Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 7

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 7
13/2000 FEYKIR 7 Undir Borginni Verulega átakanleg sjón að sjá Gústa kveðja kjallarann Á Skagaströnd hefur verið verslun undir Höfðanum eða í út- bænum frá alda öðli. Þar hafa menn staðið við búðarborð kyn- slóð eftir kynslóð með gróðablik í augum og afgreitt vörur. Pen- ingar hafa farið hönd úr hönd og margur smábóndinn hefur þar látið sinn síðasta eyri á borðið og séð hann hverfa í Danskinn. Fyrrverandi afgreiðslumenn í Höfðaverslun hljóta að vera í hundraðatali í dánarheimum og friður sé með þeim sem svínuðu minnst á landanum. En það var ekki ætlunin að fjalla hér um dauða afgreiðslu- menn.heldur um þann sem síð- astur stóð við búðarborð í Höfða- verslun og afgreiddi vörur þar og er enn, sem betur fer,á meðal lifenda.Kaupfélag Húnvetninga hætti nefnilega í fyrravor að versla í Höfða og þar með var bundinn endir á aldagamla hefð. Ágúst Jónsson afgreiðslumaður í Höfða varð að kveðja ástfólgna staðinn sinn, þar sem hann hafði selt vömr á kaupfélagsverði í full tíu ár og getið sér góðan orðstír. Mannlegi þátturinn mátti sín lít- ils og saumastofukonumar á millihæðinni grétu af söknuði þegar Gústi,blessaður vinurinn þeirra,var herleiddur að kalla inn á Hólanes.til starfa í versluninni Borg. Þessari breytingu fylgdi því mikil sorg. Þama var settur lokapunktur á Höfðaverslunina en Hólanesverslunin heldur áfram. Þar var fyrst byrjað að versla 1835 svo verslun á Hóla- nesi er enn á gelgjuskeiði miðað við hina margra alda gömlu verslun í Höfða. Það var verulega átakanleg sjón að sjá Gústa kveðja kjallar- ann og ganga út í síðasta sinn. Ekki orkaði síður á viðkvæmar sálir að vita af hugarangist kvennanna á millihæðinni sem sátu allar álútar við saumavélam- ar með társtokknar kinnar, treg- andi kæran vin. Skyndilega var eins og myrkur legðist yfir Ein- búastíg og hið mikla kaupfélags- hús varð sem umlukt skuggaleg- um skýjum mannlegs harmleiks. Svona getur ein ákvörðun á fjar- lægri skrifstofu leikið stað sem fullur var af lífi og ljósi. Þvílík skömm og skelfing! Nokkur orð um sögu verslunar í Höfða Margir hafa þeir kaupmenn verið sem höndluðu í Höfða, sumir þeirra vom illræmdir og hinir verstu kúgarar.Má þar nefna til Jens Lassen Busch sem sagður er hafa verið hinn versti gníari og fær hann ófögur eftir- mæli í Brandsstaðaannál. Af betri mönnum má svo nefna Johan G. Freywaldt og Skagfirð- inginn Gísla Símonarson. Sá síðamefndi var hinn mesti þjóð- ræknismaður og þegar hann lést af slysförum í Kaupmannahöfn 1837 mátti með réttu segja að þar hefði góður maður farið allt of snemma. Hannibal Boldt var verslunarstjóri í Höfða á vegum Severin Stiesens á síðasta áratug átjándu aldar,hann var drykkju- maður mikill og sýndi hina verstu framkomu. Barði hann á mönnum í ölæði og lét öllum ili- um Iátum. Þótti illt við hann að eiga meðan hann sat þar að veig- um og völdum. Má hikstalaust fullyrða að fortíðin eigi mörg og misjöfn spor út við Höfða. Þar hefur verslunarleg áþján legið þungt á herðum kynslóðanna,öld aföld. Hugsum til allra sem þar hafa fengið hranalegt afsvar við úttekt, þó bjargarlaust væri í kot- inu og enga matbjörg að hafa. Hugsum um öll þungu,vonlausu skrefm frá búðarborðinu í Höfða, þar sem svíðingar höfðu oftast völdin og notuðu þau eins og djöfullinn blés þeim í brjóst að gera. Hún var á margan hátt grimmileg,verslunarsagan í Höfða! „Gústi var sínum kúnnuni kær og konunum sér í lagi.” En gott er til þess að vita að síðasti maðurinn sem stóð fyrir innan búðarborð í Höfðaverslun á Skagaströnd vann sér virðing- arorð. Gústi okkar barði ekki á neinum, hann kúgaði engan, nema þá óbeint vegna vöru- verðsins í kaupfélaginu,hann var lipur og góðviljaður í umgengni og naut almennrar hylli,ekki síst meðal kvenna. Mun konunum hafa þótt fremd í því að láta hann afgreiða sig vegna ættgöfgi hans,en hann er kominn í þráð- beinan karllegg af Jóni kammer- ráði á Melum í Hrútafirði. Eitt er víst að Gústi var enginn gníari í störfum sínum og munu margir sakna þess tíma er hann var höndlunarherra í kjallaranum í Höfða. Átti hann sína fastagesti sem sátu svo oft undir myndinni af Vigdísi forseta,að mönnum fannst rétta umgerð vanta ef þeir voru ekki á staðnum. En þó að margur karlmaður- inn yrði svekktur yfir örlögum Höfðaverslunarinnar með sér- stöku tilliti til Gústa, þá var það kvenþjóðin, eins og fyrr segir, sem þyngsta þraut þurfti að bera og kom fram í því þetta eilífa misrétti gagnvart konum sem alltaf er í gangi í [ressu þjóðfé- lagi. Jafnvel á Skagaströnd finn- ast dæmi um það! Af hverju máttu konumar ekki njóta þeirra hlunninda að versla í Höfða, geta snúið þar karlmanni fram og aft- ur, karlmanni sem alltaf brosti og var jákvæður og leiðbeinandi, karlmanni sem átti ríka þolin- mæði og pottþéttan skilning á vandamálum líðandi stundar? Af hverju gátu þær ekki fengið að hafa Gústa áfram,svo hann gæti þjónustað þær með málningu og pensla, kústa og sköft og allt ann- að sem á þurfti að halda? Það var nefnilega aldeilis munur fyrir þær margar hverjar að kynnast karlmanni sem hafði til að bera þjónustulund og það í ríkum mæli. Sumar þeirra áttu nú sína karla heima,gegnsósa fýlupoka sem ekki var hægt að aka að verki heima fyrir, jarðfasta kletta í setuverkfalli við sjónvarpstæk- ið. Gústi var hugsvölun þessara langþreyttu kvenna og hann gaf jxim trúna á kosti karlmannsins að nýju eftir vonbrigðin á víg- stöðvunum heima. Og svo er Gústi frá þeim tekinn........ þvílík synd og skömm ! Félagsleg þjónusta úr sögunni Karlrembur kaupfélagsins unnu þama hið svívirðilegasta verk þar sem nánast var brotið á hálfu mannkyninu. Það er sárt að vita til þess að Höfðaútibú hafi verið lagt niður og enn sárara að vita til þess að sú félagslega að- stoð sem þar var látin í té sé ekki lengur fyrir hendi. Gústi hafði nefnilega í starfi sínu þennan rika mannlega skilning sem öllu skiptir og sýndi konum almennt mikla virðingu. Hann kunni glögg skil á þeirri jákvæðu mis- munun sem þær þurfa á að halda í þjóðfélaginu svo þær geti plumað sig til jafns við frekju- dallana og yfirgangsseggina, karlpeninginn yfirhöfuð! Slíkir menn eru taldir virði þyngdar sinnar í gulli á jafnréttisvoginni í Kvennaathvarfinu og þeir ættu því alls staðar að fá að njóta kosta sinna - einnig í þjónustu KH og það meira að segja á Skagaströnd! Rúnar Kristjánsson. Ókeypis smáar Tilsölu! Til sölu svefnsófi, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 453 5667. Fæst ódýrt. Fjögur dekk á felgum, stærð 650 - 16. Upp- lýsingar í síma 467 1069. Á sama stað fæst fallegur hunds- hvolpur gefíns. Félagsvist! Félagsvist verður spiluð í Höfðaborg Hofsósi fimmtu- daginn 30. mars kl. 21. Allir velkomnir. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara. Húsnæði! Til leigu gott einbýlishús í nágrenni Sauðárkróks. Sann- gjöm leiga. Upplýsingar í síma 453 5558. Fundarsalurinn í Sjálfs- bjargarhúsinsu á Sauðárkróki er til leigu, heppilegur fyrir fundi og minni samkomur. Upplýsingar gefur Anna í síma 453 5316. Pétur Einarsson lögmaður Sauðárkróki, sími 899 8631. AVIS Bflaleigan Sauðárkróki, sími 899 8631. + Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Marons Péturssonar, Hólavegi 11, Sauðárkróki Kristín Bjarnadóttir. Bjarni P. Maronsson Jórunn Árnadóttir Sigurlaug H. Maronsdóttir Lúðvík Bjarnason Þorbjörg O. Jónasdóttir Jóhannes Hjartarson Kristín Bjarnadóttir Arna Björg Bjarnadóttir Valgerður S. Bjarnadóttir Friðrik Bjarnason Maron B. Jónasson Kristín H. Jónasdóttir Ólína R. Rögnvaldsdóttir lótel TiEdastóll 1884 Býður alla Skagfirðinga velkomna til að samfagna okkur með því að koma og skoða elsta starfandi hótel landsins og einn af dýrgripum menningar okkar Laugardaginn 1. apríl kl. 15 til 18. Svanfríður og Pétur. K. KARLSSON VIiqNG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.