Feykir


Feykir - 15.03.2000, Side 7

Feykir - 15.03.2000, Side 7
11/2000 FEYKXR 7 Um lífeyrismál Það er í raun undra stutt síðan launafólk á almennum vinnu- markaði á Islandi átti þess kost að geta byggt upp eftirlauna- sjóði. I kjarasamningum árið 1969 var gert samkomulag um að árið eftir, 1970, yrðu stofnað- ir lífeyrissjóðir fyrir almennt launafólk og það ár og næstu þrjú árin þar á eftir yrði iðgjöld- um skref fyrir skref komið í það horf, sem talið var eðlilegt, en það var að samtals yrðu iðgjöld til lífeyrissjóða 10% af dag- vinnulaunum. Var samið um að iðgjaldinu væri skipt þannig, að launþegar greiddu 4% en launa- greiðandi 6%. Síðar náðist sam- komulag um að iðgjöld yrðu greidd af öllum launum og enn síðar náðist sá áfangi að allir landsmenn eru skyldir til að vera í lifeyrissjóði. Þeir sjóðir, sem þama var til stofnað, voru allir sameignar- sjóðir. í stuttu máli má segja að það sem einkennir þá helst er, að þar eru ekki myndaðar einstak- lingsbundnar innistæður, heldur vinnur hver sjóðfélagi sér inn rétt til lífeyris. Þetta hefur verið talið mjög mikilvægt vegna þess, að í upphafi starfsævi sinn- ar veit enginn hvort og hvað lengi henni/honum auðnast að vera á vinnumarkaði. Staðreynd- ir lífsins eru einfaldlega þær, að við getum víst öll orðið fyrir slysum, veikindum eða öðmm á- föllum, sem gera okkur óvinnu- fær eða skerða starfshæfni okk- ar. Til skýringar þessu getum við hugsað okkur einstakling, sem lendir í umferðarslysi þrí- tugur að aldri og verður óvinnu- fær til langframa. Þá reiknar sameignarsjóður lífeyrisréttinn þannig, að framreiknuð em ið- gjöld sjóðfélagans til 67 ára ald- urs, miðað við þau iðgjöld, sem hún/hann hefur þegar greitt, og fær sjóðfélaginn örorkulífeyri miðað við það svo lengi sem viðkomandi lifir og þar að auki bamalífeyri með þeim bömum, sem em á framfæri sjóðfélagans. Hvað ellilífeyri varðar, greið- ir aðildarsjóður viðkomandi líf- eyri til æviloka, hvenær sem þau verða. A móti kemur það, að látist sjóðfélaginn t.d. sjötugur, þá verður ekki um frekari greiðslur að ræða. Lífeyrissjóðimir hafa marg- ir hverjir verið að aðlaga reglu- gerðir sínar nýjum lagafyrir- mælum og breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu. Ýmsir smærri á- gallar hafa komið í ljós með auk- inni reynslu og reynt að bæta úr þeim svo skjótt sem við verður komið, þótt alltaf verði að gæta nokkurrar íhaldssemi í breyting- um á starfsreglum sjóðanna. Meðal fæss, sem nú er mikið í umræðunni er hvort það stiga- kerfi, sem til þessa hefur verið notað, sé nógu réttlátt gagnvart þeim greiðslum, sem sjóðfélagar inna af hendi á fyrri hluta starfsævi sinnar. Er þetta málefni mikið til umfjöllunar hjá sjóðun- um nú og sumir hafa breytt regl- um sínum til að mæta þessum sjónarmiðum. Einnig er ný- komnar til sögunnar heimildir til að skipta lífeyrisréttindum milli hjóna og sambúðarfólks, ef ann- ar aðilinn hefur t.d. varið stómm hluta starfsævi sinnar við heim- ilisstörf. Það er rétt að benda á í þessu samhengi, að sjóðimir hafa sín í milli kerfi, sem á að tryggja það að einstaklingar, sem greiða í marga sjóði á starfsævi sinni, glati engum réttindum, heldur verði öllum greiðslum safnað saman þegar að töku líf- eyris kemur. Til skamms tíma voru greiðslur í lífeyrissjóði einnig í raun tvískattaðar. Ekki var leyfi- legt að draga frá skattskyldum tekjum framlag í lífeyrissjóði og þar til viðbótar eru greiðslur frá lífeyrissjóðum skattskyldar eins og önnur laun. Þetta hefur nú verið lagfært, en samtök aldraðra hafa bent á þá skekkju, sem felst í því að hafi einstaklingur ráð á því að safna t.d. bankainnistæð- um, verðbréfum eða öðm sam- bærilegu, þá greiðir hann ein- ungis 10% fjármagnstekjuskatt af þeim arði, sem hann hefur af þeim spamaði. Vemlegur hluti af lífeyrisgreiðslum séu hinsveg- ar þær fjármagnstekjur, sem sjóðimir ná að mynda með því að ávaxta fé sitt. Þarna sé því um mismunun að ræða. Upp á síðkastið hafa heyrst frá ýmsum stjómmálamönnum þær raddir, að skattleggja beri líf- eyrissjóðina með því að leggja á þá fjármagnstekjuskatt. Verður að segja eins og er, að þetta er ákaflega vanhugsað hjá viðkom- andi og verður ekki til að auka tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti, því með því yrðu mögu- leikar sjóðanna til greiðslu við- miðunarlífeyris, sem í flestum tilvikum er 60% af meðallaun- um tiltekins tíma, skertir vem- lega og þar með myndu útgjöld ríkissjóðs til þessa málaflokks aukast, því á móti ykist þrýsting- ur á hækkun lífeyrisgreiðslna al- mannatrygginga. Það hefur einnig heyrst, að fjármagn lífeyrissjóða sé orðið hættulega mikið og setja þurfi þeim takmörk á fjármagnsmark- aði. Þessu er til að svara, að al- mennu sjóðimir þurfa að vaxa talsvert enn fram til annars ára- tugs 21. aldarinnar, því upp úr því fer greiðslubyrði þeirra að komast í jafnvægi. Hingað til hafa ekki heyrst þess dæmi, að fé sjóðanna hafi verið beitt í ann- arlegum tilgangi, enda er stjóm- kerfi þeirra flestra þannig upp byggt, að því verður trauðla við- komið, og hinir stærstu flestir í eigu sjóðfélaganna og stjómað að fólki, sem er með einum eða öðrum hætti valið af þeim. Þartil viðbótar kemur, að nú þegar loks hefur verið sett löggjöf um líf- eyrissjóði og starfsemi jxiira, er fjárfestingum þeirra og dreifmgu áhættu settar með réttu miklar skorður og strangt eftirlit haft með því að eftir jjeim reglum sé farið. Skylda sjóðanna er því að- eins ein, en hún er að standa við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðfélögum um greiðslu lífeyris. Víða erlendis er annað form á lífeyrismálum en hér. I mörgum Evrópulöndum er s.n. gegnum- streymiskerfi, sem byggist ekki á sjóðsmyndun, heldur á skatt- lagningu vinnandi fólks. Þetta kerfi hefur t.d. þann stóra galla, að verði breytingar á aldurssam- setningu þjóða, getur það orðið til jjess að sífellt stærri hluti af launum jjess fólks, sem er á vinnumarkaði, þarf að ganga til jjess að greiða jxúm, sem eru famir af vinnumarkaði eftirlaun, eða þá að draga þarf úr þjónustu ríkisins. Frakkar og Þjóðverjar standa frammi fyrir nær óleysan- legum vanda vegna J^essa, og er það álitið eitt af stærstu verk- efnum ríkisstjóma jtessara þjóða á næstu ámm að finna lausn á vandamálinu. Annarsstaðar er ekkert opinbert kerfi í Jæssu efni og má t.d. nefna það, sem tíðkast í Bandaríkjunum, en þar semur einstaklingur við fýrirtæki, oftast tryggingarfélag, um myndun eft- irlaunasjóðs. Er þar ofiast um að ræða séreignarsjóði eða lífeyris- tryggingu eða blöndu af hvom- tveggja. Sá galli er hinsvegar á Jæssu kerfi, að ekki geta allir fengið slíkan samning því hann er ýmsu háður, svo sem eigna- stöðu og heilsufari, sem og menntun og annarri þjóðfélags- stöðu og iðgjöld skv. því mis- munandi. Gmnnlífeyrir almannatrygg- ingakerfis er þar ákaflega tak- markaður og gefur varla kost á mannsæmandi lrfskjörum. I öðmm löndum, svo sem þróun- arlöndum, er ekkert kerfi eða mjög takmarkað. Af Jressu tilefni hefur Alþjóðabankinn sett fram leiðbeiningar tO Jreirra ríkja, sem ekki hafa byggt upp lífeyriskerfi. Þar er ráðlagt s.n. „þriggja stoða kerfi”, þar sem í fyrsta lagi er byggt á gmnnlífeyri almanna- trygginga á vegum ríkisins og hann fjármagnaður með skatt- tekjum jtess. I öðm lagi sé um að ræða sameignarsjóðakerfi og í þriðja stoðin sé séreignasjóðir. Svo vill til, að J>etta er nánast það kerfi sem við íslendingar og reyndar einnig Danir hafa byggt upp. Við megum því teljast lánsöm þjóð, að hafa smíðað fyr- irmyndarkerfi í jjessum efnum. GuðbnÞorkell Guðbrandsson. (Höfundur hefur um nokk- urra ára skeið setið í stjóm Sam- vinnulífeyrissjóðsins.) S Okeypis smáar Til sölu! Til sölu Playstation Stealth mod-kubbar til að spila kóp- eraða leiki og ameríska leiki. Einnig til sölu Playstation tölva með nýjasta mod- kubbnum og átta leikjum Upplýsingar í síma 453 7399. * Ymislegt! Border hvolpar fást gefins. Upplýsingar í síma 453 8070. Frá Leikskólanum Birki- lundi. Við viljum gjaman fá barbídót, bæði dúkkur, föt og fylgihluti. Eins mundum við þiggja vesti, kjóla, hatta, sjöl og þess háttar. Lítið inn eða hafið samband í síma 453 8215. Svartar snjóbuxur töpuðust á árshátíð Arskóla þriðjudag- inn 7. mars. Finnandi vinsam- legast hafi samband í síma 453 6618 (Herdís). Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 16. mars kl. 21, ef veður leyfir. Allir velkomnir. KafFiveit- ingar. Félag eldri borgara. Húsnæði! Ungt sambýlisfólk óskar eftir lítilli íbúð, jafnvel sumar- bústað, til leigu í nágrenni Sauðárkróks og Varmahlíðar. Upplýsingar í síma 897 7090 eða 552 6483. Pétur Einarsson lögmaður Sauðárkróki, sími 899 8631. AVIS Bílaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaflörður Daglegar ferðir Vörumóttaka í Reykjavík hjá Aðalílutningum Héðinsgötu 2 Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson sími 453 5124. Atvinnuþróunarfélag Skagafjarðar h f HAGSMUNAAÐILAR í FERÐAÞJÓNUSTU ATHUGIÐ! STOFNFUNDUR FÉLAGS FERÐAÞJÓNUSTU í SKAGAFIRÐI VERÐUR HALDINN LAUGARDAGINN. 18. MARS KL: 17:00 í SAFNAHÚSINU Á SAUÐÁRKRÓKI. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN! UNDIRBÚNDINGSNEFND

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.