Feykir


Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 15.03.2000, Blaðsíða 8
FEYKIR J^, Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra 15. febrúar 2000,11. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJÖRBÓK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun íáratug! L i Landsbanki .-¦ íslands í forystu til framtiðar Utibúið a Sauðárkroki • S: 453 5353 . Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Stefnt að tréiðna- braut næsta haust Það var stór og myndarlegur kór sem steig á svið í Miðgarði sl. laugardagskvöld á Heimis- kvöldi, en þá sungu eiginkonur með Heimismönnum. Nánar um Heimiskvöldið á 5. síðu. Stefnt er að stofnun verk- námsdeildar tréiðna við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra næsta haust, en það hefur verið á prjónunum í nokkur ár að bjóða upp á nám í tréiðnum við skól- ann. Menntamálaráðuneytið hef- ur gefið fyrirheit um fjárveiting- ar á þessu ári til kaupa búnaðar fyrir deildina, svo framarlega sem mótframlag heimaaðila komi en það er um 40%. Aætlaður stofnkostnaður vegna deildarinnar er 10,7 millj- ónir króna og er fyrirhugað að kostnaðurinn dreifist á tvö ár og þar af komi til útgjalda allt að 6,7 milljónir á þessu ári. Ef hlutdeild sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður samþykkt er um að ræða 2,640 milljónir í ár og 1,640 næsta ár. Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur samþykkt að sveitarfélagið taki hlutfallslega þátt í búnaðar- kaupum vegna reksturs tréiðna í samræmi við samning dagsettan 16. desember 1990, en stjórn- endur Fjölbrautaskólans hafa nú sent erindi til annnarra sveitar- stjórna á svæðinu, þar sem að falast er eftir þátttöku á grund- velli samningsins frá því seint á árinu 1990. Verkalýðsfélögin Fram og Aldan Viðræður að heíjast um sameiningu Fyrir skömmu var sam- þykkt á stjórnarfundum í verkalýðsfélögunum Fram og Öldunni í Skagafirði að hefja formlegar viðræður um sam- einingu félaganna. Stjórnimar höfðu til grundvallar þessari samþykkt niðurstöður skoð- anakönnunar sem gerð var en hún sýnir að 85% félags- manna í félögunum tveimur eru fylgjandi sameiningu, 81,4% félagsmanna Öldunn- ar og 87% félagsmanna Fram. Svarhlutfall var 50% í báð- um félögunum og hvað kynjaskiptingu varðar voru 84,6% karla og 85% kvenna hlynnt sameiningu. Samkvæmt tillögunni skipa stjómir félaganna starfs- hóp sem á að fara yfir þau málefni sem þarf að ræða og skal hópurinn leggja fram til- lögur til stjóma fyrir lok apríl- mánaðar. Frá þessu var greint í Vit- anum fréttabréfi stéttarfélag- anna í Skagafirði, sem ný- komið er út, þar segir að með þessu sé stigið markvisst skref í átt að sameiningu eða sam- mna þessara tveggja félaga. Stjómir félaganna telja það ótvíræðan kost að hér verði eitt sterkt félag starfandi sem geti þar með boðið upp á meiri og betri þjónustu en hægt er með tveimur minni félögum. „Það er vissa stjóm- anna að þessi þróun verði fé- lagsmönnum hagstæð og skili sér til lengri tíma litið", segir í Vitanum, þannig að miklar líkur em á því að félögin muni sameinast á vordögum. Breytingar á sveitarstjórnarliði Skagafjarðarlistans Pétur Valda inn í stað Snorra Á fundi sveitarstjórnar Skaga- fjarðar í síðustu viku var tekin fyrir beiðni Snorra Styrkárssonar um leyfi frá störfum í sveitar- stjórn. Var samþykkt samhljóða að verða við erindinu. Þá var lagt fram bréf frá fulltrúum Skaga- fjarðarlistans undirritað af Ingi- björgu Hafstað og Pétri Valdi- marssyni, þar sem tilkynnt er að Pétur Valdimarsson taki sæti Snorra Styrkárssonar í leyfistíma hans. Stefanía Hjördís Leifsdótt- ir verður fyrsti varamaður. Þá lagði Skagafjarðarlistinn til að í stað Snorra Styrkárssonar í veitunefnd verði Ingvar Guðna- son aðalmaður og til vara Þórar- inn Leifsson. Var það samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjómar. Ástæða leyfis Snorra í sveitar- stjórn, sem nær til 15.júnínk.,er sú að hann er nú kominn í vinnu utan sveitarfélagsins, hætti störf- um hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi nýlega og hefur byrjað störf hjá Isfélagi Þorklákshafnar, frysti- vörugeymslunni Kuldabola. Á sama fundi sveitarstjórnar var einnig tekinn fyrir beiðni Arna Egilssonar um lausn frá störfum í bamavemdamefnd Skagafjarðar. Var erindið sam- þykkt samhljóða og jafnframt fallist á tillögu þess efnis að Jón Sigfús Sigurjónsson lögfræðing- ur taki sæti í barnaverndarnefnd Skagafjarðar í stað Arna. Að- spurður segist Ámi Egilssonar vera hlaðinn störfum og það sé ástæða þess að hann sé að minnkavið sigífélagsmálunum. Skipin veiða þokkalega Málmeyjan kom tíl hafnar í gær eftir tæpan mánaðartúr með aflaverðmæti fyrir um 61 milljón króna. Að sögn Gísla Svan Einarssonar út- gerðarstjóra Skagfirðings er þetta þokkaleg útkoma miðað við aðstæður við veiðar undan- farið en mikil ótíð er búin að vera tíl sjávarins nú í vetur. „Karfaveiðin er búin að vera léleg að undanfömu. Oft hefur karfinn farið að gefa sig í febr- úarmánuði en það hefur orðið bið á því að þessu sinni", segir Gísli. Þá var Hegranes að landa um 90 tonnum til vinnslunnar á Sauðárkróki á mánudag, en skipið hefur verið að koma með svona 80-90 tonn í viku- byrjun og hefur það bjargast ágætlega. „Það hefur sótt aust- ur fyrir á Breiðdalsgmnn og í Berufjarðarál, en þangað er um sólarhringssigling í góðan þorsk sem við viljum fá í vinnsluna. Þá landaði Klakkur tvisvar sinnum héma um dag- inn en Klakkurinn og Skaftinn hafa annars verið í rækjunni fyrir vestan", segir Gísli Svan. <<5>) TOYOTA TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - licRiir nicst .i rcynir1 ...bílar, tryg^ngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... JBÓ^Bré BRYNcJARS SUBUBQðTn 1 SlMI 463 5960 Kodak Pictures KODAI^CÍPRESS gæðaframköllun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.