Feykir


Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Sólin hækkar sem óðast á lofti og daginn lengir. Um leið færist meira líf í umhverfið. Bömin í Arvist, skóladagheimlinu á Sauðárkróki, voru að leik á bamskóiavellinum í gær ásamt umsjó- narmanni sínum Maríu Sævarsdóttur. Björgunarsveitir í Húna- þingi vestra sameinaðar Að undanfömu hefur verið unnið að sameiningu björg- unarfélaganna þriggja í Húnaþingi vestra, björgun- arsveitar og slysavarnar- deildar Káraborgar á Hvammstanga og Flugbjörg- unarsveitar Vestur - Hún- vetninga, sem hefur aðsetur á Laugarbakka. Fundur þar sem kosið verður um samein- ingu sveitanna verður hald- inn annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 24. febrúar og hefur komið upp hugmynd að nýja sveitin muni heita Björgunarfélagið Hvítserkur. Guðmundur Jóhannesson formaður Káraborgar segir að fólk sé fylgjandi sameiningu sveitanna og ekki hafi orðið vart mótbára gegn nafni á nýja félaginu. Að sögn Guðmundar eru félagar í slysavamarsveit Kára- borgar 118 talsins, margir af þeim eru styrktarfélagar. I björgunarsveit Káraborgar eru um 40 manns og Guðmundur álítur svipaðan fjölda í flug- björgunarsveitinni. Þessar sveitir eru vel búnar tækum í dag og Guðmundur segir að sameinaðar verði þær geysiöfl- ungar, með þrjá snjóbíla, fjóra björgunarbfia og Alantic 21 björguanrbát, harðbotna slöngu- bát sem keyptur var á síðasta ári. Káraborg er með deild í Bæjarhreppi á Ströndum og hefur einn bfia sveitarinnar verið staðsettur á Borðeyri. „Þetta er í takt við það sem hefur verið að gerast annars staðar. Sveitimar eru að vinna á sama svæði og einungis átta kflómetrar á milli aðalbæki- stöðva þeirra. Síðan er hinu ekki að neita að fólki hefur ver- ið að fækka og það setur svip sinn á þetta staif sem annað. Unga fólkið fer burtu til náms og aldrei að vita hvað skilar sér aftur”, sagði Guðmundur sem lætur af formennsku við sam- einingu sveitanna, en meining- in er að fá nýtt forustuafl til að leiða nýtt sameinað björgunar- félag í Húnaþingi vestra. Heyfengur í Skaga- firði í tæpara lagi - þrátt fyrir gjafaléttan vetur „í heildina má segja að þetta sé í jámum með heyfeng í hér- aðinu. Nokkuð margir em í knappara lagi með hey og ljóst að þeir verða að grípa til þess fyrr en seinna að drýgja heyin, þá væntanlega með kjamfóð- urgjöf, því það verður trúlega erfitt að útvega sér hey úr þessu. Eg hef svo sem ekki á- hyggjur að menn bjargi sér ekki, en við munum fylgjast með áfram”, segir Bjarni Maronsson forðagæslumaður hjá Búnaðasambandi Skaga- fjarðar, sem annast forðagæslu fyrir sveitarfélagið eins og síð- asta vetur. Bjami segir að bændur hafi verið búnir með allar fymingar eftir óhemju gjafafrekan vetur sem leið. Síðan fengu þeir kalin tún ofan í kaupið í vor og hey- fengur var því í naumara lagi eftir síðasta sumar. „En bændur stóðu sig mjög vel síðasta vetur, útveguðu sér hey og fóður í tíma og fóðrunin var í góðu lagi. Síð- an hefur þessi góði vetur orðið til þess að menn hafa getað sparð heyfeng, en þeir gera það nú ekki eftir þetta”, sagði Bjami Marons- son. En ásetningur mun hafa verið í ríflegra lagi í haust hjá mörgum og trúlega hefur góð tíð framan af orðið til þess að menn fækk- uðu ekki eins mikið og raunar hefði þurft. „Það er al veg ljóst að hrossaijöldi í héraðinu er of mik- ill og þetta er slæmt varðandi beitarþol og líka það að menn geta ekki gefið með þessu enda- laust. Menn gætu haft miklu bet- ur út úr hrossabúskapnum með því að fækka í stóðinu og gera þá betur við úrvalið”, segir Bjami Maronsson. Nýtt deilskipulag fyrir Hofsós Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar samþykkti á fúndi sínum á mánudag nýtt deili- skipulag fyrir þorpshlutana á Hofsósi: Plássið, Bakkann, Sand- inn og Brekkuna. A sama fundi var einnig samþykkt umsókn Valgeirs Þorvaldssonar um byggingarleyfi fyrir ættfræði- setur á „Arverslóðinni”. Fimm athugasemdir bárust við deiliskipulagstillöguna m.a. frá Una Péturssyni útgerðar- menni og 43 öðrumHofsósing- um. Sjómönnum hefur fundist að sér þrengt, en höfnin liggur að hinu skipulagða svæði . Þá bárust athugasemdir frá Sigl- ingastofnun, Vegagerð ríkisins og eigendum Bakka og Nýja- bæjar, en þessi hús eru á hinu skipulagða svæði. Umhverfis- og tækninefnd svaraði á fundi sínum á mánudag framkomn- um athugasemdum. Deiliskipu- lagið hefur Ami Ragnarsson arkitekt og skipulagsfræðingur unnið fyrir nefndina. —KTeH£»t! chjDI— Airilbílaverkstæði Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 A g m m m sími . 4535141 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA Sæmunáargata Ib 550 Sauðórkrókur Fax:453 6140 • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Réttingar # Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.