Að sögn Egils Gunnlaugs- sonar héraðsdýralæknis í Húna- þingi vestra hafa verið nokkur brögð um fjárkláða í Húna- vatnssýslum og sérstaklega varð vart við aukningu hans í Víði- dalshólfinu á liðnu hausti. Egill segir að þetta sé það mikið að ástæða þyki til að gera tilraun til að útrýma þessum ófögnuði. Erindið hefur verið sent til sveitarstjórna á svæðinu með vonir um undirtektir. Þannig hefur samþykkt fundarins í Húnavatnssýslu verið send af sveitarstjórn Skagafjarðar til Fé- lags sauðfjárbænda í Skagafirði. Jóhann Már Jóhannsson bóndi í Keflavík, formaður félagsins, segir skagfirska bændur styðja félaga sína í Húnaþingi við út- rýmingu fjárkláðans, þó svo að hann hafi alls ekki verið plága eða vandamál í Skagafirði. Hins vegar hafi sauðfjárbændur þar mun meiri áhyggjur af öðrum hlutum og það sé hvernig gerð nýs búvörusamnings sé að þró- ast. Jóhann segir að sér sýndist að þarna sé endanlega verið að taka allan sjálfsákvörðunarrétt af sauðfjárbændum, enda virðist lítið tillit tekið til fundarsam- þykkta þeirra. „Það er eins og allir aðrir en bændur, séu betur í stakk búnir til að fjalla um þessi mál", sagði Jóhann Már. Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ÆÞ bílaverkstæði Simi 453 5141 Sæmundargata Ib 550 Sauöárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbardaviðgerðir Réttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.