Feykir


Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 23.02.2000, Blaðsíða 8
23. febrúar 2000,8. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill —- KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Islendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki islands í forystu til framtfðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . „Nýsköpunarbáturinn“ Týr mun brátt hverfa af Eyrinni. Sá síðastí frá ..nýsköpunartímabilinu Síldarminjasafnið fær Tý Týr SK-33 gamli trébátur- inn, sem mörg undanfarin ár hefur staðið nyrst á Eyrinni á Sauðárkróki mun brátt fara til sinna framtíðarheimkynna. I sveitarstjórn Skagafjarðar á dögunum var afgreitt fjögurra ára gamalt erindi frá Síld- arminjasafninu á Siglufirði, sem einhverra hluta vegna gleymdist í kerfmu. En forráða- menn safnsins föluðust eftir að fá bátinn til varðveislu. Sveitar- stjóm samþykkti með öllum greiddum atkvæðum að Síld- arminjasafnið fengi bátinn. Tý verður komið fyrir í húsi sem byrjað verður að reisa á at- hafnasvæði Síldarminjasafnsins á næsta ári, gamalli mjöl- skemmu sem SR lét rífa í fyrra og gaf safninu. Þetta hús verður komið í gagnið ásamtTý gamla og sjálfsagt fleiri munum þeg- ar haldið verður upp á 100 ára afmæli sfldarævintýrisins á Siglufirði 2003. Að sögn Örlygs Kristfinns- sonar forstöðumanns Sfld- arminjasafnsins er stjóm safns- ins mjög þakklát Skagfirðing- um fyrir þann vinarhug að af- henda Tý, sem er að þeirra mati mjög merkilegt skip. Það er einn örfárra, og líklega sé eini sem eftir er, af svokölluðum ný- sköpunarbátum er vom rað- smíðaverkefni sem nýsköpun- arstjómin, stjóm Sjálfstæðis- flokks og Sósíallistaflokks 1944-’47, lét smíða. Atvinnu- málaráðherra í þeirri stjóm var einmitt sósíallistinn Áki Jakopsson frá Siglufirði. Týr var smíðaður á Fúskrúðsfirði árið 1946 og er 38 tonna eikar- bátur. Fyrst hét hann reyndar Skrúður og síðan Hrafn, en sú nöfn vom stuttan tíma á skip- inu, fljótlega fékk það Týsnafn- ið. Litlu munaði að Tý yrði grandað á sínum tíma eftir að útgerð þess lauk á Sauðárkróki. Nokkrir áhugasamir aðilar á Króknum með Hörð Ingimars- son í broddi fylkingar beittu sér fyrir þvf að Sauðárkróksbær keypti skipið og var greitt fyrir það umtalsverð upphæð, að sögn Harðar. Meðal annars vom hugmyndir uppi um að gera bátinn að skólaskipi. En þessir áhugamenn urðu engu að síður því feignir er Örlygur hjá Síldarminjasafninu hafði sam- band, enda ljóst að skipið á best heima þar, og gott fyrir Skag- firðinga að vita af því skammt undan, a.m.k. fyrir þá sem hafa áhuga fyrir að vitja þess í fram- tíðinni. Reiðskemman á Blönduósi tekin í notkun Gull í lófa hestamanna Stór reiðskemma ásamt við- byggðu hesthúsi fyrir 20 hesta hefur risið í hesthúsahverfinu Amargerði á Blönduósi. Bygg- ingarnar em stálgrindarhús af vönduðustu gerð. Sjálf er reið- skemman 21x48 metrar en í sex lengdarmetrum í öðmm enda hússins er ákjósanleg þjónustuaðstaða á jarðhæð, en á efri hæð veitingasalur með frábæra útsýni yfir sjálft at- hafna- og leiksvæði skemm- unnar. Áhorfendaaðstaða er auk þess meðfram öðmm lang- vegg. Hægt er að opna gagn- stæðar dyr á báðum göflum hússins og mynda þannig að- stöðu til að taka hesta til kost- anna á beinni braut í gegnum húsið. Öll er byggingin ein- angmð, björt og vistleg. Skemman er einkaeign Áma Þorgilssonar sem fyrir fáum misserum fiutti í héraðið frá Vestfjörðum. Blönduósbær ásamt allmörgum hestaeigend- um leggja nokkurt fjármagn í bygginguna samkvæmt samn- ingi en talið er að með tilurð framkvæmdarinnar séu mörk- uð tímamót í reiðlist og virkri hestamennsku á Blönduósi og næsta nágrenni, og að Ámi Þorgilsson hafi með framtaki sínu lagt gull í lófa húnvetnskra hestaeigenda í nútíð og ffamtíð. Á laugardagskvöldið síð- asta var gerð notkunarpmfa á húsinu. Dæmdir vom 25 tölt- hestar og talið að um 200 manns hafi verið í húsinu og fylgst með. Á sunnudag mætti svo Sigurbjöm Bárðarson og þjálfaði 18 reiðmenn í hinni nýju aðstöðu og er ákveðið að hann komi svo síðar í vetur með framhald námskeiðsins. Sjálf vígsla reiðhallarinnar í Amargerði verður svo laugar- daginn 11. mars að viðstöddum m.a. landbúnaðarráðherra og alþingismönnum kjördæmis- ins. Að framkvæmd vígslunnar standa auk eigenda hússins Hestamannafélagið Neisti, Samtök hrossabænda í Austur- Húnavatnssýslu og Hestaeig- endafélagið á Blönduósi. Munu koma þar til leiks marg- ir þekktir gæðingar og þeirra á meðal hinn kunni Oddur frá Blönduósi. gg/ruv. Flugmálaáætlun 2000-2003 Ekkert fé til Alexandersflugvallar Samkvæmt flugmálaáætlun fram til ársins 2003 verða ein- ungis framkvæmdir við Siglu- fjarðarflugvöll á þessu tímabili, á flugvöllum á Norðvesturlandi, og samtals framkvæmt fyrir sex milljónir króna. Einni milljón er varið úl íramkvæmda á þessu ári á Sigluijarðarvelli og fimm millj- ónir til aðflugs- og öryggisbún- aðar á næsta ári. Stærstu upphæðimar fara til framkvæmda á áætlunarflugvöll- um í fyrsta flokki, Reyjavíkur-, Akureyrar- og Egilsstaðaflug- vallar. Auk Sauðárkróks er Húsa- vík án fjárveitinga í öðmm flokki áætlunarvalla, en í þeim flokki em einnig Vestmannaeyjar, Isa- fjörður, Homafjörður, Bíldudalur og Þórshöfn. Siglufjarðarflug- völlur er í þriðja flokki ásamt Grímsey, Vopnafirði, Gjögri, Þingeyri, Patreksfirði og Bakka- flugvelli. Blönduósflugvöllurerí flokki fimm, sem em kennslu- og æfingarvellir. Stefán Guðmundsson fyrrv. alþingismaður átti lengi sæti í samgöngunefnd. Hann segir eðli- legar skýringar á því að ekkert fé komi til Alexandersflugvallar að þessu sinni, þar sem að verulegum fjárhæðum hafi verið varið til uppbygginar valiarins á undanfömum árum, en búið er að binda lendingarbraut varan- legu slitlagi og góðar byggingar komnir við vö'llinn, bæði fyrir farþega og tæki vallarins. ...bílar.tiyggingar, bækur, ritföng, framköliun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNJABS SUÐOBaÖTU 1 SÍMI 453 5950 Kodak Pictures

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.