Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 3
13/2000 FEYKIR 3 Veðurklúbburinn á Dalvík Segir að einn slæmur kafli sé eftir til vors „Félagamir eru heldur bjart- sýnni á veðrið í apríl en mars, en samt verða áfram þessi sífelldu og þreytandi umhleypingar, góðu kaflamir verða þó fleiri og lengra á milli leiðindanna Enn er samt eftir einn mjög slæmur kafli með snjókomu, spumingin er hvort hann kemur í „nýjið” þann 4. apríl eða í fylgdina þann 18. aprfl”, segir í aprflspá Veður- klúbbsins á Dalvík. Dalbæingamir segja að fjórða apríl þegar páskatunglið kviknar í VSV sé þriðjudagur. „Þórður heitinn Jónsson frá Steindyrum sagði alltaf að „þriðjudagstungl væri annaðhvort það besta eða það versta” það var enginn milli- vegur á þvf hjá honum, þannig að nú er að sjá til. Tunglfylling- in er 18. aprfl þriðjudaginn fyrir páska og em margir klúbbfélag- ar smeykir við páskaveðrið, sér- staklegaef þesi slæmi kafli verð- ur ekki kominn fyrir tunglfyll- inguna. Enn búast nokkrir við að hann verði vestanstæður að hluta til í mánuðinum og að einhverja daga verði hann hvass. Þó svo að við fömm að sjá fleiri góðviðrisdaga, er þetta ekki alveg búið, en þegar hann lýkur sér af, með þetta skot, þá em blikur á lofti með hækkandi sól, og þá verðum við vonandi með bjarta og fallega spá fyrir maí og góðar vorfréttir”, segja Dalbæ- ingar, en bæta við nokkmm góð- um heilræðum í lokin. „Menn skulu huga að því að oft er talað um að sjaldan sé sama veður á fimmta sunnudag í föstu, pálmasunnudag og páska- dag. Ef dimmviðri og drífa er á föstudaginn langa, verður gott grasa ár. Það sem er gott við þessa vætu núna eftir 20. mars, þegar einmánuður byrjaði að votur einmánuður þýðir gott vor.” Fulltrúar aðila við úthlutun úr mcnningarsjóðnum ásamt stjórn sjóðsins. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfírðinga Úthlutað í þrítugasta og níu- unda sinn og nú til átta aðila Skagstrendingur á Skagaströnd Verri rekstrar- horfur á þessu ári Á aðalfundi Skagstrendings í síðustu viku var samþykkt til- laga um að þóknun til stjómar- manna verði 290.000 kr. og 580.000 til stjómarformanns fyrir starfsárið 2000. Tillaga unt greiðslu 10% arðs á nafn- verð hlutafjár vegna ársins 1999 var einnig samþykkt. Fram kom á fundinum að rekstrarforsendur félagsins væm heldur lakari en á liðnu ári, m.a. vegna olíuverðs- hækkana, óhagstæðrar þróunar á mörkuðum rækjuafurða og þeim aðstæðum sem skapast hafa á Rússlandsmarkaði fyrir frystar loðnu- og sfldarafurðir I stjóm félagsins vom kosn- ir, aðalmenn: Þórður Magnús- son Reykjavík, Einar Bene- diktsson Reykjavík, Egill Tryggvason, Reykjavík, Adolf H. Bemdsen Skagaströnd og Magnús Jónsson Skagaströnd. Varamenn í stjóm vom kjörn- ir: Friðrik Jóhannsson Reykja- vík, Gunnar Felixson Reykja- vík, Guðný Sigurðardóttir Reykjavík, Steindór R. Har- aldsson Skagaströnd og Sæv- ar R. Hallgrímsson Skaga- strönd. Á stjómarfundi sem hald- inn var strax að loknum aðal- fundi var Adolf H.Bemdsen Skagaströnd kosinn formaður stjómarogÞórður Magnússon varaformaður. Á aðalfundinn vom mættir hluthafar 94,69% hlutafjár. í fyrradag, mánudaginn 27. mars, fór fram úthlutun úr menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga og var það gert með athöfn í bækistöðvum KS við Ártorg. Þetta var í 39. skiptið sem úthlutað er úr sjóðnum, en það var á aðal- fúndi kaupfélagsins 1961 sem samþykkt var tillaga séra Þóris Stephensen um stofnun menn- ingarsjóðs og framlag til sjóðs- ins síðan ákveðið á aðalfundin- um árið eftir. Að þessu sinni var veitt krónum 500.000 úr sjóðnum. Styrki hlutu átta aðilar og em þeir: Alþýðulist, vegna efling- ar handverks í Skagafírði, Fé- lag eldri borgara er hlaut styrk til söngmála, Karlakórinn Heimir, Rökkurkórinn, Kam- merkórinn - styrkur til stofnun- ar kórsins, veittur var styrkur til útgáfu geisladisks með lög- um Ögmundar Svavarssonar sem lengi var starfsmaður kaupfélagsins, kristnihátíðar- nefnd Skagafjarðarprófasts- dæmis hlaut styrk til að koma upp sýningu kirkjumuna á Hólum, þá hlutu styrki Slysa- varna- og björgunarsveitin Skagfirðingasveit, Ungmenna- samband Skagafjarðar og hæsta styrkinn hlaut Guð- mundur Ingvi Einarsson, til á- framhaldandi þjálfunar í golfi og viðurkenning fyrir góðan árangur. Það var Stefán Guðmunds- son stjómarformaður KS og formaður stjómar menningar- sjóðsins sem flutti ávarp við at- höfnina, en í stjóm menningar- sjóðsins em einnig Inga Valdfs Tómasdóttir, Guðjón Ingi- mundarson, Þórólfur Gíslason kaupfélagstjóri og Guttormur Óskarsson. Hefurðu kynnt þér HEIMILISBANKANN? HEIMILISBANKI BÚNAÐARBANKANS » Sparar dýrmætan tíma » Öll almenn bankaþjónusta » Alltaf opinn þegar þér hentar » Betri yfirsýn yfir fjármálin » Þú fjarstýrir fjármálunum á netinu » Vertu í sambandi, það borgar sig! BUNAÐARBANKI ISLANDS HF Útibúið Sauðárkróki Afgreiðslumar Hofsósi og Varmahlíð

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.