Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 1

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 1
EII 29. mars 2000, 13. tölublað 20. árgangur. Óháð f réttablað á Norðurlandi vestra raf sjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI vorflóði Eylendið í Skagafirði var eins og hafsjór yfir að líta í leysingunum í gær. Upp úr hádeginu var Skagfirðingasveit kölluð að bænum Ytri - Húsabakka en þar voru hús orðin umflotin vatni og flæddi bæði inn í íbúðarhúsið hjá Gísla bónda Jónssyni og Í fjárhusin. Ljóst er að tjón hefur orðið | talsvert vegna þessara vorflóða á Húsa- bakka, sem eru óvenjumikil og líka óvenju snemma. Björgunarsveitarmenn dældu vatni úr húsum og aðstoðuðu við að koma búpeningi undan vatninu. Eins og sjá má var vegurinn að bænum farinn í sundur og ekkert nema trukkur björgunarsveitar- innar komst þarna yfir í gær. Skagfirðingar leiti að Rauði Skagfirðingar, sérstaklega aust- an Héraðsvatna, ættu að svipast vel um í stóði sínu núna á næst- unni, hvort ókunnugur rauður hestur gæti verið þar saman við. Þá væri tilvalið fyrir vélsleða- menn að gera sér ferð í fjöllin. Feyki barst eftirfarandi tilkynn- ing frá Guðmundi Jónatanssyni ritstjóra Bæjarpóstsins á Dalvík. I Svarfaðardal hefur verið týndur hendur frá því um síðustu jól. Hesturinn er dökkrauður 10 vetra gæðingur, frostmerktur á hálsi. Ýmislegt er undarlegt við hvarf þessa hests. Segja má að hann hafi horfið sporlaust, þrátt fyrir mikla leit hefur ekkert fund- ist. Það rifjaðist upp að völva Bæjarpóstsins á Dalvík spáði því að hestur myndi týnast og ekki finnast fyrr en eftir nokkurn tíma. Er það að koma fram? Leitað hefur verið til nokkurra miðla og öllum ber saman um að hestur- inn muni vera á lífi. Tveir miðl- ar hafa tekið fram að hesturinn hafi álpast saman við hóp hrossa án vitundar þeirra sem með hafa að gera. Nú er þess farið á leit við Skagfirðinga að þeir kflci eftir því hvort þessi hestur geti verið hjá þeim Búið er að leita svo mikið að hestinum að farið er að skoða nánast ótrúlega möguleika. Vert er að hafa í huga að hér er um mikinn gæðing að ræða og tjón- ið því tilfinnanlegt fyrir eigand- ann. Vanti einhvern nánari upp- lýsingar er þær að finna í síma 868 2304. Fundur um þjóðlendumálið í Víðihlíð Krefst þess að kröfti- gerð fulltrúa rikisins verði dregin til baka Sameiginlegur fundur sveit- arstjórna, landbúnaðarnefnda og stjórna búnaðarsambanda á Norðurlandi vestra, sem haldinn var í Víðihlíð í fyrrakvöld, mót- mælir harðlega þeim kröfum til eignaréttar á landi sem fram eru komnar af hálfu fulltrúa ríkisins á gundvelli laga um þjóðlendur. Fundurinn lýsir furðu sinni á því að fram skuli vera komnar kröf- ur um, að þinglýst eignalönd bænda, sveitar- og/eða upp- rekstrarfélaga, verði að hluta til eða öllu leyti, gerð að þjóðlend- um og þar með eign ríkisins. Fundurinn krefst þess að þessar kröfur verði þegar í stað dregnar til baka og virtur verði eignar- réttur aðila á því landi sem þing- lýsingar og skráð landamerki taka til. Þá gerir fundurinn þá skýlausu kröfu til ríkisstjórnar og Alþingis að frekari aðgerðum um kröfur til þjóðlenda í Árnes- sýslu verði þegar í stað frestað þar til fyrir liggja heildarkröfur ríkisins til þjóðlenda yfir landið í heild, þannig að heildaryfirsýn fáist um þessa kröfugerð hins opinbera á hendur bændum og öðrum landeigendum. Mikill einhugur ríkti á fund- inum í Víðihlíð sem um 60 manns sóttu, þar á meðal þing- menn kjördæmisins og gestir úr Árnessýslu. Fundurinn lagði þunga áherslu á stjórnmálalega ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis og taldi umrædda kröfugerð í mótsögn við það að alþingis- menn og stjórnvöld hefðu lagt mikla áherslu á, a.m.k. í orði, að sporna þurfi við frekari fækkun fólks á landsbyggðinni og flutn- ingi þess til Reykjavíkursvæðis- ins. Krafa ríkisins til stórra landssvæða væri í reynd skýr skilaboð til fólks á landsbyggð- inni að vera þess þar, sem bygg- ir á eignarrétti á landi, sé ekki æskileg. Þetta geri málflutning stjórnmálamanna um nauðsyn þess að efla landsbyggðina ekki trúverðugan. Fundurinn lýsir eindregnum stuðningi við ályktun Búnaðar- þings um þetta mál og skorar á stjóm Bændasamtaka Islands að gangast hið allra fyrsta fyrir skipulögðum fundum í öllum héruðum landsins, þar sem þetta mál verði kynnt og rætt, svo að bændum og öðru landsbyggða- fólki gefist þar kostur á að koma skoðunum sínum á framfæri og mótmæla þeim gerræðisfullu vinnubrögðum sem viðhöfð eru af hálfu fulltrúa ríkisvaldsins og á ábyrgð þess. I ályktun fundarins segir einnig að hann vilji ekki að ó- reyndu trúa því að það hafi ver- ið ætlun alþingismanna með samhljóða samþykki á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, að þau fælu í sér þá eignaupptöku sem fulltrúar rík- isins gera kröfu til. I þeirri trú vill fundurinn mega treysta því að umrædd kröfugerð verði þeg- ar í stað dregin til baka og hún endurskoðuð frá grunni. Aöalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆUÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA ÆÞ bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauíárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbarðavidgerdir & Réttingar #¦ Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.