Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 4
4FEYKIR 11/2000 Sjávarútvegsráðherra í heímsókn í kjördæminu Vonast til að fiskstofnarnir gefi um 350 þúsund tonn Árni Mathiesen sjávarút- vegsráðherra kveðst vonast til þess að takast muni að byggja upp fiskistofnana þannig að í þá megi sækja um 350 þúsund tonna ársafla og væri það ágæt búbót miðað við það sem stofn- arnir hafa verið að gefa undan- farin ár. Þetta sagði ráðherrann á hádegisverðarfundi á Kaffi Krók á Sauðárkróki sl. miðviku- dag, en ráðherrann heimsótti Norðurland vestra á miðviku- dag og fimmtudag í síðustu viku og var þetta lokaáfanginn í Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra ræðir við fundarmenn á Sauðárkróki. Með honum í for voru Vilhjálmur Egilsson al- þingismaður, Sigríður Ingvarsdóttir varaþingmaður Norður- lands vestra og Armann Olafsson aðstoðarmaður ráðherrans. Fundarmenn fylgdust með af athygli því sem ráðherrann hafði fram að færa. heimsókn sjávarútvegsráðherra í öll kjördæmi landsins. Á fundinum á Sauðárkróki fékk ráðherrann forsmekkinn af því sem menn á svæðinu eru að hugsa varðandi sjávarútveginn. Hann var spurður margs um stefnu stjómvalda varðandi rannsóknarstarf í sjávarútvegin- um, um byggðakvótann, heim- ild til að skrá kvóta á fiskvinnsl- ur, endurskoðun á kvótakerfinu, framtíð skipstjórnarmenntunar í landinu og ýmislegt fleira. Ráð- herrann gaf greið svör við ýmsu, en fram kom í hans máli að Vatneyrarmálið setti þó ým- iss mál í biðstöðu, t.d. er varðar endurskoðun á kvótamálum. Árni sjávarútvegsráðherra fundaði einnig með Siglfirðing- um á ferð sinni, en hann heim- sótti fyrirtæki og vinnustaði á Sauðárkróki, Siglufirði, Skaga- strönd, Blönduósi og Hvamms- tanga. Ráðherran segir að það hafi verið ómetanlegt fyrir sig að kynnast stöðu atvinnugrein- arinnar og fólki sem að henni starfi á ýmsum stöðum út um landið og hann sé nú reynslunni ríkari úr þessum heimsóknum. Tvær Perlur Fyrir síðustu jól komu út tveir hugljúfir og skemmtilegir hljómdiskar. Annars vegar með Geirmundi Valtýssyni, lög eftir hann sjálfan, og hins veg- ar með Álftagerðisbræðrum, en þar eru söngvar úr ýmsum áttum. Hljómdiskur Geirmundar hefur að geyma virkilega skemmtilega tónlist. Þarna er um að ræða mjög fjölbreytt lagaval, rómantísk lög í amer- ískum sveiflutónlistarstíl eins og t.d. „í ljósinu" þar sem Páll Rósinkranz fer á kostum í söng sínum og Sonny Garrish leikur á fetilgítar sinn af mikilli snilld, en Sonny hefur leikið með mörgum frægustu sveitasöngv- urunum í Bandaríkjunum, svo semRoyRogers,Tammy Wyn- ette, Patsy Coline og Marty Robbins, auk þess leikið með gítarleikaranum Chet Atkins. Já, þessi tónlist kemur sann- arlega fram í björtu ljósi, hjá þeim félögum sem þarna koma fram. Líka má nefna „I örmum þínum á ég skjól", sem Ari Jónsson syngur ásamt þeim fé- lögum. Og þama bregður Geir- mundur sér í Suður - ameríska taktinn, „Við svífum í salsa", sem minnir óneitanlega á gömlu góðu „La Conga", sem var svo vinsælt á fimmta ára- tugnum og heyrðist þá gjarna spilað af Lecuona Cuben Boys. Það er virkilega gaman að heyra þessa danstónlist. Það rifjar upp þá gömlu góðu daga. Og svo er það að sjálfsögðu sveiflan hans Geirmundar sem skipar veglegan sess á þessum nýútkomna hljómdiski. A liðnum árum hafa Geir- mundur og hans félagar spilað inn á fjölmargar plötur og diska og mun þar vera um 10 titla að ræða,dágott safn það. Þarna er að finna fjölmörg vin- sæl danslög, en efst í mínum huga eru lögin „Ort í sandinn" og „Tifar tímans hjól." En síð- arnefnda lagið fínnst mér vera besta lag Geirmundar og er þó vandi að fullyrða nokkuð um það, en stundum er ég að hugsa um þetta lag útsett í klassísku formi, fyrir strengja- sveit og messósópranrödd. Það gæti ekki orðið öðruvísi en glæsilegt. Þama em líka mjög fallegir og velgerðir textar, eins og raunar við mörg hans lög. Það er meira en hægt er að segja um marga aðra danstónlist nú til dags, þar sem oft á tíðum er ekki hægt að átta sig á, á hvaða tungumáli er sungið. Þar standa þeir Geirmundur og fé- lagar sig með prýði og fara vel með okkar móðurmál, og mun sannarlega ekki af veita. Já, Geirmundur er búinn að gleðja marga með danstónlist sinni, jafnt þá sem heima sitja og hlusta á plötur hans og hina, sem sveiflast í salsa á dansgólf- um skemmtistaðanna víðsveg- ar um landið. Nú í vor er Geir- mundur búinn að leika fyrir dansi í 42 ár og sagði hann mér að nú væri hann farinn að spila fyrir þriðju kynslóðina á dans- leikjum. Vonandi eiga eftir að koma út fleiri hljómdiskar með Geir- mundi og félögum hans, með fallegum lögum og velgerðum textum, eins og Magnús Kjart- ansson sagði, að hann vonaði að ættu eftir að koma út 100 lög eftir Geirmund, en Magnús hefur útsett flest lögin hans, með miklum ágætum og séð um undirleik ásamt mörgu öðru ágætu tónlistarfólki. Hljómdiskur þeirra Álfta- gerðisbræðra er sannarlega fjölbreyttur. Það er nákvæm- lega sama hvar maður grípur niður í þetta lagaúrval, þar er hvergi hnökra að finna, alltaf sömu tæru raddirnar, líkt og tærasta fjallalind, samstilltar eins og fegursta hljóðfæri. Já það virðist vera nákvæmlega sama hvað þeir bræður syngja, það verður allt jafn skemmti- legt og vel með farið af þeiira hálfu. Það er sama hvort þeir syngja lög Inga T Lárussonar eða Cole Porter, hvort tveggja jafn glæsilegt. Ég stilli mig ekki um að nefna nokkur lög sem kannski er hægt að segja að skari fram úr, er þó vandi um það að segja. „Saumakonuvalsinn" er hressilega sunginn, jafnframt því að vera blíður og hugljúfur. Það er stórkostlegt hvað þeir bræður geta gert þetta litla lag margslungið með sínum fögru röddum. Þá er það lag og ljóð sem allir sannir íslendingar hljóta að unna, eftir þá Jónas Hallgrímsson og Inga T Lárus- son. „Ég bið að heilsa." Þama fara þeir bræður svo sannar- lega á kostum. Það er ekki hægt að gera þetta betur, þökk sé þeim bræðrum fyrir það. Já það er gaman að heyra svo fallega sungið um þessa blessuðu vini sem koma vor hvert til okkar, „með fjaðra- bliki háa vegaleysu." Síðasta lagið á disknum „Tveir þrestir" hugljúft og fallegt lag í suð- vestur þýskum stíl, útsett af Páli R Pálssyni. í þessu lagi er undirleikur, sem fer mjög vel við söng þeirra bræðra og söngurinn er þama með sama glæsibrag. Og nú bíðum við eftir næstu hljómdiskum, með fjölmörg- um fallegum og skemmtileg- um lögum, sungnum af Álfta- gerðisbræðrum. Hljóðritun er einstaklega góð á báðum þess- um hljómdiskum. Það er meira en hægt er að segja um margar aðrar hljóðritanir. Stefán Jónsson Grænumýri.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.