Feykir


Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 16.02.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 7/2000 „Ég er svolítið eigingjarn á lögin mín en á kannski ekki að vera það“ Segir Jón Sverrisson trésmiður og tónlistarmaður á Blönduósi Jón Sverrisson fertugur trésmiður á Blönduósi, verkstæðisfor- maður íTrésmiðjunni Stíganda, slappar af frá smíðaverkefnun- um með því að semja lög og „gutla“ á gítarinn heima. Jón og kona hans, söngkonan Jóhanna Harðardóttir, sendu frá sér tólf laga geisladisk fyrir síðustu jól. Þau kalla sig Kúnzt og einvörð- ungu var frumsamið efni á disknum sem heitir eftir titilaginu, „Ótrúleg orð.” „Ég sem afskaplega mikið af tónlist, er svolítið frjór í þessu má segja. Þetta virðist vera ljúft og mér eðlislægt að búa til eitth vað.< Kannski dæmi um það er að þegar ég kom heim í gær, þá var þátturinn „sextíu mínútur” í sjónvarp- inu, og verið að fjalla um það vandamál sem nauðganir eru í Suður-Afríku. Það er oft sem hugmyndinar kvikna einmitt út frá svona mannréttinda- og tilfínn- ingamálum. Stundum koma lögin einn, tveir og þrír, en síðan er að leita eftir út- færslum sem maður er ánægður með”, segir Jón Sverrisson. Jón var innan við tvítugt þegar hann byrjaði að spila í danshljómsveitum. Sem unglingur þótti hann efnilegur knattspymumaður, en lélegir fætur urðu til þess að músíkin varð ofan á. Jón og nokkrir ungir menn á Blönduósi stofn- uðu hljómsveitina Rop. „Við spiluðum mikið í Húnavatns- sýslunum, á Ströndum og töluvert í Eyjafirði. Með mér voru Guðmundur Guðmundsson, Stefán Tómasson, Jó- hann Öm Amarson, Skúli Thoroddsen og Guðráður Jóhannsson á Beinakeldu. Og reyndar var söngkona með okkur á tímabili, Bima Sigfúsdóttir. Strákamir voru aðeins yngri en ég, þannig að ég baðist nokkuð meira í þessu en þeir. Við spiluðum í nokkur ár í kringum 1980 en eftir það höfðu þeir samband við mig strákamir í hljóm- sveitinni Lexíu, sem starfandi var í vestur sýslunni. Þeir gáfu út eina plötu og ég fylgdi henni eftir með þeim og kom þá inni í hljómsveitina og við spil- uðum í nokkur ár. Svo lék ég í hljóm- sveitum hér á Blönduósi eftir þetta og síðan aftur smátíma í Laxíu þegar hljómsveitin kom saman aftur.” Stofnun skagfírsks ferðaþ j ónustufyrirtækis Kynningarfundur í Safnahúsinu miðvikudaginn 23 febrúar nk. kl 20 Ferðaþjónustuaðilar athugið! í undirbúningi er stofnun fyrirtækis í Skagafirði sem sinna á málefnum ferðaþjónustu á svæðinu. Um er að ræða samstarf sveitarfélags, Atvinnuþóimarfélagsins Hrings, INVEST og ferðaþjónustuaðila. Markmið félagsins eru m.a.: - Að vera samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila í Skagafirði og vinnaað málefnum greinarinnar -Að sinna heilsárs upplýsingagjöf á sviði ferðaþjónustu í Skagafirði -Vöruþróun og markaðsmál í samstarfi við ferðaþjónustuaðila - Skipulagning sérferða og bókanir á þeim. Fundurinn er öllum opinn. Nánari upplýsingar veittar hjá Atvinnurþrótmaríélaginu Hring í síma 455 6090. Söng- og tónlistardúettinn Kunzt á Blönduósi, Jón Sverrisson og Jóhanna Harðardóttir. Mynd/Elva Ingimarsdóttir. Það var einmitt í Lexíu sem sam- band þeina Jón Sverrissonar og Jó- hönnu Harðardóttur hófst og eftir nokkra missera hlé frá tónlistinni fóru þau tvö að semja saman tónlist og spila og syngja. „Ég sem lögin og við leggjum í sam- einingu grunninn af textunum. Það fer oft mikill tími í vangavelturog rökræð- ur um innihald textanna. Mjög oft semjum við þá eftir að lögin verða til en stundum kemur þetta nokkum veginn jafnharðan. Stundum koma þeir á und- an, það er líka til í því.” - Þú segist semja mikið, hafa kannski aðrar hljómsveitir og flytj- endur fengið lög hjá þér? „Nei, ég hef aldrei sent lög í keppn- ir eða neitt svoleiðis og er svolítið eig- ingjam á mín lög, en kannski á ég ekki að vera það. Ég hef samið lög bæði fyr- ir Blönduósbæ og ungmennafélagið Hvöt og við gáfum út fjögurra laga disk í litlu upplagi fyrir rúmmu ári síðan,' jóladisk, og var það fyrsti diskurinn okkar. Þau lög vom líka tekin upp hjá Hilmari Sverrrissyni á Sauðárkróki. Við prentuðum hann bíira héma á staðnum og gerðum umslagið og allt sjálf. Gáf- um þetta út í um 150 eintökum og seld- um það allt og létum það bara duga.” - Við fyrstu hlustun finnst mér lögin þín ekkert ósvipuð þeirri músík sem gömlu Mánar voru með. Ertu kannski undir áhrifum frá Labba í Glóru? „Nei ég er það ekki, en kannski er þetta svipaður skóli hjá okkur. að vera í þessari dansspilamennsku og við emm báðir svolitlir rokkarar í okkur. Labbi semur yndislegar ballöður, en ekki er það að ég sé að herma eftir honum eða neinum. Ég reyni að gera þetta eins og maður vill sjálfur, fara mínar eigin leið- ir. Það hefur mörgum fundist lögin mín líkjast svolítið bandarískm gítarrokki, eins og það gerðist fyrir svona tíu ámm. Ég held að lögin mín þyki nokkuð gríp- andi.” - Hvernig gekk þér að fá spilun á disknum á útvarpsstöðvunum? „Það gekk bara afskaplega vel og sem utanbæjarmanni þá gekk það ágæt- lega að fá kynningu. Svo hafa lögin heyrst stöku sinnum, en það hefur kannski vantað svolítið þrýsting frá okkur, þar sem að við höfum þetta ekki fyrir aðalatvinnu þá hefur ekki gefist tími til að fylgja þessu eftir eins og kannski þyrfti að vera. Annars hefur salan gengið alveg þokkalega og lík- lega best á þessu svæði hér og nágrenni. Ég þekki nú ansi mikið til í Skagafirð- inum og þar hafa líklega selst um 70 diskar. En maður verður svo sem ekki ríkur af þessu.” - Hvað þarf að selja mikið til að dekka kostnað? „Svona 400-450 diska og það er komið langt í það, þannig að það hefst. Diskurinn hefur fengið ákaflega góðar viðtökur, eins og t.d. hjá burtfluttum Húnvetningum sem ég er í sambandi við. Ég á líka von á því að það fari meira af honum á næstunni, en við höf- um gefið jressu ftí núna undanfarið, en ætlum svo að taka smáátak í sölunni núna á næstunni.” Jón segir að aðstaðan í hljóðverinu hjá Hilmari Sverrissyni á Sauðárkróki sé góð og nokkrir liprir spilarar léku undir auk þeirra Jóns og Hilmars, Stein- ar Gunnarsson á bassa, Kristján Krist- jánsson á trommur og Ragnar Karl Ingason á gítar. Þá lék 18 ára stúlka frá Blönduósi á flutu. Hugrún Hallgríms- dóttir, og kemur það sterkt og skemmti- lega út. En hvað ætlar svo Kúnzt að gera á næstunni? „Við ætlum að reyna að drífa okkur af stað og fara að spila svolítið. Við höf- um verið með stóran bamahóp og það hefúr farið dálítill tími í það. Það yngsta verður 11 ára á þessu ári þannig að við vonumst til að tíminn fari að vera rýmri”, sagði Jón Sverrisson að end- ingu og hann á frekar von á því að þau muni láta sjá sig á sumri komandi, kannski á kaffihúsunum á svæðinu.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.