Feykir


Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Snorri Bjöm sveitarstjóri um bvggðamálin Stj órnmálamenn taki ákvörðun um uppbyggingu staða Snorri Bjöm Sigurðsson sveit- arstjóri segir raunverulegan vilja meðal stjómmálamanna til þess að efla svæði úti á landsbyggðinni m.a. með flutn- ingi stofnana þangað, en hins- vegar sé mikil tregða í kerfinu gegn því. Snorri sagði að það væri stjórnmálamanna að kveða upp úr með það hvaða staðir á landinu væm lífvæn- Iegir og þar ætti uppbyggingin að eiga sér stað. „Við vitum að þetta eru fáir staðir og mikill sársauki mun verða þar sem ekki þykir lífvæn- legt. Forsætisráðheira hefur viðr- að skoðanir af þessu tagi og það yrði landsbyggðinni fyrir bestu ef kveðið væri upp úr með þetta, en hver vill hengja bjölluna á köttinn", sagði Snorri Bjöm á há- degisverðarfundi Atvinnuþróun- arfélags Eyjafjarðar, Háskólans á Akueyri og sjónvarpsstöðvarinn- ar Aksjón fyrir helgina. A fundinum skýrði bæjar- stjórinn á Akranesi, Gísli Gísla- son og Snorri Bjöm sveitarstjóri Skagafjarðar frá reynslu af flutn- ingi stofnana inn á þessi svæði. Tíðindamaður Feykis var ekki staddur á fundinum sem bar yfir- skriftina „I sóknarhug, fundaröð um byggðamál”, en í Mbl. sl. föstudag segir að Snorri hafi greint frá góðri reynslu af flutn- ingi Þróunarsviðs Byggðastofn- unar til Sauðárkróks og hluta starfsemi Ibúðalánasjóðs. Vel hafi gengið að manna stöður og mökum þeirra sem fluttu í byggðalagið með stofnunum hefði líka gengið vel að fá at- vinnu við hæfi. Snoni Bjöm sagði að vissu- lega hefðu komið verulegar efa- semdir hjá ýmsum áður em að flutningi kom, en hann fullyrti að þrátt fyrir það hefði prýðisvel tekist til og engir vankantar kom- ið upp í tengslum við þá. Áhrif á samfélagið væm mjög jákvæð. Snom Bjöm sagði tiltölulega fáa staði á landsbyggðinni í stakk búna að taka við stofnunum en þeir þyrftu að uppfylla ákveðin skilyrði, t.d. varðandi lágmarks í- búafjölda. Þannig væri ekkert annað sveitarfélag á landsbyggð- inni en Akureyri sem gæti tekið við stofnun eins og Rarik, „sem er gott dæmi um fyrirtæki sem á heima á landsbyggðinni fremur en höfuðborgarsvæðinu”, sagði Snorri Bjöm. Telur sig hafa heyrt drunur frá gosinu Gísli Jónsson bóndi á Ytri- Húsabakka í Skagafirði telur sg greinilega hafa orðið varan við diunur um það leyti sem gos hófst í Heklu. Hann getur á eng- an hátt annan rakið þær en til gossins, en hélt íyrst að um jarð- skjálfta væri að ræða eða flugvél í erfiðleikum. „Þetta vom þungir dynkir, misstórir en greinilegir, og ég heyrði þá best þegar ég kom inn í bogaskemmuna, en ég var við gegningar út við húsin. Hundur- inn heyrði þetta greinilega líka og varð hálfliræddur. Ég hraðaði mér heim áður en ég var búinn í húsunum og sá þá í sjónvarps- fréttunum, hvemig í þessu lá og tíminn passaði alveg og það var eins og þetta kæmi úr sauðaustri. Ég hef nú verið að að hlera hvort aðrir hafa heyrt gosdrunur og veigrað mér við að segja frá þessu. því það er hætt við að manni verði ekki trúað”, sagði Gísli. Veður var hið besta í Skagafirði um það leyti er gos hófst, en Feykir hefur ekki fregnað af fleimm sem heyrðu goshljóðin, enda hafa trúlega fáir verið úti við á þeim tíma. Mesta óveður vetrarins reið yfir nú í byrjun vikun- nar. Þegar fólk vaknaði á sunnudagsmorgun var komið grimmdar norðan veður og mikil ófærð. Það var því ekki um annað að ræða en halda sig inni þann dag, j)ar sem að engin Hekla truflaði fólk eins og syðra. A mánudag voru bæði vélræn og líkamleg moksturstæki komin á kreik og hér til vinstri er Sigurbjörn Björsson bifvélavirki að moka frá verk- stæðisdyrunum. Blönduósingar vilja smábátahöfn Hafnarstjóm Blönduóss vill byggja smábátahöfn, en að öðru leyti metur hafnar- stjómin ekki þörf á nýfram- kvæmdum á næstu fjórum árum, en útilokar ekki að sinna þurfi viðhaldi. Vegna endurskoðunar á hafnaráætlun fyrir árin 2001- 2004 hefúr hafnarstjóm Blöndu- óss beint |)eim tilmæum til Sigl- ingastofnunar að kannaðir verði möguleikar á uppbyggingu smábátahafnar á Blönduósi og að sú mögulega framkvæmd verði sett inn á hafnaáætlunina. í fjárhagsáætlun fyrir Blöndu- óshöfn á þessu ári er gert ráð fyrir tekjum upp á kr. 1.850.000. og samsvarandi rekstrargjöldum. Vextir og af- borganir langtímaskulda eru kr. 6.300.000 og fjárfesting kr. 1.880.000. —ICTcH^ítf chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA jm bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargala lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir á Hjólbarðaviðgerðir & Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.