Feykir


Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 8/2000 Minkaplágan í landinu IH. KAFLI Nei - það var sko ekki hann, sagði fréttamaður, þetta var Halldór Asgríms- son, það fór fram mikil umræða á stjórnarfundinum, hvflíkur vágestur væri í landinu, og hvað væri til ráða. Það er greinilega víða komið við-rætt um ýmislegt á stjómarheim- ilinu sagði ég. Ef þú kemur þar aftur, þá er ég með skilaboð til þeirra, ef þú vild- ir vera svo góður að vera milliliður. Mér fannst fréttamaður takast á loft í hinum endanum, og hann sagði. Ha - hvað! - Það skal ég með glöðu geði gera, þetta er minn vettvangur - ég er þar hagvanur, þaulkunnugur. Mitt starf að fylgjast með - segja fréttir af því sem er að gerast í landinu. Ég brosti í kampinn. Segðu jxnm þá, sagði ég, að jtegar ég var strákur, þá var Jjessi vargur ekki til í landinu. Þessi dýr voru til í útlöndum, það stendur í Dýra- fræðiJónasar frá Hriflu, jxirri úrvals- bók, sem bömin lærðu á fýrirstríðsár- unum. Þessi skepna heitir Hreysikött- ur, sagði Jónas - er svo skæð, hún eyddi öllu lífi á jörðinni, væri hún í manns- stærð, grimmdin slík, að drepa og drepa, og láta hræin liggja. En við því sá Guð almáttugur.Hann hafði }>essi grimmu dýr ekki stærri - en raun ber vitni, allt í stfl, og í eyjum við hin ystu höf, enginn þekkti varginn - ekki til þar. En svo bregðast krosstré... Það var ríkisstjórn millistríðsáranna sem flutti [rennan ófögnuð - jDennan fjanda vil ég segja - inn í landið, sem er á góðri leið með að eyða öllu fuglalífi - fískum í ám og vötnum - hænsnum í húsum - jafnvel kanínum, og hver veit hvað, og hver er ábyrgur fyrir þessum ósköpum, annar en afkomendur - arftakar þessarar mis- vitru ríkisstjómar sem fór svona gá- leysislega með vald sitt, að lofa mink- inn, og leggja þar með saklaust fugla- lífið í landinu næstum því í rúst, með einu pennastriki. Slíkt og þvflíkt. Það verður að krefj- ast þess að valdamennirnir hafi a.m.k. vit fyrir sjálfúm sér. Fyrir því geri ég þær kröfur - ann- ars vegar, að grimmileg herferð verði gerð gegn þessu óþolandi villidýri - skaðræðis aðskotadýri, sem á hér engan rétt - á ekki að eiga hér heima. Eyða því úr dýraflórunni - eða halda svo í skefjum að dýralíf á íslandi hafí frið. Hinsvegar geri ég þá sanngjömu kröfu, (pútumar sem ég missti í varginn vom 71,áþeimvoru 142 vængir, segi og skrifa) og þar sem ég er nú ekkert nema hógværðin og sanngirnin, eins og þeir, vænti ég jjess að jx;ssir góðu menn, rétt- sýnu menn á stjórnarheimilinu, veiti mér sárabætur, ekki rninna en þúsund- kall á væng, ég er nú bestur í slumpa- reikningi - segjum bara hundrað og Gunnar Gunnarsson S-Vallholti. fimmtíu þúsund í allt. Mér þætti vænt um að fá jDetta sem íyrst - saltið í graut- inn. Heldurðu að þú getir skilað þessu?, sagði ég svona í restina. Ekkert sjálfsagðara, sagði fréttamað- ur, ég hefði bara gaman af því. Og jDetta er bara fyrsta vers, hélt ég áfram. Og næsta vers er svona: Ég er nú farinn að reskjast, hef lítið annað en ellilaunin, eða hvað á að kalla joetta sem öldungamir fá, til að moða úr, og mér finnst það léttvægt í vasa, það sem ég ber úr býtum. Ég vænti nú þess - sagði ég - og þú skilar því til þeirra, að þessir heiðursmenn, sem ég hefí kosið í gegnum tíðina til að fara með völdin fyrir mig, láti mig ekki sitja við lakara borð heldur en hvem ann- an, allir ættu að verajafnirfyrirlögun- um. Ellilaunin ættu vitanlega að vera ákveðin krónutala til hvers og eins, og ekki lægri en það - að fólk geti lifað af því svona sæmilega, án þess þó að bmðla nokkuð. Hvorki meira né minna. Hvaða sanngimi er fólgin í því, að moka milljónum í gamalt fólk, jxitt það hafi e.t.v. afrekað einhverjum ósköpum í lífi sínu, svo sem að vera í háum stöð- um - eða svoleiðis - láta svoaðraberj- ast í bökkum - svo jxeir verði jafnvel að eta ósaltaða grauta! Ég get svo sem líka slegið vamagla, ef þeir geta ekki jafnað muninn - vilja það ekki, meinti ég. Því vilji er allt sem þarf. Þetta em ekki getulausir menn. Þá fer ég bara fram á það að ég sitji ekki við lakara borð en jxeir Steingrímur og Sverrir Hermannssynir, jx’ir mætu menn. Við erum allir menn - og öll. Krefj- umst réttlætis. Jafnrétti ogbræðralagí landinu. Allir eitt! Ætlarðu að skila þessu fyrir mig?, sagði ég að endingu. Hvort ég ekki skal, sagði hann, glaður í bragði. Slitum spjallinu, síðan ekki söguna meir. Ég bíð og bíð - eftir aurunum mín- um. Kannske jxeir komi núna. Og það verður að rætast úr [Dessum málum, eigi íslensk þjóð að lifa hamingjusöm í landinu um næstu framtíð. Þar eiga yf- irvöldin óleyst verkefni, sem enga bið þolir. Það eru mín orð í upphafi hins síðasta árs tuttugustu aldarinnar. Gunnar Gunnarsson. Þeir þrír efstu í kjörinu: Guðmundur Ingvi, Egill Þórarinsson og Jón Arnar. Jón Aniar íþróttamaðnr Skagaijarðar Stelpurnar með góðan sigur á ÍS í hófi sem menningar- í- þrótta- og æskulýðsnefnd Skaga- fjarðar og Ungmennasamband Skagafjarðar gengust fyrir í fé- lagsheimilinu Ljósheimum sl. fimmtudagskvöld var tilenfndur íþróttamaður Skagafjarðar. Kom fæstum á óvart, þrátt fyrir gróskumikið íþróttastarf í Skaga- firði, að Jón Arnar Magnússon tugþrautarkappi yrði fyrir valinu að jsessu sinni eins og reyndar síðustu árin. Silfurmaður kom nú úr röðum hestamanna og ungur kylfingur hafnaði í þriðja sætinu. Þetta er í fyrsta sinn sem UMSS og Sveitarfélagið Skaga- fjörður standa sameginlega að kjörinu og verður jressi háttur hafður á framvegis, en Sauðár- krókur hafði tekið upp útnefn- ingu íþróttafólks úr öllum í- þróttagreinum í ársbyrjun og kjör íþróttamans UMSS var jafnan kunngert á ársþingi sambandsins á vonnánuðum. Sem fyrr segir er Jón Amar Magnússon fremstur íþrótta- manna í Skagafirði og stendur þar hæst frábær árangur hans á Evrópumeistaramóti á liðnum vetri. í öðru sæti varð Egill Þór- arinsson hestamaður, sem m.a. náði jxúm frábæra árangri að sigra í töltkeppni á landsmóti. Þriðji varð Guðmundur Ingvi Einarsson golfmaður úr GSS. Auk klúbbmeistaratignar GSS, varð Guðmundur Islandsmeistari unglinga og var valinn í ung- lingalandsliðið og í Norður- landaúrval fyrir næsta sumar, sem keppir við Bandaríkin. Fimm aðrir íþróttamenn voru tilnefndir til kjörsins. Svavar Birgisson körfuboltamaður, Kristín Una Sigurðardóttir sund- kona, Olafur Margeirsson frjáls- íþróttamaður og hestafólkið Heiðrún Osk Eymundsdóttir og Magnús Magnússon. Það voru Omar Bragi Stefánsson fram- kvæmdastjóri menningar- í- þrótta- og æskulýðsnefndar og Haraldur Jóhannesson formaur UMSS sem kynntu kjörið í Ljós- heimum. Kvennalið Tindastóls kom nokkuð á óvart j)egar það vann Stúdínur í seinni leik liðanna á Sauðárkróki um helgina. 1S hafði unnið fyrri leikinn nokkuð ör- ugglega 54:73 (24:38), og komst síðan í 17:8 í upphafi seinni leiksins, en þá komu 12 stig frá Tindastóli í röð og stúdínur átti síðan ekki nein svör við góðri svæðisvöm heimastúlkna. ÍS skoraði m.a. ekkert stig síðustu þrjár mínútur leiksins og útkom- an var ömggur Tindastólssigur 57:45 (24:24). Tindastóll er nú kominn með góða stöðu í barátt- unni við KFI um sæti í úrslita- keppninni. Tindastóll er með fjórum stigum meira en KFI og á tvo leiki til góða. Stig Tindastóls í sigurleikn- um á laugardag. Jill Wilson 16 (sex stoðsendingar), Bima Ei- ríksdóttir 15 (12 í seinni hálf- leik), Halldóra Andrésdóttir 14, Dúfa Asbjömsdóttir 8, Sólborg Hermundsdóttir 4 og Efemía Sigurbjömsdóttir 1. Stig Tindastóls í tapleiknum á föstudag. Jill Wilson 19 (sex frá- köst, fimm stolnir), Halldóra 12 (6 fráköst, 3 varin, 4 stolnir), Dúfa 8, Bima 8 (4 stoðsending- ar), Aníta B. Sveinsdóttir 4(10 fráköst), Sólborg 2. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaíjöixkir Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.