Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 3
11/2000 FEYKIR3 Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki Starfsemin jókst á flestum sviðum Aðalfundur Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki var haldinn í síðustu viku. Niðurstöð- ur rekstarreiknings sýna að áætl- anir varðandi reksturinn stóðust á síðasta ári, útgjöld voru í sam- ræmi við fjárveitingar og afgang- ur var tæplega níu þúsund krón- ur. „Reksturinn á árinu gekk með ágætum og starfsemin jókst einnig á flestum sviðum. Þennan góða árangur ber að þakka öllu starfsfólki stofnunarinnar", segir í skýrslu framkvæmdastjóra. Helstu annmarkar varðandi starfsemina í byrjun síðasta árs voru að ekki tókst að ráða í stöðu skurðlæknis við stofnunina. Var því leitað annarra leiða til að manna stöðuna. Niðurstaðan varð sú að gerðir voru samningar við Sjúkrahús Reykjavíkur og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri um að þessar stofnanir sæju Heil- brigðisstofnuninni á Sauðárkróki fyrir skurðlæknum í 40 vikur á ári. Gengið var út frá því að skurð- stofan yrði lokuð í 10 vikur yfir sumarið og í 2 vikur í lok ársins. Þetta fyrirkomulag tók gildi 1. september og kemur hver sér- fræðingur á stofnunina í eina til tvær vikur í senn. Þeir koma úr ýmsum sérgreinum, s.s. almenn- ir skurðlæknar, kvensjúkdóma- læknar, þvagfæraskurðlæknar og bæklunarlæknar. Þetta hefur mælst vel fyrir meðal íbúa og hefur starfsemi á göngudeild stóraukist með meiri breidd í framboði á sérfræðiþjónustu. Samningarnir gilda út árið 2000 og verður tíminn notaður til að meta árangurinn og taka ákvörð- un um framhaldið. Heilbrigðisstofnunin á Sauð- árkróki hefur verið ein þeirra sjúkrastofnana í landinu sem hlotið hefur viðurkenningu heil- brigðisráðuneytisins vegna góðr- ar rekstrarútkomu. Stofnunin fékk á síðasta ári 14 milljónir af Ævintýrin gerast enn Föstudagskvöldið 10. mars sl. héldu nemendur Grunnskólans að Hólum í Hjaltadal sína árlegu miðsvetrarskemmtun eða árshá- tíð sem tíðkast hefur nú alllengi. I nokkur ár hefur það verið venja nemenda að setja upp leikverk og leggjá áherslu á pað eina at- riði fremur en mörg smærri. Að þessu sinni var Skilaboðaskjóð- an eftir Þorvald Þorsteinsson fyr- ir valinu en sagan gerist í Ævin- týraskóginum og fjallar um bar- áttu íbúanna þar við Nátttröllið sem hefur rænt Putta litla, og hvemig þeim tekst með sameig- inlegu átaki að frelsa hann. Það er skemmst frá að segja að sýningin vakti mikla lukku hjá öllum þeim fjölmörgu áhorf- endum sem voru mættir. Sviðs- mynd, búningar og leikur var allt með þeim hætti að hver áhuga- leikhópur mætti vera stoltur af. Þó hlutverkin væru misstór þá voru samt allir nemendur með og skiluðu sínu með sóma hvort heldur það var lítið skógardýr, tré eða aðalleikari. Það er augljóst að mikill undirbúningur liggur að baki svona sýningu og æfing- amar hafa verið teknar alvarlega því tæplega rak nokkum leikar- anna í vörðurnar þrátt fyrir oft á tíðum löng samtöl. Skólastjórinn Jóhann Bjama- son, kennarar og annað starfsfólk eiga heiður skilið fyrir ötult starf að þessari sýningu sem gerir okkur enn betur ljóst hve miklu jafnvel fámennir skólar fá áork- að þegar allir leggja sitt af mörk- um og hver einstaklingur fær notið sín. Að sýningu lokinni bauð foreldrafélagið til mikillar veislu svo gestir héldu heim á leið mettir á sál og líkama. Að- standendur allir hafið bestu þakkir fyrir góða og skemmti- lega kvöldstund. Ahorfandi. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Eg missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Sími Feykis er 453 5757 Myndsími 453 6703 Stjórn og framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar á aðalfundinum á dögunum. fjáraukalögum til að mæta launa- hækkunum sem ekki höfðu verið bættar í samræmi við samninga, en Heilbrigðisstofnunin á Sauð- árkróki hefur ekki þurft að óska eftir framlögum að fjáraukalög- um vegna rekstrarstyrkja og efnahagsreikningur stofnunarinn- ar sýnir að staða hennar er sterk. Heildarvelta Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárkróki var á síðasta ári tæplega 430 milljónir. Meðaltal setinna stöðugilda í hverjum mánuði var 121,4 og er afleysingaifólk þar með talið. Kótilettur kr. 799 kg. 'a9frá ki 15. 18

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.