Feykir


Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 6

Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 12/2000 Vel kryddaðar sögur vestfirsks strigakjafts Það er alltaf gaman að heyra skemmtilegar sögur, kannski vel krydd- aðar. Einn af þeim mönnum sem kann að segja svoleiðis sögur er Kon- ráð Eggertsson, sem landsþekktur er orðinn íyrir afskipti sín af hvala- veiðimálum og fleiru er lítur að nýtingu náttúruauðlynda. Konráð er í þessum flokki hressra frásagnarmanna að vestan, sem þeir Hermanns- synir „strigakjaftar” tilheyra. Ritstjóri Feykis kynntist Konna í gegnum sameiginlegan áhuga á útivist og skíðamennsku. Fyrir nokkrum árum fékk Feykir sent blað kosningabandalags sem að stóðu Pétur Bjama- son, Konni og nokkrir fleiri góðir menn sem bráðum verða samkjör- dæmungar okkar. í þessu blaði var frásögn Konna af því þegar hann byrjaði sína skíðaiðkun, þá kominn á fertugsaldur og í þannig ástandi að hann gat varla orðið snúið sér við í skipstjórastólnum nema með harmkvælum. Kannski er þessi lýsing ekki beint til að hvetja venjulegt fólk til að byrja á skíðum, en hins vegar segir Konni einnig frá skemmtilegri ferð á Homstrandir, en það er upplifun sem ýmsir hér á þessu svæði hafa reynt. „Ég hef oft hugsað til þess að líklega hafi það bjargað lífi mínu þegar ég tók upp á því að ganga á skíðum. Þegar ég byrjaði á því íyrir 25 árum, var ég heldur meiri um mig en ég er í dag, eða um það bil 111 kóló. Þá var ég nýhættur að reykja, hafði gert það í allnokkur ár og farinn að finna fyrir óþægindum, svo sem verk í vinstri handlegg og hjartað sleppti úr annað slag- ið. Um þessar mundir fór ég að hugsa um hvort ekki mætti gera eitthvað til úrbóta, þótti gott að borða og þykir enn. Ég þekkti nokkra ntenn sem fóru á gönguskíði og voru þeir að mínu mati mjög hressir, bæði til líkama og sálar. Þannig fór að ég fékk mér gönguskíði haustið 1975, þá 32ja ára. Þetta vom Split- ken tréskíði, sem þóttu góð í þá daga en eru ekki lengur notuð, því nú er allt úr plasti. Ég fór fyrst á skíði rétt fyrir jólin 1975 á túninu hjá Jóni Andréssyni. Það byrjaði ekki vel; kunni ekkert til verka í meðferð áburðar en það er nokkur kúnst eins og þeir vita sem til þekkja. Ég hafði aldrei stundað neinar íþróttir, þaðan af síð- ur farið á skíði. Þegar ég hafði spennt á mig skíðin og sett á mig stafina og ætlaði að stíga fyrsta skrefið þá þótti mér nóg um. Gat ekki ímyndað mér að ég gæti staðið í sömu spomm, hvað þá gengið af stað. Eftir að hafa komist nokkra metra og dottið einu sinni fyrir hvem þeirra, sá ég enga leið til þess að þetta gæti bjargað lífi mínu og hugsaði til strákanna, sem ég kallaði svo, renna sér á þessum helvítis spækjum sem á svigskíðum væm. Ég kom heim rennandi sveittur og bölvandi. Er einhverjir dagar höfðu liðið reyndi ég aft- ur og nú fór að ganga aðeins betur. Að liðnum nokkmm tíma fór ég að geta litið við án þess að detta. Kjarkur óx meira en getan Nú rennur upp árið 1976. Mér fór held- ur að fara fram og ég fór upp á Dal og horfði á göngugarpana hlaupa um allt, öf- undaði þá mikið en þorði varla að fara í slóðina eftir þá, var hræddur um að verða fyrir. En kjarkurinn óx meira en getan og mér fór að detta í hug að gaman væri að fara norður á Homstrandir á skíði, hef alltaf verið mikill Homstendingur í mér. Ég færði þetta í tal við vin minn Amór Stígsson en fór mjög varlega. Hann tók þessu vinsamlega eins og von var, sagði þetta gæti verið mjög gaman, en datt auð- sjáanlega ekki í hug að ég hefði hug á að fara svona ferð. Ég hélt áfram að röfla um þetta og þegar ég sagði honum að ég ætl- aði með, þá snéri hann sér undan og hef- ur ömgglega brosað vel. En hvað um það, ákveðið var að fara næst þegar veðurspá væri góð. Earið skyldi úr Veiðileysufirði, yftr í Hafnarskarð og niður í Homvík. A- kveðið var að við færum fjórir, Arnór Stígsson, Stígur Stigsson, Oddur Péturs- son og undirritaður, allt vanir menn nema éS-, Eg hafði yfir að ráða 17 tonna báti, Halldóri Sigurðssyni ÍS 14. í annarri viku marsmánaðar 1976 var veðurútlit heldur þokkalegt og föstudaginn 12. spáði vel fyrir helgina. Var nú ákveðið að fara laug- ardaginn 13. mars. Spenningur var mikill. bæði eftirvænting og kvíði. Allir vom með bakpoka og í honum matur og föt. Pokinn minn var um 17 kíló og svipað hjá hinum.Ég lá andvaka langt fram á nótt, bylti mér í rúminu og hélt vöku fyrir kon- unni. Eitthvað náði ég að sofna undir morgunn en vaknaði dauðþreyttur því draumfarirnar gengu bara út á látlausar byltur á skíðum. Klukkan sex hringdi vekjarinn og ég hentist framúr kófsveittur, því ég hafði verið á skíðum þennan tíma meðan ég svaf og þar á ofan með 17 kg. bakpoka. Konan mín blessuð fór fram og eldaði fyrir mig hafragraut og aðstoðaði mig við að ganga frá öllu. Nú stoppaði bíll fyrir utan og þar var kominn Oddur Pétursson á sínum fjallajeppa. Konan stendur í dyr- unum og kveður og eftir svipnum að dæma held ég að hún hafi ekki reknað með að sjá mig aftur á lffi. Héðan af var ekki aftur snúið. Veður var gott og gekk ferðin norður vel. Þegar komið var í botn Veiðileysufjarðar var far- ið að gera klár legufæri því bátinn átti að skilja eftir á firðinum þessa tvo daga sem ferðin stæði. Um kl. 10 vomm við komn- ir í land og búnir að ganga frá öllu, en veð- ur var gott. Dottið átján sinnum Nú hófst alvaran. Pljótlega kom í ljós að betra hefði verið að hafa poka með mittisól, því pokinn var alltaf laus þegar maður gekk. Einnig sást strax hversu lé- legur skíðamaður ég var og ekki lagaði pokinn stöðuna. Ég fór í förin eftir hina, en snjór var í ökla. Pljótlega dró í sundur og varð ég einn langt á eftir en förin vísuðu veginn. Stundum sá ég hina sem smádepla Konráð til hægri og Bubbi prentari á ísafirði, Sigurður Jónsson, baða sig upp úr heitri Iaug í Reykjafirði á Hornströndum. langt uppi í fjalli. Neðan við Hafnarskarð, svona 60-80 metra, er klettur sem Líkaklettur heitir. Þar stoppuðu félagar mínir og biðu eftir mér. Þar fengu menn sér sopa og sagðar voru nokkrar lygasögur. Er menn höfðu matast var lagt af stað á ný. Þessir síðustu metrar upp í skarðið em mjög brattir. Ég bar mig mannalega og þetta hafðist eftir mikið pjakk og bölv. Þama komst ég að þeirri niðurstöðu að ég hefði ekki gert mér grein fyrir hversu vitlaus ég væri að hætta mér út í þetta. Þegar staðið er í Hafnarskarði, sér maður bæði niður í Hornvík og Veiði- leysufjörð. Þama sá ég bátinn minn sem lítinn depil á spegilsléttum sjónum og fór að hugsa að það væri ekkert vit í að skilja hann eftir mannlausan, en um það þýddi ekki að fást. Nú hófst ferðin niður að aust- anverðu. Pélagar mínir settu nánast beint undan. Það var meiri lausasnjór að austan- verðu og átti ég í niiklum erfiðleikum með pokann. Ég datt svo oft að ég var hættur að hugsa um það, fór hvað eftir annað á hausinn og brölti á lappimar aftur. Eitt sinn sá ég til félaganna, vom þeir þá komnir heim á Parmannsbrekku, sem er rétt ofan og framan við húsið í Höfn. Þegar ég kom heim í hús, þá voru þeir búnir að kveikja upp í kabyssunni, voru að borða og ekki laust við að þeir brostu út í annað. Þeir spurðu hvort ekki hefði gengið vel og ég sagði þeim eins og var að ég hefði dottið upp í 18 sinnum án þess að standa upp. Ég þakkaði þeim um leið fyrir hugulsemina að fara ekki á undan mér! Rifnaði upp í klof Mörgum ámm seinna varð mér hugsað til þessara orða en þá var með mér í rjúpu Hjörtur vinur minn Stapi, þá orðinn aldr- aður, en fór á gönguskíðum til rjúpna að á- eggjan minni, en hafði aldrei á skíði kom- ið. Um kvöldið sagði Stapinn: „Þessi hel- vítis skíði. Þegar ég datt í kjarrinu þá þurfti ég að fara úr öllum fötunum til að geta staðið upp!" Þetta var svipað hjá mér í ferðinni. Þegar við höfðum matast í Höfn var haldið yfir að Homi. Gekk það vel og var ég glaður yfir að nú væri allar hremming- ar að baki. Við fómm inn í Hombæinn og hélt ég að nú ætti að fara að brjóta í eldinn og kveikja upp. Þá sagði einhver: ,Jæja á ekki að fara að halda af stað?” Ég vissi ekki hvað á mig stóð veðrið, en þá var spurt: „Ætlar þú ekki að koma með aust- ur á Hornbjargsvita?” Ég fékk áfall, enda hélt ég að öllum raunum mínum væri lok- ið þennan daginn. Ég gat ekki hugsð mér að vera einn á Homi um nóttina svo ég fór með þeim með hálfum huga. Við skildum allt hafurtaskið eftir á Homi. Mikill rnunur var að ganga laus. Pannst mér nú allir vegir vera færir. Þegar fór að nálgast Almenningaskarð og orðið var mjög á brattann að sækja hætti að fatta hjá mér og rann afturábak í öðm hverju skrefi. Kapp var kornið í hina og ég gleymdist. Ég kunni lítið að bera undir svo fljótlega lengdist bilið og þeir voru kornnir upp í skarð. Það vita allir sem á gönguskíði hafa komið hversu vont það er þegar maður sparkar aftur úr í öðm hverju skrefi. Stundum fannst mér eins og rifnaði upp í klofið á mér, en upp böðlaðist ég samt.. Pélagamir biðu glottandi á skarðinu og ég þakkaði þeint fyrir tillitssemina og hjálp- ina sem fyn' og sagði þeim að ég væri rif- inn upp að herðablöðum eftir þetta helvíti.” Blóð á hnakka Nú skal farið hratt yfir sögu og hlaupið yfir móttökurnar á Hombjargsvita og dvölina þar um kvöldið og nóttina. „Við vöknuðum klukkan átta og ég var injög lerkaður. Drukkum við nú ntorgun- kaffi og lögðum af stað klukkan 9,05. Veður var gott, allt gekk að óskum og yið vomm komnir að Homi klukkan 10. Att- um þar stuttan stans og vomm lagðir af stað heim á leið um 11 leytið. Perðin gekk þokkalega til baka. Þegar komið var í Hafnarskarð sá ég bátinn á firðinum og gladdist mikið þegarég sá að allt var í lagi. Að vestanverðu hafði skafið í hryggi og var komið mjög vont færi fyrir mig út af pokanum. Pélagamir hurfu fjótlega sem fyrri dag- inn og ég sá þá komna niður að sjó. Ég vildi flýta mér en það gekk ekki vel því helvítis hryggimir vom svo vondir. Þegar farið var frant af einum jókst ferðin og svo upp á næsta, þá stakkst ég á hausinn. Alltaf þegar ég datt lenti pokinn á hnakkanum á mér og ég bölvaði mér fyrir að hafa ekki útbúið festingu á hann og sett ól utan um mig. Um þetta var þó ekki að fást á þessu augnabliki, en það var farið að blæða úr hnakkanum. Þetta hafðist samt niður og mikil var gleðin þegar á fjömna var kom- ið og ég óbrotinn! Þegar heint kom fór þreytan að segja til sín. Ég var svo mikið eftir mig að ég skalf í heila viku á eftir. En svo hefur skíðabakt- erían heltkeið mig að alltaf síðan hef ég farið á skíði þegar ég hef getað og hafa þessar vetrarferðir á Homstrandir verið famar allar götur síðan og fleiri menn bæst í hópinn, allt upp í 13 í ferð. Parnar hafa verið allai' mögulegar og ómögulegar leið- ir á Homströndum allt austur í Ofeigs- fjörð. Ég lít svo á að þetta skíðabrölt hafi bjargað lífi mínu til þessa. “

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.