Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 4

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 13/2000 „Samvinna við bændur hefur verið með ágætum“ segja Bjarni Maronsson og Hjalti Þórðarson hjá Héraðssetri Landgræðslunnar á Hólum Bjarni Maronsson og Hjalti Þórðarson starfsmenn Héraðsseturs Land- græðslu ríkisins á Hólum í Hjaltadal. Á Hólum í Hjaltadal hefur verið að byggjast upp margháttuð starf- semi á undanfömum árum, líklega fjölþættari en almenningi er kunn- ugt um. Það er því orðið býsna þröngt um í gamla skólahúsinu á Hólum og má segja að þar sé hver kytra nýtt til fullnustu. Árið 1998 var .sett á stofn á Hólum Héraðs- setur Landgræðslu rrksins, sem ætlað er að þjóni Norðurlandi vestra, en ennþá er það þó Skaga- fjörðurinn sem hefur sótt mest í þjónustu starfsmanna Héraðsset- ursins á Hólum, sem er eitt sex setra Landgræðslunnar í landinu. Tveir starfsmenn eru hjá Héraðssetr- inu á Hólum, Bjami Maronsson bú- fræðikandidat og Hjalti Þórðarson land- fræðingur. Þegar blaðamaður Feykis kom í heimsókn í Hóla nú fyrir helgina og leit inn í Héraðssetrið, barst talið að tilurð þessarar starfsemi á svæðinu. Þeir Bjarni og Hjalti töldu að það mætti kannski rekja að stærstum hluta til þess að Búnaðarsamband Skagfirðinga hefði sýnt mikið fmmkvæði á ýmsum svið- um og haldið úti öflugri starfsemi. Það hafi þróað sitt starf að þeim breytingum sem orðið hefðu í landbúnaðinum og sett mark sitt á búskapinn og sveitimar. Landgræðslan hefur einnig lagt mikla áherslu á að halda uppi öflugri starfsemi um allt land, enda ein fárra ríkisstofnana sem hefur höfuðstöðvar utan Reykjavíkur. Þá ætti þarna einnig hlut að öflugt rannsóknar- og skólastarf á Hólum. Bjami sagði að í kjölfar kvótasetn- ingar í sauðfjár- og nautgriparækt um 1980 hefðu orðið miklar breytingar í búskap margra. Við samdrátt í hefð- bundnum búskap hefðu menn fjölgað hrossum í |xiim tilgangi að bæta sér upp tekjutapið. Þetta hefði valdið breyting- um á beitarálagi til liins verra víða í heimalöndum. Landgræðslan hefði lát- ið þessi mál til sín taka í auknum mæli á síðasta áratug í samvinnu við bændur og samtök þeirra og Búnaðarsamband Skagfirðinga hafi þar tekið mjög virkan þátt. Kortagerðin í raun gagnagrunnur Starf Hjalta felst að nokkrum hluta í gerð jarðakorta og er hún samstarfs- verkefni fjögurra aðila. Auk Land- græðslunnar taka þátt í henni Hólaskóli, Búnaðarsamband Skagfirðinga og Skógrækt ríkisins. Hingað til hafa það aðallega verið bújarðir í Skagafirði sem hafa verið kortlagðar. Meðjarðakortun- um fæst yfirlit um hverja jörð, stærð og gerð gróðurlenda og heildarstærð hverr- ar jarðar. Kortagerðin var á ámm áður unnin að nokkrum hluta af Búnaðarsambandi Eyfirðinga, en við tækjavæðingu á Hól- um hefur vinnan verið flutt þangað. Við nútímatækni eru kortin unnin í tölvu og verður því til staðar gagnagmnnur fyrir hverja jörð sem kortlögð er. Hann má nýta til að meta beitarþol, nýtingu og skiptingu gróðurlendis, t.d. með tilliti til ræktunar og verður því liður í gæðastýr- ingu í landbúnaðinum, sem gerðar eru auknar kröfur um, og m.a. nýr búvöm- samningur í sauðfé gerir ráð fyrir. Þá er hægt um vik að skrá við grunn- inn ýmsar fleiri upplýsingar, svo sem örnefnaskrá jarðanna, skár um fomar söguslóðir og ýmislegt fleira. Sumir kannski seinir til Starfssvið Bjarna Maronssonar er aðallega í beitarmálunum, en hann er einnig í hlutastarfi hjá Búnaðarsam- bandi Skagfirðinga sem annast fram- kvæmd forðagæslu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Bjami segir starfið felast aðallega í ráðgjöf og eftirliti með beitarmálum, aðallega í Skagafirði, en hann á von á því að önnur svæði muni nýta sér þjón- ustu Héraðssetursins í auknum mæli á næstu ámm, s.s. þá möguleika sem fel- ast í gróðurkortunum, en þau eigi t..d. að auðvelda beitarstýringu. Bjami hefur m.a. umsjón með verk- efninu „Bændur græða landið” sem er samstarfsverkefni Landgræðslunnar og einstakra bænda og tengist því að bændur græða upp örfoka land á sínum eigin jörðum. Virkir þátttakendur í land- inu öllu í þessu verkefni eru 492, 83 þeirra em á Norðurlandi vestra, þar af 47 í Skagafirði. „Samvinna við bændur hefur verið með ágætum og þeir em í auknum mæli að gera sér grein fyrir nauðsyn betra beitarskipulags. Sumir em kannski svo- lítið seinir til, en sem betur fer er það í miklum minnihluta, en það vill nú verða þannig að það fer svolítið mikið fyrir þessum fáum aðilum, og þeir setja blett á hina. Þama er um að ræða aðila sem em með alltof mörg hross og það er raunar furðulegt að menn skuli setja á t.d. arðlaust stóð af gömlum vana, sem er eginlega það sama og ala gelda kú á bás heilan vetur. Það fer ein heyrúlla í hrossið yfir mánuðinn. Þurfi að gefa í fimm mánuði þá er sá kostnað- ur 20 þúsund, þannig að það sér það hver maður að þetta dæmi gengur ekki upp. En ég er sannfærður um að Skag- firðingar eiga geysilega góða mögu- leika í hrossaræktinni, sinni þeir henni á faglegan hátt. Með því móti haldi þeir sér í fremstu röði í ræktuninni”, segir Bjami. Bjami segir að góð samvinna sé við landbúnaðamefnd Skagafjarðar og upp- rekstrarfélög um beitar- og afréttarmál. Til dæmis hafa verið famar árlega gróð- urskoðunarferðir á nokkra afrétti og fylgst með ástandi þeirra. Kolefnisbinding með lúpínusáningu Þá hefur á vegum Landgræðslunnar verið unnið að bindingu kolefnis í jarð- vegi með því að sá lúpínu í örfoka land, en við slíkar aðstæður hefur lúpínan reynst mjög vel. „Með þessu emm við að leggja örlítið að mörkum við heild- ar kolefnisbindingu heimsins sem vöm gegn mengun”, segir Bjami. „Mjög skiptar skoðanir eru um lúpínuna og verður að fara mjög var- lega í notkun hennar, en ennþá hefur ekki fundist öflugri jurt í örfoka land sem bindur kolefni í jarðveginn og undirbýr hann fyrir aðrar plöntur. Mistökin í notkun hennar hafa aðallega falist í því að nota hana á svæðum þar sem hún á alls ekki heima”, segir Hjalti. Frá árinu 1997 hefur lúpínu verið sáð í friðuð uppgræðslusvæði á 12 bæj- um í Skagafirði, aðallega á Skaga og einnig á Víkum Húnavatnssýslumegin. í Neðra - Ási í Hjaltadal er stefnt að uppskera lúpínufræ til sáningar skv. sér- stökum samningi milli Landgræðslunn- ar og ábúenda.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.