Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 5

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 5
11/2000 FEYKIR 5 Heimiskvöldið góð skemmtun Það má segja að söngvertíðin verði í algleymingi hjá Heim- ismönnum næstu vikur og mánuði og mikið að gera hjá kórnum. Ekki voru allir sem komust á þrettándaskemmt- un kórsins í byrjun árs, þar á meðal ritari þessa pistils, sem þá var illa fjarri góðu gamni í Reykjavík, og missti því af ýmsu m.a. þegar gestur kvöldsins Geir Haarde sögn Volguna. Og það bar því á- gætlega í veði að fara á Heim- iskvöldið sl. laugardagskvöld í Miðgarði. Salurinn í Miðgarði var þéttskipaður og fólk hlýddi af áhuga og ánægju á söngskrá kórsins sem Stefán Gíslason stjómandi og helstu „ráðgjaf- ar" hans við stjóm kórsins hafa valið. Það hlýtur að vera vandasamt fyrir kór eins og Heimi að halda uppi fjölbreytni í lagavali, útsetningum og ýmsu er lítur að söngskránni. En þessum hlutum er greini- lega gefinn góður gaumur. Nokkru nýjabmmi bregður þama fyrir, t.d. stórgóðri laga- syrpu sem Stefán söngstjóri hefur sett saman og útsett. Tals- verðar breytingar voru að þessu sinni varðandi einsöng- inn, en bræðumir frá Áftagerði fengu frí að miklu leyti þetta kvöld enda staðið í ströngu að undanfömu. En Sigfús skilaði að sjálfsögðu laginu um kvöld- klukkumar frábærlega, enda lag sem er sniðið að hans rödd. Þá var gaman að heyra nýja rödd með kómum, Kristján Valgarðsson, synga þekkt óp- erulag með kórnum. Nauta- banasönginn úr Carmen. Jón Gíslason í Miðhúsum fór á kostum í pistli sínum og eftirhermum. Skagfirskur dýrð- lingur 800 ára Föstudaginn 3. mars sl. vom nákvæmlega 800 ár liðin frá því að Jón Helgi Ögmundsson Hólabiskup var gerður að dýrð- lingi, en það mun hafa gerst jrennan mánaðardag árið 1200, samkvæmt heimildum, m..a Sögu Jóns helga og Grændlandi í miðaldaritum, eftir dr. Ólaf Halldórsson. Jón helgi mun vera eini dýrðlingurinn hér á jsessu svæði, og væntanlega í Hólastifti öllu, enn sem komið er að minnsta kosti. Sagt hefur verið um Jón Ögmundsson biskup að hann hafi sungið svo fallega við vígslu sína til bisk- ups, að konur hafi fallið í yfirlið. Þótt seinni tíma söngvarar skag- firskir hafi sungið vel, liefur ekki verið svo djúpt tekið í árina við að lýsa söng |x'irra. Þá þyk- ir Jón helgi með eindæmum orðheppinn maður, en hann sagði t.d. um fóstra sinn Isleif Gissurarson, annan biskup í Skálholti, „þá kemur mér hann í hug þegar ég heyri góðs manns getið.” Jón Ögmundsson fæddist 1052 og lést 1121. Hann var biskup á Hólum frá 1106 til dauðadags. I bókinni „Grænd- land í miðaldarituin segir dr. ÓlafurHalldórsson m.a.: „í sög- unni segir að að á þriðja ári frá því að bein Jóns vom þvegin, voru þau tekin upp og heilagur dómurinn settur á þann stað í kirkjunni sem honum hafði ver- ið fyrir búinn. Þetta gerðist 3. mars árið 1200. Þann vetur er sagt að voru hríðar miklar og veður köld og horfði til hallæris um allt ísland. Eftir að fólk fór að trúa á helgi Þorláks byskups Þórhalls- sonar, og einkum eftir að heilag- ur dómur hans var tekinn upp 1198, hafa áheit af landinu öllu tekið að berast til Skálholts. Norðlendingar hafa fljótlega séð, að þeir yrðu að koma sér upp dýrðlingi til þess að staður- inn á Hólum gæti einnig notið áheita.” I riti Ólafs Halldórssonar er þó vikið að því að ekki hafi ver- ið algjör eining í fyrstu um dýrðlingstign til handa Jóni Ög- mundssyni og fleiri Hólabisk- upar þar verið nefndir til sögu, sérstaklega Bjöm Gilsson, en bein hans vom einnig tekin upp. Stefán stjórnandi tekur hægri vænginn til kostanna. Og enn er dýptin og bak- grunnurinn að aukast hjá Heimi. Jón St. Gíslason í Mið- húsum hefur löngum eflt und- irleikinn með harmonikkuspili sínu, en nú er líka kominn til skjalanna Guðmundur Ragn- arsson fyrrum rithmagítarleik- ari með poppsveitinni Hrím frá Siglufirði, og skapar gítarleik- ur hans skemmtilegan brag og nýbreytni við lögin, þar sem gítarinn hefur verið settur inn. * Ymislegt til Iista lagt í „fríríkinu” Þá er ógetið skemmtiatriða utan söngskrár. Þeir léku sam- an skemmtilega á píanó og trompet, Thomas Higgerson og Sveinn Sigurbjömsson. Og þegar Jón St. Gíslason alt- múligmaður í Miðhúsum byrj- aði pistil sinn kom fljótlega í ljós að jjeim er ýmislegt til lista lagt í „fríríkinu”. Jón flutti mjög skemmtilegan pistil, með lýsingum á nánustu ættmenn- um sínum, nágrönnum og sveitungum, sjóferðasögu kórsins til Færeyja og ýmsu fleiru, t.d. hvemig menn bera sig misjafnlega í heyskap að sumrinu. Þessu öllu fylgdu síð- an eftirhermur og það var engu líkar en þeir birtust þama ljós- lifandi á sviðinu Konráð Gísla- son frá Frostastöðum, Gunnar frá Vallholti, Eysteinn í Vall- hólma, Þorleifur á Þorleifsstöð- um og fleiri. Rúsínan í pylsuendanum var síðan þegar konur Heimis- manna brugðu sér á svið og sungu nokkur lög í „stórkór” Heimis, m.a. gamla slagarann „Havanna gfla”. Pétur Péturs- son kynnir sagði að nú væri líklega síðasta vígið fallið, þeir hefðu svo sem vitað það Heim- ismenn að konur sínar gætu sungið og haft hátt, en „punkt- urinrí’ væri kannski sá að það færi svo mikil orka hjá þeim í sönginn að rómurinn mundi eitthvað lækka heimafyrir. Þær koniu til Sigurðar Kr. á Blönduósi í Trj'ggingarmiðstöðina á öskudaginn: Snædís, Sara, Lilja, Sandra, Ása, Árdís og Jenný. Urslitakeppnin í körfubolta 8-liða úrslit karla Epson-deild (tvo sigra þarf til að komast áfram) Tindastóll - KR Fimmtudaginn 16. mars kl. 20 í Síkinu andlitsmálun í anddyri íþróttahússins uppi kl. 18 Laugardaginn 18. mars kl. 16 KR-hús Ef kemur til aukaleiks þá verður hann mánudaginn 20. mars kl. 20 í Síkinu. 4-liða úrslit kvenna 1. deild (tvo sigra þarf til að komast í úrslit) Tindastóll - KR Föstudag 17. mars kl. 20 KR-hús Sunnudag 19. mars kl. 20 Síkið Ef kemur til aukaleiks verður hann þriðjudaginn 22. mars kl. 20 í KR-húsi. Missið ekki af þessari körfuboltaveislu! UMFT.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.