Feykir


Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 12/2000 Opinskátt og líflegt Konukvöld á Króknum Það var líflegt á konukvöldi sem stúdentsefni Fjölbrautaskólans stóðu fyrir á veitingastaðnum Royal sl. laug- ardagskvöld, en fyrir burtflutta Sauð- krækinga er kannski rétt að nefna að þessi staður er í Hótel Mælifells-húsinu. Þama voru samkomnar bæði eldri og yngri konur sem höfðu kvöldið algjör- lega fyrir sig, en karlpeningnum var ekki hleypt inn fyrr en um miðnættið. Að sögn Sólveigar Þórarinsdóttur formanns stúdentaráðs var mjög skammur aðdragandi að þessari skemmtun, raunar ekki nema vikutími frá því hugmyndin kviknaði og þangað til hún var framkvæmd. „Þetta var hugsað sem fjáröflun fyrir okkur stúd- entsefnin en líka til gamans. Við feng- um þama góða aðstoð frá nokkmm íyr- irtækjum í bænum, s.s. Sauðárkróks- apóteki, Nudd- og stratastofunni, Spörtu, Hárgreiðslustofu Emu og Blóma- og gjafabúðinni. Við emm mjög ánægð með hvemig til tókst og ég held að allir hafi verið ánægðir með þetta. Okkur fannst Rósa Ingólfsdóttir ágæt og margt rétt sem hún sagði. Hún talaði reyndar um ýmislegt sem við átt- um ekki von á, en eldri konumar vom sérstaklega ánægðir með hana. Hún Konur á öllum aldri samankomnar: Ingibjörg Oddsdóttir, Björg Sverrisdóttir, Guðný Pálsdóttir, Ólöf Kristín Daníelsdóttir, Marín Gústavsdóttir, Kolbrún Passaro, Auðbjörg Pálsdóttir og Berglind Ottósdóttir. fræddi okkur líka ágætlega með með- ferð snyrtiefna, er mjög fær í þvf’, sagði Sólveig. Rósa var eins og hún er er vön mjög opinská og sagði mörg hvatningarorð til kvennanna um leið og hún gerði góð- látlegt grfn af kerlpeningnum og féll það í góðan jarðveg. Þá var tískusýning og ýmislegt fleria til skemmtunar á konukvöldinu. Rósa talaði eins og vanalega nokkuð opinskátt við sitt fólk. Verðandi stúdínur og nokkrar þeirra er báru hitann og þungan að undirbún- ingnum. Jóhanna Thorlacíus, Theódóra Thorlacíus, Gýgja Stefánsdóttir, Asa Sverrisdóttir, Unnur Rögnvaldsdóttir, Stefanía Gylfadóttir, Lilja Einarsdóttir og Sólveig Þórarinsdóttir formaður stúdentaráðs. Ólöf Kristín Daníelsdóttir var ein þeirra er sýndi föt frá tískuverslunnni Spörtu á Sauðárkróki. Erna Baldursdóttir hárgreiðslukona, Rósa Ingólfsdóttir, Matthildur Ing- ólfsdóttir, Rannveig Helgadóttir frá Nudd- og Stratastofunni, Halla Más- dóttir og Sigurlaug Valgarðsdóttir. Ungu konurnar létu ekki sitt eftir liggja að mæta og skemmtu sér greini- lega vel. Guðný Ebba Þórarinsdóttir, Þuríður Óttarsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Sigríður Sigurðardóttir, Rakel Jónasdóttir, Sigurbjörg Jónasdóttir, Ólöf Sólveig Júlíusdóttir og Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir. Þær léku á als oddi og fannst kvöldið byrja vel. Þórey Eyjólfsdóttir, Jóna Sigðurðardóttir, Guðný Friðriksdóttir, Rebakka Óttarsdóttir, Guðrún Sölvadóttir og Kristín Guðjónsdóttir frá Sauðárkróksapóteki, sem kom nokkuð að undirbúningi konukvöldsins.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.