Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 2

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 13/2000 Sveitarstjórnarfólk af Norðurlandi vestra Þrjátíu manns með ViUa til írlands „Það sem ég hef séð af dag- skránni þá held ég að þetta verði mjög áhugaverð og gagn- leg ferð. írland sát lengi vel eft- ir í efnalegu tilliti, sérstaklega vesturströndin, en það hefur verið mikill uppgangur á þessu svæði síðustu misserin og við viljum gjaman heyra hvernig þeir tóku á málum með þessum athyglisverða árangri. Eg býst svo sem ekki við að menn komi heim með fullt af patent- lausnum, en vonandi einhverju nær hvað aðferðarfræðina varð- ar” segir Vilhjálmur Egilsson alþingismaður, en hann hefur undirbúið kynnisferð til vestur- standar írlands í næstu viku. Þangað fer um 30 manna hóp- ur af Norðurlandi vestra, mest sveitarstjórarfólk og fólk sem tengist atvinnulífmu, s.s. frá at- vinnuþróunarfélögunum. Vilhjálmur Egilsson hefur haft fmmkvæði að því að sveit- arstjómarmenn úr kjördæminu fari í kynnisferðir til landa á norðurslóðum þar sem við svipuð vandamál er við að eiga og hér í byggða- og búsetumál- um. Fyrir tveimur ámm fór all- nokkur hópur sveitarstjórnar- manna undir fomstu Vilhjálms til Skotlands og á þriðjudaginn kemur fara síðan sveitarstjóm- armenn frá þéttbýlisstöðum á Norðurlandi vestra til írlands og dvelja ytra fram á sunnudag. Sveitarstjómarmennimir em úr Skagafirði, Húnaþingi vestra, frá Blönduósi, Skagaströnd og Sigluftrði. Byggðarráð Skagafjarrðar samþykki á fundi sínum á dög- unum að eftirtaldir verði full- trúar sveitarfélagsins í fræðslu- og kynnisferð til írlands: Herdís A. Sæmundardóttir, Gísli Gunn- arsson, Ingibjörg Hafstað, Snorri Bjöm Sigurðsson, Sig- rún Alda Sighvats og Brynjar Pálsson. Byggðaráð Húnaþings vestra fjallaði um málið og bókaði þegar eridið var kynnt í sveitarstjórninni að útþrá gætti hjá sveitarstjómarfólki. Byggða- ráðið mælti síðan með því að fulltrúar sveitarstjómarinnar verði styrktir til kynnisferðar- innar til írlands með 78.900 króna framlagi til hvers þeirra, í ferðakostnað og uppihald. Fulltrúar Húnaþings vestra í ferðinni eru: Guðmundur Haukur Sigurðsson, Gunnar Sveinsson, Þorsteinn Helgason og Þorvaldur Böðvarsson. Frá Blönduósi fara þrjár konur úr bæjarstjórninni: Hjördís Blön- dal, Vigdís Edda Guðbrands- dóttir og Jóhanna G. Jónasdótt- ir. Höfðahreppur sendir tvo fulltrúa en ekki ákveðið hverjir það verða. Þrír Siglfirðingar verða í Irlandsförinni, Guð- mundur Guðlaugsson bæjar- stjóri, Skarphéðinn Guðmunds- son og Olöf Kristjánsdóttir. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skiptið fyrir öll. Eg missti 7 kg. á fimrn vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Helma & Halldór sími 557 4402 og 587 1471. grima@centrum.is „Á faraldfæti í Skagafirði“ Helgina 14.-16. apríl nk. halda Sagnfræðingafélag ís- lands, Félag þjóðfræðinga. Fé- lag sagnfræðinema og Félag þjóðfræðinema ráðstefnu í Skagafirði. Ráðstefnan er skipu- lögð í samvinnu við heima- menn og þar verður boðið upp á ljölbreytta fyrirlestra og dagskrá á milli funda. Lögð verður á- hersla á að ráðstefnugestir kynnist héraðinu og menningar- staifsemi þar. í kynningu á ráðstefnunni sem ber yfirskriftina „Islending- ar á faraldsfæti” segir að Skaga- fjörður sé sérlega heppilegur á- fangastaður fyrir ráðstefnu sem þessa, þar sem að héraðið er í þjóðbraut þverri og um það hafa leikið ferskir vindar frá önd- verðu. Tekið verður á efni ráð- stefnunnar á fjölbreyttan hátt, en hliðarþema er gerð heimilda- mynda sem tengist ferðalögum og flutningum fólks í aldanna rás. Þá mun viðfangsefni ráð- stefnunnar verða tengt menn- ingarstarfsemi innan héraðs eins og t.d. Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi. Ráðstefnan fer fram í Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hólar í Hjaltadal verða heimsóttir, Vesturfarasetr- ið á Hofsósi og Glaumbær. Auk þess munu ráðstefnugestir fá leiðsögn um héraðið og kynn- ingu á ýmsum stofnunum þar. Gert er ráð fyrir að ráðstefnan hefjist í Hóladómkirkju á föstu- dagskvöld með opnunarfyrir- lestri, þar sem Gísli Gunnarsson forseti sveitarstjómar fjallar urn atvinnu og allra handa fólk í Skagafirði í aldanna rás, en ráð- stefnan endar með miðdegis- kaffi í Glaumbæjarsafni á sunnudag í boði Sigríðar Sig- urðardóttur safnvarðar. Meðal fyrirlesara á ráðstefn- unni má nefna: Sumarliða Is- leifsson, Asdísi Egilsdóttur, Halldór Bjamason, Símon Jón Jóhannsson, Guðrúnu Helga- dóttur, Böðvar Guðntundsson, Áskell Heiðar Áskelsson, Þor- stein Helgason, Steinunni Jó- hannesdóttur, Vigfús Geirdal, Sonja B. Jónsdóttur, Viðar Hreinsson og dr. Haraldur Bessason, sem flytur ræðu kvöldsins á skemmtikvöldi og talar þar m.a. um Svein lags- rnann, sem talinn er hafa verið síðasti förumaður í Skagafirði. Þau réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur krakkamir í 10. bekk Árskóla á Sauðárkróki, þegar þau færðu á svið gam- anleikinn „Litlu hryllingsbúð- ina”, sem sýndur var við góðar undirtektir í Bifröst fjórum sinnum í síðustu viku. Það er hreint ótrúlegt hvað krakkarnir hafa náð að skapa skemmtilega sýningu og þama eru greinilega margir leikarar framtíðarinnar á ferðinni. Héma gefur að líta nokkrar myndir af sýningunni. Kemur út á ntiðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Síntar: 453 5757 og 453 6703. Myndsúni 453 6703. Farsími 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásntundsson. Fréttaritari: Öm Þórarinsson. Blaðstjórn: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæntundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Árnason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað nteð vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Samtökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.