Feykir


Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 22.03.2000, Blaðsíða 8
22. mars 2000,12. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur Íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki jslands í forystu tíl framtfðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 . Þessar voru í rokna stuði á konukvöldinu hjá stúdentsefnum FNV á Royal á laugardags- kvöldið: Siva Þomióðsdóttir, Ragndís Hilmarsdóttir, Ema María Jensdóttir, Ema Rós Haf- steinsdóttir, Hrafnhildur Viðarsdóttir, Bryndís Þórisdóttir, Guðrún B jömsdóttir og Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir. Meira um konukvöldið á 5. síðu blaðsins. Bvggðir við Húnaflóa Vilja fá bætur vegna hruns rækjustofhsins Bæjar- og sveitarstjórar við Húnaflóa hafa beint þeim ein- dregnu tilmælum til sjávarút- vegsráðherra að hann ákvarði nú þegar auknar bætur til innfjarðarrækjubáta við fló- ann, en eftir mælingar Haf- rannsóknarstofnunar í liðnum mánuði er ljóst að ekki verða leyfðar veiðar úr stofninum á yíirstandandi fiskveiðiári. „Ekki þarf að fjölyrða um á- hrif hruns innfjarðarrækjustofns- ins í Húnaflóa fyrir umræddar sjávarbyggðir og því vonast undrritaðir til að útgerðir sem hafa haft leyfi til innfjarðar- rækjuveiða á flóanum fái fulla leiðréttingu”, segir í bréfi sveitar- stjóranna til ráðherrans. Erindið er sett fram með vís- an til fundar sem forráðamenn sveitarfélaganna við Húnaflóa áttu með ráðherranum 30. sept- ember sl. Jafnframt er vísað til reglugerðar nr. 519/1999 um sér- staka úthlutun til innfjarðar- rækjubáta sem sett var að undan- gengnum viðræðum fulltrúa sveitarfélaga og útgerðarmanna við hæstvirtan þáverandi sjávar- útvegsráðherra fyrir um ári. Héraðsdómur Norðurlands vcstra í máli SR-mjöls gegn FISK Sýknar FISK af öllum kröfiim Áætlanir Hafnarstjórnar Skagafjarðar Miklar framkvæmdir við Norðurgarðinn Hafnarstjóm Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum á dög- unum tillögur til Siglingamála- stofnunar vegna hafnaáætlunar 2001-2004. Hafnarstjóm leggur til að á þessum tíma verði ráðist í verulegar frantkvæmdir við Norðurgarð Sauðárkrókshafnar, auk þess sem dýpkað verði við hafnir og bryggjur á Hofsósi og í Haganesvík. Hafnarstjóm leggur til að á næsta ári verði varið 76 milljón- um í Norðurgarðinn. Fremsti hluti garðsins verði endur- byggður og stálþilið lengt um 60 metra og verði þvi alls 130 metra. Á árinu 2002 verði lokið við fragang stálþilsins á Norður- garði og gengið frá lögnum, lýs- ingu og þekja steypt, en hún er alls 2200 fermetrar. Áætlað er að þetta verk kosti um 26 millj- ónirkróna. Þá verði einnig unn- ið að dýpkun snúningssvæða og innsiglingu og er áætlað að það muni kosta 29,4 milljónir. Á árinu 2003 er á dagskrá lenging sandfangara urn 30 metra og er ætlað að kostnaður við þá framkvæmd verði 12 milljónir. Samkvæmt tillögum hafnarstjómar yrði á árinu 2004 síðan unnið að tengibraut milli Sauðurhafnar og Norðurhafnar og er áætlað að það rnuni kosta um 3 milljónir króna. Á því sama ári verði einnig sett grjót- vöm á vesturkant í smábáta- höfn. Við höfnina á Hofsósi er á árinu 2001 stefnt að dýpkun við Suðurgarð, lengingu Þvergarðs og lengingu viðlegu á Suður- garði. Á árinu 2002 verði Norð- urgarður styrktur. Við biyggjuna í Haganesvík er áætlað að dýpk- un fari fram á næsta ári og árinu 2003. Kostnaður í hvert skipti er áætlaður 300 þúsund. Héraðsdómur Norðurlands vestra sýknar Fiskiðjuna Skag- firðing af öllum kröfum SR- mjöls. Dómur var kveðinn upp sl. mánudag, en SR-mjöl krafð- ist ógildingar á kaupsamningi sem gerður var síðla árs 1998 og fjallaði um kaup fyrirtækis- ins á fiskveiðileyfi og úrelding- arrétti Skagfirðings SK-4. Kröfur sínar byggði SR-mjöl á breytingum á lögum um stjóm fiskveiða er urðu í kjölfar svo- nefnds Valdimarsdóms, en hann leiddi í ljós að öllum væri heimilt að fá svonenfnd fisk- veiðileyfi og þau leyfi vom því orðin verðlaus við þessa laga- breytingu. Fiskiðjan hafði fengið helm- ing samningsins greiddan, 60 milljónir króna, hinar 60 millj- ónimar áttu að koma til greiðslu 1. mars á síðasta ári, en SR vildi fá þá greiðslu niðurfellda og endurgreitt það sem búið var að greiða í samningnum. í niðurstöðu héraðsdóms segir m.a. að báðum aðilum hafi mátt vera ljóst að um áhættu- söm viðskipti væri um að ræða og að alltaf hafi mátt búast við að ytri aðstæður. sem gætu haft áhrif á verðmæti þessi, breyttust verulega. „Það er því mat dóms- ins að þrátt fyrir ófyrirséða kúvendingu á lögum um stjóm fiskveiða verði hvor aðili um sig að bera þá áhættu sem var til staðar í viðskiptum þeirra. Aðil- ar máls þessa em báðir stór fyr- irtæki í sjávarútvegi á íslandi og var staða þeirra við samnings- gerðina því jöfn þannig að á hvorugan hallaði. Báðum aðil- um var kunnugt um að lög um stjóm fiskveiða hafa tekið breyt- ingum frá því þau vom fyrst sett árið 1983. Hins vegar má fallast á nteð stefnanda að sennilega hafi enginn séð fyrir þær miklu breytingar sem raunin varð á. Þó má benda á að á þeim tíma sem samningurinn var gerður, var búið að flytja hið marg- nefnda mál (Valdmarsmál, innsk. Feykir) fyrir Hæstarétti. Ætla verður að stefndi hefði þurft að sætta sig við að verð- mætin hefðu margfaldast í verði strax að lokinni samningsgerð- inni af óvæntum ástæðum. Jafn- framt heldur stefndi því réttilega fram að ósanngjamt sé í hans garð að fé ekki greitt fyrir hluta af þeim verðmætum sem hér var samið um. Hann hafi greitt fyrir þau til þriðja aðila og verði því fyrir tjóni ef samningurinn verði felldur úr gildi vegna að- stæðna sem sfðar kontu til”. Þama í lokin vitna Fiskiðju- menntilþesserþeirkeyptu úr- eldingarrétt þegar Skagfirðingur SK-4 var keyptur og eldra skip með sama nafni selt. Gert er áð fyrir því að forráðamenn SR- mjöls áfrii málinu til Hæstarettar. TOYOTA - tákn um gæði ...bílar, tiyggngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYBJABS 8UÐDRGÖTO 1 SÍMI 4S3 B960 Kodak Pictures KODAlffiiXPRESS <g> TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. -þegdrmestáreynir!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.