Feykir


Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 3

Feykir - 05.04.2000, Blaðsíða 3
14/2000 FEYKIR 3 „Mót fjallahlíðum háum" Sól á falleg fjöllin skín frelsið hópinn lokkar. Magnast gleði mótor hvín mjöllin gatan okkar. Á þessum nótum lagði 5 manna hópur á 4 vélsleðum upp frá Víðinesi í Hjaltadal einn sól- skinsdaginn nú fyrir stuttu. Far- arstjóri yai Erlingur bóndi í Neðra Asi en aðrir í hópnum Sigurður á Skúfsstöðum, Trausti Pálsson og Þorsteinn Axelsson, hver á sínum sleða og Gunnar RögnvaJdsson sem fékk að fljóta með Ella. Meiningin var að end- urnýja gasbirgðir í skála Ferðafé- lags Hörgdæla á Tungnahrygg fyrir botni Kolbeinsdals og upp- fræða undirritaðan um landa- fræði Tröllaskagans í leiðinni enda ekki völ á staðkunnugri ferðafélögum, mönnum sem í áratugi hafa farið þarna um bæði á sumri og vetri. Tröllaskaginn er heillandi í hrikaleik sínum. A honum miðj- um ná dalbotnarnir víða saman svo stutt er á milli byggða og fljótfarið sérstaklega á snjósleð- um. Vegalengdin fram í skálann er u.þ.b. 20 km. og þar af er Víði- nesdalurinn drjúglangur eða rúmir 13 km. fram að skarði því er liggur ofan í s.k.Lambárdal sem er framarlega í hlíðum Kol- beinsdalsins að vestanverðu. Af skarðinu er mjög gott útsýni yfir fjöllin sem raða sér norðan og austan við hann. Mest áberandi að austan eru Leiðarhnjúkar sem eru 3 talsins, hver fram af öðrum og voru eins og nafnið gefur til kynna leiða- merki fyrir þá sem ferðuðust úr Kolbeinsdal og yfir í Barkárdal á árum áður, en þar yfir voru jafn- vel leiddar kýr s.k. sögnum. Eftir nokkurn stans og korta- lestur var aftur var tekið til vél- fákanna og brunað fyrir botn Lambárdals og inn á Tungna- hryggsjökul í fótspor forfeðr- anna en þama um lá hin víðfræga Hólamannaleið í gegnum Hóla- mannaskarð og niður í Barkár- dal. Hólamannaskarð afmarkast af þverhníptum hamravegg dal- botnsins að sunnan og Péturs- hnjúk (1406 m) að norðan. Þó lognið væri algert þennan dag þá ber umhverfið þess merki að slíkt sé ekki daglegt brauð og vert til umhugsunar þeim sem leggja leið sína á fjöll. Þessa hrikalegu leið gengu skólapiltar úr Eyja- firði svo öldum skipti til veru á Hólum og er hverjum manni hollt að bera það saman við ferðamáta nútímans þar sem skjólgóður klæðnaður, veðurspár og fjarskiptabúnaður ásamt vél- knúnum tækjum er svar okkar kynslóðar við kJækjum móður náttúru. Það væru sannkölluð öfug- mæli að halda því fram að Tungnahryggsskálinn hafi verið reistur á skjólgóðum stað. Helst mætti láta sér detta það í hug að hann hafí dottið af himnum ofan þar sem hann liggur við festar á hákambi Tungnahryggsins um- vafinn brunagrjóti. Auðvitað liggja gildar ástæður að baki, en þarna á hryggnum skefur vel af svo alltaf er hægt að komast inn í skálann hvernig sem snjóalög eru. Meðan við dvöldum í skál- anum rifjuðu félagarnir upp byggingarsöguna en á ýmsu gekk við efnisöflun og flutninga. Sömuleiðis voru lýsingar á ó- veðursnótt í skálanum á þeim nótum að auðséð er hversvegna hann er tryggilega festur niður með digrum vírum. Skálinn sjálf- ur er ágætlega búinn og þar geta hæglega gist 8 manns. Eldunar- tæki og nauðsynlegur búnaður til matargerðar eru einnig sem og hin ómissandi dagbók sem greindi m.a. frá því að helgina áður hefði um 100 manns kom- ið saman á jöklinum er Skagfirð- ingar og Eyfirðingar leiddu sam- an vélfákana þama uppi. Áður en haldið var heim á leið var ekið á nokkra góða út- sýnisstaði til myndatöku. Við þær aðstæður sem voru þennan dag standandi uppi á miðjum skaga sem kenndur er við tröll í glampandi sólskini og stillilogni með Kolbeinsdalinn allan glans- andi við á aðra hönd og Barkár- dalinn á hina þá hlýtur það að vera bitur maður sem ekki verð- ur fyrir sterkum hughrifum. Þama lá fyrir fótum ekki ein- ungis útsýni yfír stórkostlega hönnun náttúrunnar heldur og sögusvið lífs og lífsbaráttu for- feðranna sem byggðu hvern lausan jarðarskika í von um sjálf- stæði hversu afskekkt sem hann lá. f gegnum hugann fóru sögur afmannraunumí langvarandi ó- veðrum og sambandsleysi. Og fyrir okkur nútímamennina sem helst viljum nýta náttúruna til leikja fremur en lífsbjargar þá er þetta framandi þó nærri sé í tíma. Degi var tekið að halla, tak- markinu náð og fjósverk á næsta leyti hjá bændum. Heimferðin tók stuttan tíma enda færið gott og slóðinni frá því um morgun- inn var fylgt. Vert er að geta þess að lokum að víða leynast hættur á þessari leið fyrir ókunnuga og því ættu allir sem þarna hyggja á ferðalög að setja sig í samband við kunnuga fyrst. Ella flutnings- manni og hinum félögunum kann ég bestu þakkir fyrir fróð- legan og skemmtilegan dag. Gunnar Rögnvaldsson. Upp við Péturshjúk sem er í 1406 metra hæð. Tæknivai FERMINGARTILBOD Á TÖLVUM Full búð af tilboðum í tilcfni fcrminga Lítið við 09 kynnið ykkur úrvalíð WBird m-----------frá Fuii* frá Fujitsu Fujitsu T-Bird 450 Mhz, Plll, 64MB, 8GB, DVD 6x, 8mbAGP, 56K módem, W98/W97 hugbúnaður. lyklaborö, mús, hátalarar DVD Geisladrif 17" Fujitsu skjár 450 Mhz Verðkr 113.900.- Fujitsu T-Bird PIII600, 128MB, 12GB harður diskur, 32MB ATI2000 AGP, W98, Works 4,5, 56 K módem, lyklaborð og mús, hátalarar, hljúðkort, 6xDVD, TV-Out ri\/n í 7" Fujitsu skjár Geisladrif 6O0Mhz Verð kn 169.900,- Fujitsu T-Bird PIII733, 128MB, 12GB harður diskur, 32MB ATI2000 AGP, W98, Works 4.5, 56K módem, lyklaborð og mús, hátalarar, hljóðkort, 6x DVD, TV-Out 17' Fujitsu skjár DVD Geisladrtf 733Mhz Verðkr: 199.900.- Öflugur hugbúnaður ffylgir Windows 98 SE stýrikerfi Microsoft Works 2000 gagnagrunnur, ritvinnsla og töflureiknir Mícrosoft Word 2000 ritvinnsla Microsoft Publisher 2000 teikni- og uppsetningaforrit Encarta Atlas alfréeðibókin komin á geisladisk Agesof Empire II SIEMENS FUJITSU PCTÖLVUR • FERDATÖLVUR • NETÞJÓNAR Með Hólamannaskarð í baksýn, ferðafélagarnir: Þorsteinn, Sigurður, Trausti og Erlingur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.