Feykir


Feykir - 05.04.2000, Qupperneq 1

Feykir - 05.04.2000, Qupperneq 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MED RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI Hvammstangabúar leggja kapp á að fjölga störfum Fyrírtæki flutt til Hvammstanga úr Borgamesi um næstu helgi Umsjónarmaður keppninnar Björn Friðrik Bjömsson og Arsæll Guðmundsson aðstoðarskólameistari með bikarana sem keppt er um, sá minni er til eignar. „Við emm á fullu í því að ná hingað smærri fyrirtækjum til að fjölga störfum héma í nýja húsinu”, segir Skúli Guðbjömsson forsvarsmaður Strandbæjar á Hvamms- tanga, iðngarða sem mu ein- staklingar auk Sveitarféags- ins Húnaþings vestra byggðu og nýlega var tekið í notkun. Um næstu helgi verða flutt í Strandbæ vélar og lager Ax- ins, en það fyrirtæki var keypt frá Borgamesi nýlega og verður starfrækt undir heitinu Axið Hvammstangi ehf. Axið er komvörufyrirtæki, sem aðallega hefur annast blöndun og pökkun kornvöru til brauð- og matargerðar. Fyr- irtækið hefur einnig nýlega hafíð innflutning hveitis og eru bundnar vonir við að með því skapist aukin velta auk þess sem stærri markaður skapist fyrir aðrar vöm frá Axinu. í Borgamesi var á bilinu eitt til eitt og hálft starf í Axinu en Skúli segir að menn bindi von- ir við að fljótlega takist að ná því upp í tvö störf. Nýlega var stofnað hlutafélag um rekstur- inn og em þátttakendur í því 27 talsins. Meðal eigenda er Axel Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskólans haldin í þriðja sinn Varmahlíðarskóli með sjö af sextán í úrslita- keppninni sem fram fer á laugardaginn Stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norð- urlands vestra fyrir nemendur í 9. bekk grunnskóla á Norðurlandi vestra er nú hald- in í þriðja sinn. Að þessu sinni tóku 105 nem- endur þátt í forkeppninni og unnu 16 þeirra sér rétt til að keppa til úrslita, en úrslitakeppn- in ferfram í Bóknámshúsi Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki laugardaginn 8. apríl og hefst kl. 13 og lýkur kl. 16. A meðan keppendur glíma við stærðfræðiþrautir verða kaffiveit- ingar á sal skólans og geta gestir fengið að glíma við lausnir keppnisþrauta. Verðlaunaafhending fer fram að keppni lokinni og eins og fyrri ár em það fyrirtæki og stofnanir sem gefa verðlaunin. Heildarverð- mæti vinninga er nálægt 300.000 kr. Eftirtaldir nemendur keppa til úrslita: Bjöm Þór Hermannsson Grsk. Hvamms- tanga, Dagrún Jónasdóttir Grsk. Blönduósi, Edda Hlíf Hlífarsdóttir Varmahlíðarskóla, Elsa S. Böðvarsdóttir Varmahlíðarskóla, Gauti Asbjömsson Arskóla Skr., Heiðrún Osk Eymundsdóttir Varmahlíðarskóla, Helgi Hrannar Traustason Varmahlíðarskóla, Hera Birgisdóttir Árskóla Skr., Inga Hmnd Kjart- ansdóttir Grsk. Blönduósi, Sigurður Á. Matthíasson Varmahlíðarskóla, Sigurður Jó- hannsson Varmahlíðarskóla, Stefán Gísli Har- aldsson Varmahlíðarskóla, Sunna D. Þor- steinsdóttir Árskóla Skr., Sverrir Gauti Ing- ólfsson Árskóla Skr., Tjörvi Bjömsson Grsk. Hofsósi og Unnar Freyr Hlynsson Grsk. Hofsósi. Sigurvegari í forkeppninni er Sig- urður Á. Matthíasson Varmahlíðarskóla. Þess má geta að góður árangur Varmahlíðarskóla í keppninni í gegnum árin hefur vakið athygli en núna em sjö nemendur af 16 í úrslita- keppninni frá Varmahlíðarskóla. Áð sögn Ársæls Guðmundssonar aðstoð- arskólameistara hefur keppnin vakið verð- skuldaða athygli og þjónað tilgangi sínum, sem er að beina sjónum að stærðfræðinni og efla samstarf FNV við gmnnskólana á Norð- urlandi vestra og atvinnulíf. Öllum þeim fyr- irtækjum sem styrkja keppnina er boðið að vera með vöm- og þjónustukynningu í Bók- námshúsi FNV meðan á úrslitakeppninni stendur, þ.e. laugardaginn 8. apríl. Það er Bjöm Friðrik Bjömsson deildarstjóri í stærð- fræði við FNV sem sér um að útbúa keppnis- gögn og dæma úrlausnir keppenda. Guðni Benediktsson frá Mið- hópi, einn þeina níu er stóð að byggingu Stranbæjar, og það verður í hans plássi sem Axið Hvammstangi verður með sína starfsemi. Skagafjörður Snorri áfram út kjörtíma- bilið Sveitarstjóm Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum á mánudag að framlengja ráðn- ingarsamning við Snorra Bjöm Sigurðsson sveitar- stjóra út kjörtímabilið eða fram á vor 2002 þegar gengið verðurtil sveitarstjómarkosn- inga. Samkvæmt samningi sem gerður var við upphaf kjörtímabils átti ráðningatími Snorra Bjöms að renna út nú í vor, og var það sett inn í samninginn að ósk hans sjálfs. En sem sagt við þessa samþykkt sveitarstjómar er búið að negla það niður að ekki þarf að standa í útvegun nýs sveitarstjóra á þessum vormánuðum. Snorri Bjöm er þessa dagana staddur á írlandi ásamt hóp sveitarstjómar- manna af Norðurlandi vestra. —ICTch^ÍH — Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 ' • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRA ÞJÓNUS TA ÆI bílaverkstæði simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir Hjólbarðaviðgerðir XJ Rettingar ^ Sprautun

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.