Feykir


Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 8

Feykir - 29.03.2000, Blaðsíða 8
29. mars 2000,13. tölublað, 20. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill KJORBOK Vinsœlasti sérkjarareikningur íslendinga - með hœstu ávöxtun í áratug! Landsbanki íslandSgd^H í forystu tll framtíðar Utibúið á Sauðárkrókf - S: 453 5353 . Frá fundinum í Flæðigerði félagsheimili hestamanna í gærkvöldi. Áætlað er að afla hlutafjár fyrir 50 milljónir króna, þar að a.m.k. 20 milljóna frá hestamönnum heima í héraði og verði stofnframlag hvers og eins 100 þúsund krónur. Fjölmennni á fundi um bvggingu reiðhallar á Sauðárkróki Ákveðni í fundarmönnum að standa vel að fjármögnun Flóttafólk til Siglufjarðar í vor Fjölmenni var og bjartsýni gætti á fundi um byggingu nýrrar reiðhallar á Sauðár- króki í gærkveldi. Ákveðiðvar að stefna að því að hefjast handa strax með vorinu og standa vel að fjármögnun. Undirbúningi verði hagað þannig að höllin verði tilbúin til noktkunar um næstu ára- mót. Undirbúningsnefnd er starfandi vegna byggingar- innar og skipa hana Páll Dabjartsson, Sveinn Guð- mundsson og Þórarinn Sól- mundarson. Undirbúningsnefndin hefur kannað ýmsa þætti málsins og leggurtil: að stofnað verði hluta- félag um byggingu og rekstur fjölnota reiðhallar, stærð hússins verði 2.400 m2, með vallarsvæði 26x70 metrar, gert verði ráð fyr- ir áhorfendasvæði íbyggingunni fyrir allt að 500 gesti og safnað verði hlutafé sem nemi öllum byggingarkostnaði. Reiðhöllinni er ætlað að þjóna margháttuðu hlutverki. Hún verður forsenda samstarfs Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Hólaskóla um hestaí- þróttabraut við FNV, en við end- urskoðun á aðalnámskrá efri bekkja grunnskólans er gert ráð fyrir að nemendur geti tekið reiðmennsku sem valgrein. Tækifæri gefst því til að þróa og útfæra námsefni og kennslu um sérstaka námsgrein á grunn- og framhaldsskólastigi. Tilkoma reiðhallarinnar skapar aðstöðu til að Hestamiðstöð íslands geti starfað og þróað þau verkefni sem hún var stofnuð til að ann- ast, s.s. fyrir hesta- og reiðsýn- ingar sem lið í stórauknu rnark- aðsstarfí, auk hestasýninga sem menningarframlag og skemmt- un. Þama skapast aðstaða fyrir margskonar námskeiðahald inn- an hestamennskunnar bæði fyr- ir innlent og erlent hestaáhuga- fólk og unnt verður að bjóða fötluðum upp á þjálfun í hesta- mennsku. Þá verður reiðhöllin nýtt til markvissrar frumtamn- ingar hrossa og þjálfun keppnis- hrossa. Lögreglan á Sauðárkróki handtók um helgina ungan mann vegna grunsemda um að hann tengdist neyslu eit- urlyfja. Maðurinn reyndist vera með h'tíð magn í fórum sínum, eða hálft gramm af amfetamíni. Honum var sleppt að lokinni rannsókn. Að öðru leyti hefur verið Siglufjarðarbær hefur endur- nýjað umsókn sína um að taka á móti flóttafólki og eftir því sem Feykir hefur fregnað er nánast ákveðið að fjórar eða iimm fjölskyldur frá flótta- mannabúðum í Kræínu-héraði í Júgóslavíu komi til Siglu- fjarðar í vor, eða á bilinu 20-25 manns. Ekki hefur þó ennþá verið gengið frá málinu á milli Flóttamannaráðs Islands, Siglufjarðarkaupstaðar, Rauða krossinum og öðrum aðilum sem málinu tengjast. Guðmundur Guðlaugsson bæjarstjóri á Siglufirði segir að bærinn sé mjög vel í stakk búinn að taka við þessu flóttafólki. „Siglfirðingar eru þekktir fyrir það að taka vel á móti fólki og ég á von á því að við getum búið vel í haginn fyrir það fólk sem hing- að kemur, bæði félagslega og at- vinnulega. Héma vantar fólk til starfa á ákveðnum greinum, svo sem vélafólk, iðnaðarmenn og fólk í almenn verkamannastörf’, segir Guðmundur. Hann segir at- vinnuleysi hafa verið með minna móti í bænum að undanfömu. í Sláturhúsið Ferskar afurðir á Hvammstanga hefur skipt um eigendur, Hjalti Jósefsson slátur- hússtjóri í Borgamesi og Erik rólegt hjá lögreglu. Talsvert tjón varð hins vegar á innbúi í bruna í íbúð við Lindargötu sl. fimmtudag, en þá kviknaði í út frá sjónvarpstæki. Sprenging varð í sjónvarpinu en fólki hafði tekist að forða sér út úr í- búðinni skömmu áður, þegar aðsteðjandi hætta varð ljós. febrúar hafi t.d. verið 19 á at- vinnuleysisskrá, en þar inni sé fólk með skerta starfsorku og sem einhverra hluta vegna getur ekki gengið í hvaða vinnu sem er. Aðspurður hvort Siglfirðing- ar óttist ekki að lenda í því sama og Blönduósingar, að flóttafólk- ið fari í burtu sökum þess að unglingar fari í framhaldsskóla og staðurinn henti ekki af þeim sökum, sagði Guðmundur að hann ætti frekar von á því að til Siglufjarðar kæmu fjölskyldur með ung böm, en það fólk ætti á- samt eldra fólkinu í hvað mest- um erfiðleikunum í flóttamanna- búðunum. „Hjá okkur hafa dvalið um tíma þrjár rúmenskar fjölskyldur. Þær láta mjög vel yfir sér og þeirra dvöl hefur orðið til þess að fleiri rúmenskar fjölskyldur vilja koma”, sagði Guðmundur Guð- laugsson og undirstrikaði að Siglfirðingar tækju vel á móti sínum gestum. Hann segir góðar líkur á því að takist að útvega flóttafólkinu húsnæði, þrátt fyrir að engin íbúð í félagslega kerf- inu væri nú á lausu á Siglufirði. Jensen framkvæmdastjóri og slátrari á Lóni við Akureyri hafa keypt sláturhúsið af Sigfúsi Jónssyni og voru samningar undirritaðir sl. föstudag. Erik sagði í samtali við Feyki að væntanlega yrðu einhverjar breytingar í rekstri Ferskra afurða. Hann sagði þá félaga vera vongóða um að halda þeim viðskiptum sem sláturhúsið hafi haft og stefna að aukningu í slátmn á næsta hausti, en á síðasta ári var slátrað um 15 þúsund fjár. Erik sagði stefnuna setta á starfrækslu sláturhússins á Hvammstanga megnið á árinu, með því að fara í bæði slátmn á folöldum og nautgripum. Einn með „dóp“ Sigfós selur „Ferskar" f&) toyota yy - tákn um gæði <g> TRYCCINCA- MIÐSTÖÐIN HF. - þegar mest á reyniri ...bflar, tiyggjngar! bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYWJARS SUBUBQÖTU 1 SÍMI 483 6950 Kodak Pictures

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.