Feykir


Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Skagstrendingur hf Metafkoma í sögu fyrirtækisins í fyrra Fjölbrautaskólanemar ýta bíl stjórnanda síns upp brekkuna sunnan Reynistaðar í gærdag. Mótmæla bensínhækkunum Félagar í Kór Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra slóu tvær flugur í einu höggi í gær þegar þeir mótmæltu í senn stöðugum hækkunum bensínsverðs á táknrænan hátt, auk þess sem þeir stóðu fyrir maraþoni til styrkar ferðasjóði kórsins, en áætlað er að kórinn fari í söngferð til Ítalíu í vor. Kórinn ýtti fólksbíl frá skólanum á Króknum fram í Varmahlíð. Lagt var af stað um átta leytið um morguninn og komið fram eftir skömmu fyrir eitt. Hópurinn var á hlaupum þegar ljósmyndari Feykis kom á vettvang í gær og Iagði greinilega hart að sér. Vonandi er að þetta framtak muni skila tilætluðum árangri. Búið að ráða í Hestamiðstöðina „Ég fékk alveg uppljómun þegar ég sá þetta starf auglýst í blaðinu og sá að það hentaði minni menntun vel. Það hefur nefnilega verið svo lítið um störf heima í Skagafirðinum sem henta ungu fólki þegar það hefur lokið námi, en vonandi er það að breytast”, segir Þorsteinn Tómas Broddason 32 ára, burtfluttur Sauðkrækingur, sem er að snúa heim í vor til að sinna starfi fram- kvæmdastjóra Hestamiðstöðvar íslands. Þorsteinn, sem valinn var úr hópi sjö einstaklinga er sóttu um starfið, er að ljúka fjögurra ára námi við Háskóla í Stavangri í Noregi. I samtali við Feyki sagði Þorsteinn að námið fælist í því að fást við nýsköpun ýmiss konar, viðskiptaáætlanir og annað slíkt, en sínum starfstíma hér heima á Islandi varði Þorsteinn að mestu í hótel- og veitingageiranum. En er hann mikill hestamaður? „Nei alls ekki, enda felst þetta starf hjá Hestamiðstöðinni meira í því að aðstoða þá sem ætla að stunda starfsemi tengda hesta- mennskunni. Ég þekki hins veg- ar ágætlega til hestamanna og er mjög spenntur fyrir þessu starfi, þykist viss um að samstarfið við hestamennina muni ganga vel”, sagði Þorsteinn Tómas Broddason. Afkoma Skagstrendings hf. á síðasta ári var sú besta í sögu félagsins. Reksturinn skilaði 324 milljóna króna hagnaði sem svarar til 43% arðsemi eiginfjár. Hagnaður Skagstrendings hf á árinu 1999 var 324 milljónir króna, en var72 milljónirkróna 1998. Hagnaður af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 278 milljónum króna nú, samanbor- ið við 64 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu á árinu 2.377 milljónum króna samanborið við 1.987 milljón króna árið áður, sem er 20% aukning. Auknar rekstrartekjur má rekja til góðra aflabragða skipa fé- lagsins, breytinga á skipastól og því að afurðaverð á sjófrystum afurðum hélst hátt á árinu, segir í tilkynningu frá Skagstrendingi. Aðalfundur Skagstrendings hf var haldinn í gær þriðjudaginn 21. mars í húsnæði félagins á Skagaströnd. Á fundinum var samþykkt að greiða 10% arð til hluthafa. Rekstrargjöld hækkuðu hins- vegar á síðasta ári, voru 1.907 milljónir, samanborið við 1.666 milljónir árið 1998 og hafa auk- ist um 14%. Aukning rekstrar- hagnaðar án afskrifta og fjár- magnskostnaðar er 47% á milli ára, hann var 470 milljónir króna 1999 eða 20% af rekstrar- tekjum, samanborið við 321 milljón 1998 eða 16% af rekstr- artekjum. Veltufé frá rekstri var 371 milljónir króna 1999, en 228 milljónir 1998. Eigið fé var í árslok 1.093 milljónir króna og hækkaði um 345 milljónir á ár- inu. Eiginfjárhlutfall hækkar úr 28% í 37% milli ára. Afkoma Skagstrendings hf. hefur farið batnandi frá árinu 1997 þegar 208 milljón króna tap var af reglulegri starfsemi eftir skatta. Rekstur Amars HU- 1 og Örvars EK 9904 gekk vel á síðastaári. Reksturrækjuvinnsl- unnar einkenndist af þeim að- stæðum sem sköpuðust vegna rnikils samdráttar í rækjuveið- um hér við land. Með kaupun- um á Örvari og samstarfinu við Nasco ehf Reykjavík tókst að tryggja rækjuvinnslunni nægt hráefni og var afkoma vinnsl- unnar viðunandi. Skagstrend- ingur keypti í upphafi þessa árs hlut í Nasco ehf til að tryggja rækjuvinnslunni enn greiðari aðgang að hráefni. Afkoma bol- fiskvinnslu á Seyðisfirði var einnig viðunandi á síðsta ári, en bolfiskvinnslan byggir einkum á samstarfi við útgerðarfyrirtæk- ið Gullberg ehf. sem rekur Gull- ver NS-12 og hefur það sam- starf reynst farsælt. Hinsvegar var afkoma landfrystingar á loðnu og síld óviðunandi vegna vöntunar á frystingarhæfu hrá- efni og lágu afurðaverði. Skag- strendingur hf byggir rekstur sinn á þremur grunneiningum, útgerð frystiskipa, rekstri rækju- vinnslu og rekstri frystihúss. Rekstrarforsendur þessa árs eru lakari nú en á síðasta ári, m.a. vegna hins háa olíuverðs og þróunar á rækjumörkuðum. Veiðiheimildir Skagstrend- ings hf innan lögsögu íslands em urn 6.800 þorskígildistonn og stóðu heimildimar fyrir um 50% af veltu félagsins á síðasta ári. Starfsmenn Skagstrendings hf voru um 170 að meðaltali á árinu 1999. —KTeH£ÍI! ehjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA Æa bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargata 1b 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir 0 Réttingar Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.