Feykir


Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 5
8/2000 FEYKIR 5 Verðleikar mannfólksins °g gjafir almættisins Skagafjarðarjxjrrinn var betri en sami mánuður á suðvestur- hominu, þar sem ófærð og ill- viðri voru linnulítið að angra fólk. Þetta er eðlilegt að mínum dómi, augljóst samhengi er milli hegðunar og verðleika mann- fólksins og gjafa almættisins. Hef ég margoft tekið eftir því hvað við Skagfirðingar búum við mikla árgæsku og blíðviðri, þó aðrir landshlutar séu iamdir stór- viðrum sem jaðra við náttúru- hamfarir og mér hefur oftast þótt þeir eiga það skilið, vegna hegð- unar íbúanna. Efist einhverjir um þetta or- sakasamhengi er auðvelt að benda á þá staðreynd að meira að segja hér í Skagafirði er veðra- gæðum misskipt, því allir vita að hvergi er betra veður en í Akra- hreppi og best þó í Blönduhlíð- inni þar sem eftirlætisböm himn- anna em í hrúgum. Fleira hefur okkur gengið í vil upp á síðkastið, sveitarstjómin útvarpar fundum sínum mér til mikillar gleði og er full ástæða að þakka það, nóg er nú samt sem sumir vilja finna að hjá þeim ágætu mönnum. Ég er ekki í aðstöðu til þess að hlusta ótruflaður á fundina í heild og var satt að segja hálf óánægður yftr því, en svo rann upp ljós fyrir mér og gat ég því tekið gleði mína aftur. Jafnvel þó einhverjar mínútur detti út þá bjarga fulltrúamir því með þeirri snjöllu lausn að þrástagast á sömu tuggunni svo lengi að ég fæ alltaf samhengi í vaðalinn og verð vitrari eftir en áður. Þetta er ekki nýtt í sögunni, í öllu því fjölmiðlafárviðri sem á okkur dynur dag út og dag inn, er uppistaðan í öllum fréttum það sem sagt var frá í morgun, í dag eða í gærkveldi, hver frétt er sögð svo oft að ég er hættur að taka eftir þeim nema þegar hún er felld niður eftir sítuggu í hálf- an annan sólarhring, þá vakna ég allt í einu og finn að eitthvað vantar og ég sakna leiðindanna, eins og hraðahindrananna sem voru fjarlægðar af Hegrabraut- inni og ég í þráhyggju vanans man ennþá eftir. En nú emm við farin að ganga á móti birtunni og vorið leggst vel í mig. Það verður ekki erfítt að greiða upp gömlu skuld- imar þegar gráslebban gengur og fuglinn sest í björgin, þá munum við þakka okkar oddvitum fram- sýnina að gera okkur kleift með lántökum að lifa skuldugir við kjöraðstæður en ekki sem skuld- lausir sjálfseignamenn í kotbýli. Hér passar vel gamla vísan eftir Jón Pétursson. Týnist fljótt í tímans haf, tækifærið glatað. Skröklaust hafði ég skemmtun af skömmum - meðan ég gat það. Glaumur. Söngbræður í Miðgarði . Karlakórinn Söngbræður úr Borgarfirði heldur tónleika í fé- lagsheimilinu Miðgarði næst- komandi laugardag 26. febrúar kl. 21 og lofar kórinn hraust- ■ legri og traustri skemmtun í anda Sturlunga og annarra frið- elskandi Borgfirðinga. Stjórnandi Söngbræðra er Jacek Tosik Warszawiak kenn- ari við Tónlistarskóla Borgar- fjarðar og áður prófessor við Tónlistarakademíuna í Kraká í Póllandi. Undirleikari er Agnieszka Panasjuk. Karlakórinn Söngræður hef- ur starfað í Borgarfjarðarhéraði síðan 1978 en það haust hófu nokkrir menn í innstu sveitum héraðsins að syngja saman fjór- raddað í félagsheimili sínu, Brúarási. Það var um það bil þrefaldur kvartett. Fyrstu árin gekk þessi sönghópur, þá enn nafnlaus, hægum og hikandi skrefum út í lífið, en efldist smám saman að fjölda og getu, jafnframt því sem félagssvæði hans stækkaði og nær nú um mestallt héraðið. Oft hafa söng- menn verið um 30 vetur hvem, en nú síðast um 40. AIls munu yfir 80 rnenn hafa sungið í kómum einn vetur eða fleiri. + Yið þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu er sýnt hafa okkur samúð og kærleiksríka vináttu við andlát og útför Eyjólfs Svans Pálssonar Starrastöðum Sérstakaf'þakkjr til Álftagerðisbræðra og Karlakórsins Heimis. • María Reykdal Guðrún Kristjánsdóttir ■* Arnar Páll Eyjólfsson Elín Ólafsdóttir Sara R. Einarsdóttir Sveinn Úlfarsson Þórunn Eyjólfsdóttir Margrét Eyjólfsdóttir Páll Starri Eyjólfsson Stefanía Guðrún Eyjólfsdóttir Ólafur S. Pálsson, Sigurður Pálsson, Reynir Pálsson, • Ingimar Pálsson og fjölskyldur. Guð blessi ykkur öll! MUSTAD Mustadfors Bruk hefur framleitt hóffjaðrir í nær 100 ár, en ætlan þeirra er að framleiða allt sem þarf til góðrar hirðu hófa. I samráði við bestu járningamenn framleiðir MUSTAD hágæða verkfæri til járninga. PREMIUM QUALITY HORSE SHOE NAILS MUSTAD.n Ennfremur: Skeifur með og án uppsláttar og . hóffjaðrir. Bjarni Jónasson tamningamaður notar þessar skeifur og mælir með þeim.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.