Feykir


Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 12/2000 Fjárhagsáætlun Blönduóss Einkennist að frá- veituframkvæmdum Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Blönduóss, sem afgreidd var fyrir nokkru, einkennist af miklum fráveituframkvæmd- um sem nú er unnið að norðan Blöndu, en það er þriggja ára verkefni er hófst á liðnu ári. í ár er um að ræða stæsta áfangann í verkinu og verður varið til þess 45 milljónum króna. Er það meira fé en bæjarsjóður liefur til ráðstöfunar til verk- legra framkvæmda. Nýjar lán- tökur bæjarsjóðs verða um 70 milljónir á árinu en á móti verða skuldir greiddar niður um tæpar 30 milljónir króna. Að sögn Skúla Þórðarsonar bæjarstjóra er nú unnið að gerð þriggja ára áætlunar fyrir bæj- arsjóð og er stefnt að Ijúka gerð hennar nú í vor. Aðspurður sagði Skúli að bæjarsjóður hefði þurft að verja miklum fjármunum í verkefni sem bæj- arstjórn hefði í raun verið knú- in til að ráðast í, og nefndi þar t.d. fráveituframkvæmdirnar sem eru skyldubundin verkefni og endurbætur á skólahúsnæð- inu, til að laga aðgengi fatlaðra að skólanum. í þessi verkefni hafa farið tugir milljóna á síð- ustu árum og sést þess nokkur stað hjá bæjarsjóði. Fjárhagsáætlunin var sam- þykkt með fimm atkvæðum en tveir fullrúar A-listans sátu hjá við afgreiðsluna. Jóhanna G. Jónsdóttir lagði fram bókun fyrir hönd A-listans. „A - list- inn gagnrýnir hvað fjárhagsá- ætlun Blönduósbæjar er seint fram komin og engir tilburðir eru uppi hjá meirihluta bæjar- stjórnar að leggja fram þriggja ára áætlun um rekstur sveitarfé- lagsins eins og skylt er að gera lögum samkvæmt. Ljóst er að útgjaldahlið fjárhagsáætlunar fyrir árið 2000 er vanmetin í samanburði við fjárhagsáætlun og raunútkomu síðasta árs. Engar tillögur komu fram hjá meirihluta bæjarstjórnar hvem- ig vinna eigi bæjarfélagið út úr þeim fjárhagslegum erfiðleik- um sem það er komið í og legg- ur A-listinn til að skoðaðar verði leiðir til úrbóta, til dæmis með sölu hitaveitu og eða fast- eigna”, segir í bókuninni. Auglýsið í Feyki BYGGÐASAFN SKAGFIRÐINGA GLAUMBÆ auglýsir eítir safnvörðmn í Glaunibæ, Áshúsi og Víðimýrarkirkju sumarið 2000 í starfinu felst gæsla og umhirða safnmuna, móttaka og leiðsögn gesta og ræsting. Æskilegt er að umsækjandi sé eldri en 16 ára og hafi vald á a. m. k. einu erlendu tungumáli, auk þess að hafa áhuga á sögu og menningu héraðsins. Umsóknarfrestur til 31. mars. Upplýsingar í síma 453 6173 milli 13 og 18. Safnstjóri ur alvarlega við að trúa því að ég hafi fjármálavit, það er raunalega lítið, því miður fyrir mig og mína fjölskyldu. Þessar hugrenningar kvikn- uðu þegar ég frétti að tveir sveita- stjómarfulltrúareru í tímabundnu leyfi og sá þriðji vill fara að út- rýma sjálfum sér úr störfum fyr- ir sveitarfélagið, einnig á að skera niður þjónustufulltniana og síðast en ekki síst boða leiðtog- arnir þriggja manna hagræðing- amefnd til að minnka kostnað og bæta þjónustu. Þá flaug mér í hug að einhver bölvaður asni hefði farið að tala um árang- urstengd laun við fulltrúana og Þessir árangurstengdu starfsmenn Vorið lætur bíða eftir sér, verkalýðshreyfingin er klofin í herðar niður, forsætisráðheira skammaður og Samfylkingin ekki lengur höfuðlaus her, þar er nú tvíhöfði efst, en bráðum verð- ur annar hausinn höggvin svo all- ir geti verið ánægðir. Þetta tel ég bærilegt ástand og næsta eðlilegt, sést það best á því að síðasta tím- ann kemur hvert snilldarfyrirtæk- ið eftir annað með svimandi af- komutölur, jú það em gleðifréttir hvert sem litið er í fjáimálaheim- inum. Nýjasta uppátækið í fyrir- tækjastýringu er svonefnd árang- urstengd laun, frá hundrað þús- und og upp í milljón á ársgmnd- velli, eins og það heitir á fagmáli. Ekki em allir sammála um ágæti þessarar launastefnu og öfund hefur lengi verið landlæg hér og lítið fararsnið á henni. Hitt hef ég hvergi orðið var við í þessari um- ræðu hvað gera skuli þegar og ef svo færi að hagnaðurinn hverfi og tap komi í staðinn - slíkt hefur gerst hjá okkur misminni mig ekki. Ekki verður þá hægt að rukka þessa duglegu árang- urstengdu starfsmenn um það sem vantar, slíkt væri á móti öll- um venjum á Islandi. Tapinu var alltaf vísað út í ystu myrkur þar sem menn vonuðu að það gleymdist sem gerðist furðu oft. Stjórnmálamennirnir björg- uðu hlutunum með því að fella gengið og vísa á þann hátt tapinu til þeirra sem áttu það svo sann- arlega skilið að fá að borga brús- ann. Þama á ég við okkur hin sem emm kölluð ÞJÓÐ í 17. júní- og áramótaávarpi. Fjármálasnilld landsfeðranna hefur þó risið hæst með því göf- uga bragði að gera tapfurstunum fært að selja skuldimar þegar búið var að loka fyrirtækjunum og vísa vandræðunum og skýja- borgunum út í ystu myrkur eins og vanalega. Svona fullkomið margskött- unarkerfi gátu engir fundið upp nema íslendingar og vissulega hægt að halda fram að þetta sé gargandi snilld! - Ég vara lesend- þeir hlustað á vaðalinn, þess vegna væm þeir nú búnir að taka fram flóttaskóna. En þetta mál hefur tvær hliðar. Vissulega hafa þeir staðið sig vel í að safna skuldum, en er það ekki bara gott? í framtíðinni gætu góðmennin á Alþingi gefið leyfi til að þau bæjarfélög sem illa em sett gætu selt þeim betur reknu skuldir sínar, þá væmm við sólar- megin og framtíðin björt. Þess vegna er kannski athug- andi að við hækkum laun okkar manna. Þau buðu sig brosandi fram til að stjóma hér af dreng- skap og dugnaði, eins og vana- lega. Mér sýnist líka stjóm sveit- arfélagsins í sama fari, eins og vanalega. Þess vegna segi ég fullum fetum. Við skulum bera þá bagga sem verður að leggja á okkur. Vonandi tekst einhvem tíma að selja skuldir Skagafjarð- ar með hagnaði, en þangað til borgum við skilvíslega okkar skerf. - Eins og vanalega. Glaumur. Rækilega ritskoðaður reyndist.... Einstaka sinnum vill það til að út fer gallað eintak af Feyki, blað sem ekkert hefur prentast á eina opnuna. Þetta er hvimleitt, en gerist af tæknilegum ástæðum sem ekki verður fari út í að skýra hér. Þetta er mjög lúmskt og erfitt að komast hjá, og stundum hafa lesendur blaðs- ins þurft að hafa samband til að fá annað eintak. Þetta henti á dögunum þegar Krist- ján Árnason á Skálá fékk blaðið í hendur, þá voru önn- ur og sjöunda síða alveg auð- ar. Kristján sendi blaðið til baka ásamt þessum kvið- lingi, en þetta var blaðið sem út kom 23. febrúar og þar var m.a. vikið að heyforða Skag- firðinga um þessar mundir. Heyleysið er hart að bera, hungurs barinn verður lóm- ur. Endafinnst mér Feykir vera feikilega innantómur. Feyki þreifog hugðist hrað- ur harðan lesa pistilinn. En rœkilega ritskoðaður reyndist hann í þetta sinn. Augum pírði önugur, ekki stafur nokkur. Þetta er ómark, Þórhallur, þetta er svindl á okkur. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Ég missti 7 kg. á fimm vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is Kemur út á miðvikudögum. Utgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Síniar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Farsínii 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritari: Örn Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson. Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hennannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.