Feykir


Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 01.03.2000, Blaðsíða 7
9/2000 FEYKIR 7 bílakostinn annað slagið? „Nei ég held að það hafi nú verið ansi strembið hjá þeim sumum. A þessum tíma kostaði t.d. 2,5-3 tonna bfll sem menn voru mikið á urn 20 þúsund krónur, en tímakaupið var 24,75 kr. og vinnan oft stopul, þannig að menn voru ansi lengi að vinna upp í útlagðan kostn- að. Mikið að gera í svona bisness En ég var reyndar skamman tíma í vegavinnunni og harkinu á vörubílnum. Veturinn 1950 fer ég í fólksflutninga, fer þá í samstarf við Norðurleið og ek farþegum milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Um vorið tek ég svo Siglufjarðarleiðina Iflca og þurfti þá að leggja af stað út á Siglufjörð um hálfsjö á morgn- ana og keyrði þá hingað út á Krók, þaðan fram í Varmahlíð og var kominn til baka á Krók- inn rétt fyrir hádegið. Tvö ár þama næst keyri ég svo rútu milli Akureyrar og Reykjavíkur og þá var það Búddi á Sleitu- stöðum sem sá um þessar leið- ir héma heima. Þetta gekk á- gætlega og var mikið að gera í fólksflutningum á þessum tíma. Ég stoppaði þó ekki lengi við í rútukeyrslunni og fór út í ieigubílaakstur héma á Krókn- um veturinn 1954. Þá var mik- ið að gera í svoleiðis bisniss héma, enda lítið um bfla í bæn- um. Ég sá þó ágæta möguleika í öðmm flutningum og það var til þess að ég stofnaði vöru- flutningafyrirtæki þama næsta haust, Vörufluninga Bjama Haraldssonar. Ég byrjaði með fimm tonna Bens með 90 hest- afla vél, sem kostaði með bog- um yfir pallinn og segli rúm- lega hundrað þúsund krónur. A þessum bíl fór ég tvær ferðir í viku milli Sauðárkróks og Reykjavíkur í nokkur ár og ætli láti ekki nærri að þá hafi nær helmingi lengur verið að keyra á milli staðanna en er í dag. Vegakerfið hefur tekið svo miklum stakkaskiptum og gæði bflanna hafa líka aukist mikið. Þá voru þetta niðurgrafnir og krókóttir vegir og það kom oft og iðulega fyrir að þeir urðu ó- færir á vetuma vegna snjóa og veðurs. Og það tók miklu lengri tíma að opna þá heldur en núna. Þá vom þetta oft jarðýtur sem vom í snjómokstrinum, en nú em fljótvirkari tæki, sjóblásarar og moksturstæki.” Svaf vel í Fomahvammi Var þetta þá ekki oft nokkuð spennandi, hvort þú mundir komast heim þennan daginn eða hinn? Gisturðu kannski oft í Fomahvammi í Borgarfirði, var ekki sagt að þar væri draugagangur? „Jú það má kannski segja það. Jú það kom oft fyrir að ég gisti í Fomahvammi og stund- um á Blönduósi. Mér leið ágæt- lega í Fomahvammi og var aldrei var við neitt reimt þar, en félagi minn Guðmundur Helga- son frá Tungu, sem ég keyrði mikið með, hann vildi alls ekki sofa í ákveðnu herbergi í Foma- hvammi. Jú það kom oft fyrir að mað- ur tepptist vegna ófærðar og lengsta ferðalagið sem ég man eftir tók hálfan mánuð. Það var veturinn 1956 þegar ég flutti Torfa Bjamason lækni frá Sauðárkróki til Akranes. Ferðin suður gekk frekar fljótt fyrir sig, en það gekk ekki eins vel að komast norður. Einhverja daga var ég veðurtepptur í Reykjavík og þegar lagt var af stað norður var ekki lengra komist en á Blönduós, þar sem ég þurfti að halda kyrru fyrir í ansi marga daga.” Bjami fór svo að minnka við sig keyrsluna um 1960 og má segja að hann hafi farið aðeins ferð og ferð eftir það, enda var nóg að gera við verslunina og ýmss störf í kringum flutning- ana. Bjami fékk því bflstjóra til að keyra fyrir sig. Hreinn Þor- valdsson keyrði hjá Bjarna í mörg ár, en mörg síðustu árin hefur Jón Dalmann Pétursson keyrt hjá Bjama. Samkeppnin alltaf hörð En hefur ekki verið mikil samkeppni í flutningunum? „Jú ég hef alltaf verið í mik- illi samkeppni og það hefur ekki minnkað síðustu árin. Ég var einn af þeim sem stofnaði Landflutninga á sínum tíma, en svo var mér sagt upp fyrir nokkmm ámm þar sem að ég passaði ekki lengur inn í kerið. Við tókum okkur þá til nokkr- ir hagsmunaaðilar og stofnuð- um flutningafyrirtækið Aðal- flutninga að Héðinsgötu 2 í Reykjavík. Sú starfsemi gengur bara vel miðað við aðstæður og það er greinilegt að fólk hefur góða trú á einstaklingsfrelsinu ennþá.” Þú segir að allt þitt líf hafi snúist í kringum bílana, ef þú gætir byrjað upp á nýtt, hvað þá? „Ég held ég hefði ekki viljað hafa þetta öðruvísi. Ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem ég vil þakka gott samstarf í gegnum árin. Þessi tími er bú- inn að vera ómetanlegur, góður og skemmtilegur”, segir Bjami Haraldsson. ✓ Okeypis smáar Tilsölu! Til sölu Playstation Stealth mod-kubbar til að spila kóperaða leiki og ameríska leiki. Upplýsingar í síma 453 7399. Til sölu Subaru Legacy árg. ‘93, sjálfskiptur ekinn 100.000 km., álfelgur og dráttarkrókur. Skipti á ódýrari bfl. Upplýs- ingar í síma 453 8031. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 2. mars kl. 21. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara. Smalahundar! Eigum hvolpa undan Smala hans Jakops á Hóli í Svartárdal. Upplýsingar í síma 452 7162 eða 452 7131. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaijörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalflutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Tilkynning til vélsleðamanna! Þeirri vinsamlegu ábendingu er hér með komið á framfæri, að umferð vélsleða er bönnuð á skíðasvæðum landsins. Því er þess góðfúslega farið á leit við vélsleðamenn að þeir haldi sig á öðrum svæðum í Tindastóli og nágrenni, en í Lambárbotnum á nýja skíðasvæðinu. Skíðadeild Tindastóls. Aðalfundarboð Aðalfundur Ræðuklúbbs Sauðárkróks, sem fresta þurfti vegna veðurs, verður á Kaffi Krók sunnudaginn 5. mars kl. 16. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnamefndar, kjör stórnarnefndar o.s.frv. 3. Tillaga stjórnarnefndar um félagsgjald. 4. Fundir framundan. 5. Önnur mál. 6. Erindi og umræður um það: Pétur Einarsson: Millilandaflug um Sauðárkrók. Stjórnarnefnd Ræðuklúbbs Sauðárkróks.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.